Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 54
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 84 Þróun og prófanir á alginatfilmum til lyfjagjafar í munnhol Jón Halldór Þráinsson', Skúli Skúlason2, Þórdís Kristmundsdóttir' 'Lyfjafræðideild HÍ,2Líf-Hlaup ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Vaxandi áhugi er á að nota slímhimnubindandi fjölliður í lyfjaform til staðbundinnar og systemískrar lyfjagjafar um munnhol. Lyfjagjöf um munnhol hefur ýmsa kosti í för með sér, meðal annars er komist hjá niðurbroti við fyrstu umferð um lifur, unnt er að fá hraðari verkun lyfja og með stjórnuðum lyfjaflutningi má minnka skammta svo og aukaverkanir. Natríum algínat er náttúruleg pólýsakkaríð fjölliða sem hugsanlega mætti nota til lyfjagjafar um munnhol vegna viðloðunarhæfni við slímhúð. Markmið verkefnisins var að þróa aðferð til framleiðslu algínatfilma sem nota mætti til lyfjagjafar á slímhúð. Efniviður og aðferðir: Algínatfilmurnar voru framleiddar með uppgufunaraðferð. Áhrif hitastigs og þurrkunaraðstæðna voru metin. Hýdroxýprópýlmetýlcellulósa (HPMC) var notuð til að bæta eiginleika filmanna og própýlen glýkól var notað sem mýk- ingarefni. Viðloðunar- og slitþolseiginleikar filmanna voru metnir með texture analyser TA-XT2Í og bólgnun filmanna í gervimunn- vatnslausn var könnuð. Niðurstööur: Þær þurrkunaraðstæður fyrir filmurnar sem gáfu bestu niðurstöðurnar var 50°C í ofni í um 48 klukkustundir. Samanburður var gerður á filmum sem innihéldu mismunandi hlutföll af algínati, HPMC og própýlen glýkóli. Niðurstöður sýndu að viðloðun eykst með auknum styrk algínats í filmunum en þéttni mýkingarefnis hafði ekki afgerandi áhrif. Með lækkandi styrk algínats og þar með hækkandi styrk HPMC höfðu himnurnar hærri bólgnunarstuðul og lengri sundrunartíma. Bólgnunarstuðullinn hækkaði og sundrunartíminn lengdist með lækkandi þéttni mýkingarefnis. Hámarksslitþolskraftur náðist þegar styrkur algínats og HPLC fjölliðanna var jafn. Áhrif mýkingarefnis á slitþolskraft voru ekki sýnileg. Ályktanir: Próuð var aðferð til að framleiða alginatfilmur sem gætu hentað til lyfjagjafar um munnslímhúð. E 85 Hönnun á samsettu himnulíkani til að meta flæði yfir lífrænar himnur Fífa Konráðsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Lyfjafræðideild HÍ fifa@hi.is Inngangur: Meirihluti lyfja á markaðinum flyst yfir lífrænar himnur með óvirku flæði. Lífrænar himnur hafa fitusækið himnulag sem hindrar að einhverju leyti flæði vatnssækinna sameinda. Á yfirborði himnanna myndast einnig kyrrstætt vatnslag sem getur verið áhrifarík hindrun fyrir fitusækin lyf. Við þróun lyfja eru himnulíkön nýtt til að skirna fyrir lyfjaefnum sem flæða auðveldlega yfir himnur en vöntun er á himnulíkani þar sem hægt er að stjórna bæði hindrunareiginleikum kyrrstæða vatnslagsins og fitusækni himnunnar. Efniviður og aðferðir: Nítrósellulósi var notaður sem burðarefni fyrir oktanól eða dódekanól (fitulag). Fitulagið var síðan borið á sellófanhimnur með mismunandi gatastærðum (kyrrstætt vatnslag). Lyfjalausnum komið fyrir í gjaffasa Franz flæðisella, sýni tekin úr móttökufasa á 30-60 mínútna fresti í fjórar klukkustundir og magnmæld í vökvaskilju (HPLC). Niðurstöður: Sellófan/oktanól-nítrósellulósa (C/ON) himnur reyndust ódýrar og auðveldar í framleiðslu og lítið frávik var milli flæðitilrauna. Lyf á ójónuðu formi flæddu hraðar yfir C/ON himnuna en lyf á jónuðu formi og kyrrstætt vatnslag himnanna reyndist vera ráðandi í hindrun á flæði ójónaðra fitusækinna lyfja. Það tókst að stjórna áhrifum kyrrstæða vatnslagsins á flutning lyfja yfir C/ON himnurnar með notkun sellófanhimna með mismunandi gatastærðum. Með því að auka þykkt eða breyta samsetningu fitusæknu himnunnar var einnig hægt að hafa áhrif á hindrunareiginleika C/ON himnunnar. Ályktanir: C/ON himnurnar hafa það framyfir önnur himnulíkön að það er mögulegt að rannsaka hindrun vegna fituhimnu og hindrun vegna kyrrstæða vatnslagsins á gegndræpni himnu fyrir lyfjum óháð hvort öðru. Við teljum C/ON himnurnar vera raunhæfan kost til að skima fyrir jákvæðum flæðieiginleikum lyfja úr lyfjaformum. E 86 Rannsókn á örveruinnihaldi kítósans Freyja Jónsdóttir', Skúli Skúlason1-3, Þórdís Kristmundsdóttir', W. Peter Holbrook2 'Lyfjafræðideild og 2tannlæknadeild HI, 3Líf-Hlaup ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Kítósan er fjölsykra sem er framleidd með N- deasetýleringu á kítíni en kítíni er unnið úr skel krabbadýra. Kítósan býr yfir margvíslegum eiginleikum sem hefur leitt lil vaxandi áhuga á að nota það sem hjálparefni í lyfjagerð. Við þróun aðferðar til framleiðslu kítósanhimna til lyfjagjafar í munnhol bentu niðurstöður til þess að mengun væri í efninu. Rannsóknin beindist þá að því kanna um hvaða mengun væri að ræða og hvort kítósan standist gæðakröfur sem gerðar eru til hráefnis í lyfjagerð. Efniviður og aðferöir: Kítósan var frá Primex. Ræktað var úr kítósani á föstu formi á Brain Heart Infusion Broth og síðan sett á blóðagar; kítósan í mismunandi leysum var einnig ræktað á blóðagar. Kítósanið var hreinsað með sæfingu, UV-geislun og síun. Niðurstöður: Mikill og fjölbreytilegur gróður ræktaðist úr kítósanlausnunum og úr föstu efninu. Við smásjárskoðun sáust meðal annars Bacillits tegundir, Micrococcus spp., Psettdomonas spp auk þess sem töluvert magn af bakteríugróum var í lausnunum. I lyfjagerð á íslandi sem og annars staðar í Evrópu er miðað við kröfur Evrópsku lyfjaskrárinnar til lyfja og hjálparefna. Ekki reyndist unnt að skera úr um hvort kítósan stenst þær kröfur því talning reyndist erfið vegna þess hve fast örverurnar hanga á kítósanflögum og því er talning þeirra ef til vill verulega vanáætluð. Ályktanir: Draga má þá ályktun af niðurstöðum örveru- rannsóknarinnar að kítósanið sem unnið var með í rann- sókninni henti ekki til lyfjagerðar að óbreyttu. Við vinnu á Læknahlaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.