Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 56
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ unargildi. Lýsandi tölfræði, Wilkoxon Signed Ranks Test og Spearmans rho var notað við úrvinnslu gagna með SPSS forriti 11. útgáfa. Vísindasiðanefnd (VSN 04-092-Sl) og Persónuvernd samþykktu rannsóknina. Niðurstöður: Meðal FVC og FEV, var marktækt skert (p=,044) hjá konunum. Meðaltal hárifja- og lágrifjahreyfinga í djúpri öndun var marktækt skert hjá körlunum miðað við viðmiðunargildi (p=,027 og p=,012). En meðaltal kviðar- og hárifjahreyfinga hjá konunum (p=,033 og p=,014). Allir þátttakendur voru með marktækt minni meðalinnöndunar- (kk p=,006, kvk p=,0001) og útöndunarvöðvastyrk (p=,0001). Ályktanir: Parkinsons sjúklingar eru með marktækt skertar öndunarhreyfingar og öndunarvöðvastyrk og því óskilvirkan hósta. Mat og þj álfun á öndunarhreyfingum og öndunarvöðvastyrk ætti því að vera fastur liður í meðferð Parkinsons sjúklinga. E 90 Samspil sykursýki og kæfisvefns Bryndís Bcnediktsdóttir'. ísleifur Ólafsson1-2, f’órarinn Gíslason1-3 ‘Læknadeild HÍ,2Rannsóknastofa Landspítalans, 3lungnadeild Landspítala brynben@hi.is Bakgrunnur: Offita hefur lengst af verið talin orsök skerts syk- urþols og sykursýki hjá kæfisvefnssjúklingum. Rannsóknir hafa þó leitt líkum að því að kæfisvefn sé sem slíkur, áhættuþáttur fyrir sykursýki. Pá hafa dýratilraunir bent til þess að endurtek- inn súrefnisskortur valdi bólguferlum sem hafi slæm áhrif á syk- urefnaskipti. Markniið: Að mæla fastandi blóðsykur og insúlín meðal nýgreindra og ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga í framsýnni rannsókn. Efniviður og aðferðir: Nýgreindum kæfisvefnssjúklingum, sem voru að hefja meðferð með svefnöndunartæki við lungadeild Landspítala, var boðin þátttaka. Niðurstöður: Meðal 170 sjúklinga (132 karlar og 38 konur) með nýgreindan kæfisvefn sem tóku þátt í rannsókninni, reyndust 12 vera með greinda sykursýki og á lyfjameðferð vegna þess. Af hinum 158 reyndust 12 vera með hækkað bæði insúlín og blóðsykur (7,6%) en höfðu ekki greinst áður með sykursýki. Fastandi blóðsykur yfir viðmiðunarmörkum fannst hjá 31 (20%) og 26 (16%) reyndust vera með hækkað fastandi insúlin. Þegar hópurinn með greinda sykursýki og þeir sem voru með hækkun bæði á insúlíni og glúkósa (n=57; 47 karlar og 10 konur) voru bornir saman við hina reyndust þeir vera þyngri (Body mass index 35,7+6,0 á móti 30,8+4,7, p<0,01) og hafa oftar sögu um háþrýsting (61% á móti 29%). Ekki var munur á dagsyfju mælt með Epworth Sleepiness Scale. Ályktanir: Frumniðurstöður rannsóknar okkar leiða í ljós að sykursýki og skert sykurþol séu algeng meðal kæfisvefnssjúklinga. Ætlunin er að kanna tengslin enn frekar milli sykurefnaskipta, kæfisvefns, bólguferla og áhrif meðferðar með svefnöndunartæki. á þessa þætti. E 91 Breytileiki í starfsemi æðaþels hjá kæfisvefns- sjúklingum Erna Sif Arnardóttir1, Björg Porleifsdóttir2, Þórarinn Gíslason1 'Lungnadeild Landspítala, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ ernaar@hi.is Inngangur: Þekkt er að kæfisvefn tengist auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Ein leið til að mæla slíkar líkur er að meta vanstarfsemi í æðaþeli, sem er sjálfstæður spávaldur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka starfsemi æðaþels í kæfisvefnssjúklingum fyrir og eftir þriggja mánaða meðferð með svefnöndunartæki (CPAP). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur, heilbrigðir karlmenn með kæfisvefn, fóru í fulla svefnrannsókn. Kvöld- (18:00) og morgunmælingar (08:00) á blóðþrýstingi og starfsemi æðaþels voru gerðar eftir >4 klukkustunda föstu með mælingu á „reactive hyperemia peripheral arterial tone index“ (RH-PAT stuðull) (Itamar Medical Ltd.). Næturþvagi var safnað að morgni til greiningar á metanepríni og normetanepríni. Niðurstöður: Fimmtán kæfisvefnssjúklingar (49 ára ±10 ár (meðaltal±SD)) hafa verið mældir fyrir og eftir meðferð í þrjá mánuði. Meðalfjöldi öndunarhléa á klukkustund lækkaði úr 45±15 í 5±4 við meðferð. Æðaþelsmælingar bentu til vanstarfsemi hjá aðeins fjórum af 15 þátttakendum, en að meðaltali var engin breyting á RH-PAT stuðli að kvöldi (2,1±0,5 og 2,0±0,6) eða morgni (2,0±0,3 og 1,9±0,3) við meðferð. Jákvæð fylgni var milli RH-PAT breytinga að kveldi við meðferð og systólísks (r=0,55 p=0,04) og díastólísks blóðþrýstings (r=0,54 p=0,05) fyrir meðferð. Sami þáttur sýndi einnig jákvæða fylgni við magn metanepríns (r=0,68 p=0,01) og normetanepríns (r=0,60 p=0,03) í þvagi fyrir meðferð. Ályktanir: Áhrif kæfisvefns á hjarta- og æðastarfsemi hjá okkar rannsóknarhópi, kæfisvefnssjúklingum, sem eru að öðru leyti frískir, virðast vera minni en áður hefur verið lýst. Þeir kæfisvefnssjúklingar, sem fyrir meðferð hafa hærri blóðþrýsting og merki um aukið sympatískt álag sýna frekar bætta æðaþelsstarfsemi við meðferð. Erfðafræðilegur breytileiki gæti skýrt þennan mun. E 92 lnterleukin-6 (IL-6) hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu Sigurður Jumes Þorleifsson1, Bryndís Benediktsdóttir1, Þórarinn Gíslason1-2, ísleifur Ólafsson3 'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, 3klínísk lífefnafræðideild Landspítala sjth@hi.is Inngangur: Interleukin-6 (IL-6) er forveri bólguboðefna (proinflammatory cytokine) sem tekur þátt í líffræðilegum ferlum sem tengjast langvinnri bólgu og hafa rannsóknir sýnt að IL-6 er hækkað við marga langvinna bólgusjúkdóma. Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti teppusjúkdóma í lungum svo sem langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu og lokastigs astma. Langvinn lungnateppa einkennist af óafturkræfri versnandi 56 Lækna blaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.