Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 62
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H ( E106 Glerungseyðing íslenskra barna, niðurstöður úr landsrannsókn á munnheilsu íslendinga, MUNNÍS Inga B. Árnadóttir', Helga Ágústsdóttir2 *. Hólmfríður Guðmundsdóttir’, Hafsteinn Eggertsson4, Sigurður Rúnar Sæmundsson', Sigfús f>ór Elíasson', Peter Holbrook' 'Háskóli íslands, 2Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, ’Lýðheilsustöð og Miðstöð tannverndar,4Indiana University School of Dentistry iarncid@hi.is Inngangur: Tilgangur landsrannsóknar á munnheilsu Islendinga, MUNNÍS, var að afla upplýsinga um munnheilsu barna og unglinga á landsvísu. Eitt af aðalmarkmiðum rannsóknarinnar var að mæla algengi glerungseyðingar í fullorðinstönnum. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak 20% barna á aldrinum sex, 12 og 15 ára á íslandi var valið. Samtals 2.256 börn í fyrsta, sjöunda og tíunda bekk víðs vegar um landið. Skoðanir fóru fram í færanlegum tannlæknastól í grunnskólum. Eftir tannhreinsun hjá tannfræðingi voru öll börnin skoðuð af sama tannlækni. Glerungseyðing var greind eftir staðsetningu og alvarleika með sömu aðferð og var notuð í fyrri rannsóknum á glerungseyðingu hér á landi (modified scale of Lussi) Niðurstöður: Glerungseyðing greindist ekki í fullorðinstönnum sex ára barna en hjá 14,8% 12 ára barna. Piltar voru með hærra hlutfall en stúlkur (19,0% pilta, 9,8% stúlkna, p<0,001; %2). Glerungseyðing greindist hjá 30% 15 ára unglinga (37,4% pilta, 22,5 % stúlkna, p<0,001; yj). Þær tennur sem oftast greindust með glerungseyðingu voru neðri góms sex ára jaxlar. Alyktanir: Hér er um að ræða rannsókn með nægilegt stórt úrtak á landsvísu til að hægt sé að draga af henni ályktanir fyrir börn og unglinga á þessum aldri á Islandi. Glerungseyðing greindist hjá 30% 15 ára og 15% 12 ára barna og hjá nær tvöfalt fleiri piltum en stúlkum. Petta er hærra hlutfall og önnur dreifing milli tannsvæða en áður hefur komið fram í rannsóknum á unglingum á þessum aldri á íslandi. E107 Tíðni tannátu í fullorðinstönnum hjá börnum og unglingum, niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munn- heilsu íslendinga Sigfús Þór Elíasson', Helga Ágústsdóttir2, Hólmfríður Guðmundsdóttir’, Inga B. Árnadóttir',Sigurður Rúnar Sæmundsson', Peter Holbrook* 1, Stefán Hrafn Jónsson’, Hafsteinn Eggertsson4 'Tannlæknadeild HÍ, ’Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, ’Lýðheilsustöð og Miðstöð tannverndar, ’lndiana University, School of Dentistry sigfuse@hi.is Inngangur: Markmið Munnís rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um munnheilsu íslendinga. í þessum fyrsta hluta rannsóknarinnar var tannátutíðni mæld hjá sex, 12 og 15 ára börnum og unglingum. Efniviður og aöferðir: Slembiúrtak 20% grunnskólanema var valið úr fyrsta (sex ára),sjöunda (12 ára) og tíunda (15 ára) bekk. Skoðaðar voru fullorðinstennur í samtals 2.256 einstaklingum. Ný sex flokka sjónræn greiningaraðferð var notuð (International Caries Detection & Assessment System-ICDAS) sem gefur aukna möguleika á snemmgreiningu jafnt sem greiningu á lokastigum tannátu. Skoðun fór fram í grunnskólum í færanlegum tannlæknastól. Greining munnástands allra barnanna var gerð af einum og sama tannlækninum eftir tannhreinsun. Helstu niðurstöður: Til einföldunar var flokkum tannátu skipt í tvennt: byrjandi tannátu (D| 2) og tannátu sem þarfnast viðgerða (D3 6). Hjá sex ára börnum mældist D3 6MFT 0,16 (0,7), hjá 12 ára 1,43 (2,0) og 2,74 (3,4) hjá 15 ára unglingum. D3 6MFS mældist 0,25 (1,3) hjá sex ára, 2,14 (3,6) hjá 12 ára og 4,12 (6,1) hjá 15 ára. Hlutfall einstaklinga án viðgerða og tannátu sem þarfnast viðgerða (D3 6MF=0) var 91,4% af sex ára, 47,8% af 12 ára og einungis 35,5% af 15 ára hópnum. Sé tannáta á byrjunarstigi einnig tekin með (D, 6MF=0), lækkar hlutfallið í71,7% af sex ára, 22,1% af 12 ára og 16,25% af 15 ára hópnum. Ályktanir: Tannátutíðni lækkaði hratt á árunum 1986 -1996. Nú virðist hafa hægt rnikið á þessari þróun og tannátutíðni jafnvel hækkað hjá yngsta aldurshópnum, en tannátutíðni í þeim aldurshópi er talin hafa forspárgildi fyrir unglingsárin. E 108 Líkamleg frávik og líkamsímynd unglinga: Niðurstöður landskönnunar í níunda og tíunda bekk Rúnar Vilhjálmsson1. Guðrún Kristjánsdóttir1'2 1 Hj úkrunarfræðideild, ’Landspítali nmarv@hi.is Inngangur: Líkamsvöxtur einstaklinga er með ýmsu móti. Þegar hann víkur frá því sem gerist og gengur má segja að um líkamleg frávik sé að ræða. Slík frávik eru alla jafna sýnileg og geta kallað fram neikvæð eða jákvæð viðbrögð annarra. Á unglingsaldri eiga sér stað miklar breytingar á líkamsþroska sem beina athygli unglingsins að líkamanum. Jafnframt skiptir flesta unglinga miklu að falla inn í félagahópinn og skera sig ekki úr. Rannsóknir benda til að vöxtur og útlit geti haft mikil áhrif á sjálfsviðhorf og líðan, ekki síst á unglingsaldri. Rannsóknin athugaði tengsl milli þess að vera smávaxinn, hávaxinn, þybbinn/feitur, horaður, léttur og þungur á líkamsímynd pilta og stúlkna Efniviöur og aðferðir: Spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á öllu landinu. Heimtur voru 92% (3.898 einstaklingar). Spurt var meðal annars um líkamsímynd með fimm atriða kvarða. Einnig var spurt um þyngd og hæð og reiknaður smár og hár vöxur, lítil og mikil þyngd og megurð og ofþyngd/offita (efstu og neðstu 5% og 15% miðað við aldur og kyn). Sambönd voru athuguð með fylgnireikningum og aðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstööur: Líkamsímynd stúlkna reyndist mun neikvæðari en pilta. Þeir sem voru þungir höfðu neikvæðari líkamsímynd en aðrir, og þeir sem voru hávaxnir höfðu jákvæðari líkamsímynd. Stuttur vöxtur hafði verri áhrif á líkamsímynd pilta en stúlkna, en megurð tengdist betri líkamsímynd stúlkna en verri líkamsímynd pilta. Ályktanir: Kynferði og líkamleg frávik hafa mikið að segja um líkamsímynd unglinga. Ástæða er til að gefa nánari gaum að neikvæðri líkamsímynd stúlkna almennt og jákvæðum áhrifum megurðar á líkamsímynd þeirra. Þá eru neikvæð áhrif stutts vaxtar á líkamsímynd pilta einnig athugunar verð. 62 Læknablaðið/fyloirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.