Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 63
AGRIP ERINDA / XIII. VÍSIN DARÁÐSTEFNA H I E109 Matarvenjur skólabarna á unglingsaldri. Fræðileg greining Guðrún Margrél Gunnsteinsdóltir12, Guðrún Kristjánsdóttir1'2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að matarvenjur hafi áhrif á heilbrigði og námsframmistöðu barna. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvernig breytingar unglingsáranna í samspili við félagslegt umhverfi og skóla hafa áhrif á matarvenjur þeirra og hvaða þættir séu þar sem skipa lykilhlutverki í mótun matarvenja. Efniviður og aðferðir: Fræðilegu efni var safnað í gegnum gagnasöfnin PubMed, ProQuest og OVID. Heimildarleit gaf 29 greinar; 21 rannsókn, fimm fræðilegar greinar og þrjár með almennri umfjöllun. Vettvangsathugun var gerð í fjórum grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nágrenni. Rætt var við skólastarfsmenn, kennara, skólahjúkrunarfræðing og 12 nemendur úr 9. og 10. bekk sem mynduðu fjóra rýnihópa. Stuðst var við efnisflokka í niðurstöðum heimildagreiningar í greiningu gagna. Helstu niðurstöður: Efni heimildanna skiptist í fjóra flokka; matarvenjur skólabarna (50%) og þættir sem tengjast matarvenjum barnanna; einstaklingsbundnir þættir (72%), þættir í félagslegu umhverfi (62%) og skólatengdir þættir (56%). Samtöl við skólastarfsmenn og nemendur staðfestu þá efnisflokka sem heimildir fjalla um, þó með ólíkum hætti. Skynjun og upplifun á aðstæðum við skólamáltíðir, gildi umhverfis, aðgengis, sjálfstæðis og sjálfsmyndar var áréttað með samtölum nemenda í rýnihópum en minna var gert úr gildi foreldra og fjölskyldu fyrir mataræði þeirra. Fræðsla um mataræði er ekki fyrirferðarmikil í samtölum, hvorki við nemendur né starfsfólks, en ljóst er að þessir aðilar hafa ólíka sýn á matarvenjur skólabarna. Ályktanir: Rannsóknir benda til að matarvenjur raskist verulega á unglingsárum. Matarvenjur ráðast af einstaklingsbundnum þáttum, jafnt sem félagslegu og samfélagslegu umhverfi þeirra, þar sem fjölskylda og skóli gegna veigamiklu hlutverki þó svo að börnin sjálf séu ekki meðvituð um það. Niðurstöður benda einnig til að skólinn geti haft áhrif á matarvenjur unglinga með því aðgengi sem hann veitir að mat og því umhverfi og leiðsögn sem hann býður nemendum sínum í tengslum við máltíðir og matartíma. Þar skipa skólahjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í samhæfingu og ráðgjöf. E 110 Kynheilbrigðisþjónusta. Sjónarhorn unglinga ^óley S. Bendcr Hjúkrunarfræðideild HÍ ssb@hi.is Inngangur: Alþjóðlegar samþykktir hafa verið gerðar um naikilvægi sérstakrar kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga og úhersla lögð á nauðsyn þess að taka mið af viðhorfum þeirra við þfóun slíkrar þjónustu. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða viðhorf unglinga hér á landi til kynheilbrigðisþjónustu. Efniviður og aðferðir: Tekin voru viðtöl við 12 rýnihópa unglinga. Þátttakendur voru frá Stór-Reykjavíkursvæðinu og landsbyggðinni. Þeir voru á aldrinum 15-21 ára, alls 90 einstaklingar. Viðtölin voru um ein klukkustund að lengd, skráð orðrétt og greind eftir þemum. Niðurstöður: Fram komu alls fjögur meginþemu varðandi þjónustuna, nálgun þjónustunnar, gæði þjónustunnar, sérþarfir unglinga og framtíðarskipulag. Nálgun þjónustunnar er þeim misauðveld. Þeir nefna hindranir eins og örðugleika við að fá tíma á heilsugæslustöðvum, óhentugan opnunartíma, erfiða reynslu af þjónustunni og kostnað. Sérþarfir unglinga birtast meðal annars á þann hátt að því yngri sem þeir eru þeim mun feimnari og óframfærnari eru þeir og eiga erfiðar með að nálgast og nota þjónustuna. Þeir eiga jafnframt í örðugleikum með að sækja þjónustu sem er opin til fjögur á daginn. Varðandi gæði þjónustunnar leggja þeir áherslu á trúnað, borin sé virðing fyrir þeim, framkoma sé fordómalaus og að umhverfið sé þeim vinveitt. í framtíðinni vilja þeir hafa greitt aðgengi að þjónustunni og hún sé í notalegu og hlýlegu umhverfi. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að ýmislegt þurfi að bæta til að koma betur til móts við þennan hóp á þessu sviði og stuðla þannig að ábyrgari notkun getnaðarvarna. Mikilvægt er að taka mið af viðhorfum og sérþörfum þeirra við skipulagningu þjónustunnar, eins og hver veitir þjónustuna, hvenær hún er opin og hvernig er hugað að gæðum hennar. E 111 Heilsutengdir lífstílsþættir meðal ungmenna á íslandi. Niðurstöður úr landskönnun Ingibjörg Katrin Stefánsdóttir1, Rúnar Vilhjálmsson2 ‘St.Franciskusspítala í Stykkishólmi,;hjúkrunarfræðideild HÍ nmarv@hi.is Inngangur: Rannsókninni var ætlað að skoða heilsutengda hegðunarþætti meðal 18-24 ára ungmenna á íslandi. Fjöldi ólíkra breytna er varða jákvæða og neikvæða heilsutendga hegðun var athugaður. Leitað var svara við því hvort ólíkur lífsstíll liggi að baki heilsutengdri hegðun hjá þessum aldurshópi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var unnin upp úr gögnum landskönnunarinnar „Heilbrigði og lífskjör íslendinga“. Heildarúrtakið var 18 til 75 ára íslendingar, valdir með tilviljunaraðferð úr Þjóðskrá (N=1.924, heimtur 69%). í rannsókninni var athugað undirúrtak ungmenna 18 til 24 ára (N=348) úr áðurnefndri landskönnun. Alls voru athugaðar 37 breytur tengdar heilsutengdri hegðun. Leitandi þáttagreining (exploratory principal component factor analysis) var notuð til að þáttagreina heilsutengdu hegðunaratriðin. Niðurstöður: Þáttagreiningin leiddi í ljós fjóra heilsutengda þætti: 1. hreyfingu, 2. óhollar fæðuvenjur, 3. ávanaefnanotkun og 4. hollar fæðuvenjur. Þættirnir fjórir skýrðu 35,3% af heildarbreytileika atriðanna (item variance). Meðal Chronbachs alpha fyrir þættina fjóra var ,69. Fylgni milli þátta var almennt veik. Ályktanir: Ólíkir heilsutengdir lífsstflsþættir liggja að baki hinum ýmsu heilsutengdu hegðunarþáttum ungmenna á íslandi. Greining á jákvæðum og neikvæðum heilsutengdum þáttum nýtist við að auðkenna áhættuhópa ungmenna. Veik fylgni milli Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.