Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 64
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H[ þátta og hátt hlutfall óútskýrðs breytileika milli atriða bendir til þess að taka verði tillit til einstakra hegðunarþátta um leið og heilsutengd hegðun er skoðuð í stærra samhengi lífsstflsþátta. I mörgum tilvikum kemur fram ósamræmi í heilsutengdri hegðun á þá leið að einstaklingar stunda bæði jákvæða og neikvæða hegðun. E 112 Einstofna mótefnahækkun. Náttúrulegur gangur skoðaður á aftursýnan hátt Hlíf Steingríinsdóttir12, Vilhelmína Haraldsdóttir', ísleifur Ólafsson1, Vilmundur Guönason’, Helga M.Ögmundsdóttir” 'Landspítali, ’Háskóli íslands, ’Hjartavernd, ’Krabbameinsfélag íslands hlifst@landspitali. is Inngangur: Líkur á að góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) þróist yfir í illkynja mergæxli (MM) eða Waldenströms sjúkdóm (WM) eru um það bil 1% á ári. Þrátt fyrir þessa vitneskju, er ekki vitað hversu stórt hluti sjúklinga með MM og WM hefur áður haft MGUS. Aftursýnni nálgun er beitt til að skoða náttúrulegan gang MGUS með það markmið að áætla hlutfall MM og WM með MGUS forboða. Efniviður og aðferðir: Listar yfir alla sjúklinga, sem greindust með MM og WM frá árinu 1955, voru fengnir hjá Krabbameinsskrá og bornir saman við skrá yfir sýni sem safnað var í tengslum við Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Frá 66 sjúklingum með MM og 10 með WM, fundust sýni sem var safnað á árunum 1967 til 1995. Prótein rafdráttur og „immunofixation" var gerð á öllum sýnunum og tveimur pöruðum viðmiðum. Niðurstöður: Með rafdrætti greindust einstofna mótefni í 28% til- fella (n=21, MM=20, WM=1) og 1,3% viðmiða. Með immunofix- ation greindist einstofna mótefni í 46% tilfella (n=35, MM=32, WM=3) og 2,6% viðmiða. Tími frá sýnatöku til greiningar ill- kynja sjúkdóms var 10,14 ár (meðaltal), níu ár (miðgildi, dreifing: 1-23,5) hjá tilfellum með greinanlegt einstofna mótefni í sýninu samanborið við 14,33 ár (meðaltal), 13,5 (miðgildi, dreifing: 1,8- 31,4) hjá þeim sem ekki voru með einstofna mótefni í sýninu. Tegund eintofna mótefnis í sýnunum var IgA í 33,4%, IgG í 57% og IgM í 8,5% tilfella. Ályktanir: 1. Tæplega helmingur MM tilfella hefur MGUS forboða. 2. Tíðni MGUS hjá viðmiðum var svipuð og í öðrum stærri rannsóknum. 3 Tíðni IgA einstofna mótefnis hjá MM tilfellum með MGUS forboða var hærri en lýst er við MGUS almennt sem endurspeglar niðurstöður stórra rannsókna sem hafa sýnt að áhættan á þróun úr MGUS yfir í MM eru mest ef mótefnið er af IgA gerð. E 113 Ónæmiskerfi þorsks (Gadus morhua L.). Rannsóknir á náttúrulegum mótefnum Bcrgljót Magnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bergmagn@hi.is Inngangur: Náttúruleg mótefni eru til staðar í sermi hryggdýra án utanaðkomandi ónæmisörvunar. Einkennandi er virkni gegn meðal annars hapteneruðum prótínum (til dæmis TNP-BSA), DNA og thýróglóbúlín. Náttúruleg mótefni taka þátt í fyrstu varnarviðbrögðum og stjómun stöðugleika ónæmiskerfisins (homeostasis). Mótefnamagn í sermi þorska er hátt, hann myndar veikt sérvirkt mótefnasvar en sýnir háa virkni náttúrulegra mótefna. í þessu verkefni var virkni og bindistyrkur náttúrulegra mótefna í þorski rannsökuð, bindisækni við ýmsa mótefnavaka og áhrif umhverfishita, aldurs, bólusetningar og sýkingar metin. Þá voru athuguð áhrif náttúrulegra mótefna á veirusýkingu fiskafrumulínu. Efniviður og aðferðir: Sermi úr ýmsum þorskhópum var notað. Mótefnavakar voru meðal annars TNP-BSA, chítosan, thýróglóbúlín, DNA og pólýmannuronic acid. Virkni og bindistyrkur var mældur með ónæmisþrykki og ELISA prófi og bindisækni og greining á vakakeyrðri bindisækni með ammóníum thíócyanate-losun. Áhrif þorskamótefnis á sýkingarmátt VHS fiskaveiru voru prófuð í EPC frumulínu. Helstu niðurstöður: Virkni náttúrulegra mótefna eykst með hækkandi aldri, hækkandi umhverfishita og eftir sýkingu. Náttúrulegt mótefnasvar hermdi eftir dæmigerðu sérvirku svari í kjölfar bólusetningar, sérstaklega við hærri umhverfishita. í bólusetningar- og sýkingartilraun virtist sérvirkt svar bæla náttúrulega mótefnavirkni. Mótefni með háa virkni gegn TNP- BSA dró meira úr veirusýkingu en mótefni með lága virkni gegn TNP-BSA. Ályktanir: Engar haldgóðar skýringar eru á því af hverju þorskur myndar lélegt sérvirkt mótefnasvar. Þessar niðurstöður sýna að náttúruleg mótefni gætu við ákveðnar aðstæður gegnt hlutverki sérvirkra mótefna en þegar sérvirk mótefni myndast sé það á kostnað náttúrulegra mótefna. E 114 Ónæmiskerfi þorsks (Gadus morhua L.). Rannsóknir á bráðasvari Bcrglind Gísladóttir1, Sigríður Guðmundsdóttir1, Zophonías O. Jónsson2, Bergljót Magnadóttir1 'Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2Líffræðistofnun HÍ bergmagn@hi.is Inngangur: Bráðasvar er þekkt ónæmisviðbragð hjá fiskum og verður í kjölfar áverka, álags eða sýkinga. Bráðasvari fylgir aukning á bráðaprótínum eins og pentraxínum, það er C-reactive prótín (CRP) og serum amyloid P (SAP). Vísbendingar eru um að CRP aukist í þorskasermi til dæmis í kjölfar sýkingar. í þessu verkefni voru pentraxín einangruð úr þorskasermi, gerð þeirra skilgreind, þreifarar útbúnir og sérvirk mótefni framleidd. Bráðasvar var framkallað í þorski og áhrif á magn og tjáningu pentraxína greind svo og áhrif á átfrumuvirkni. Efniviður og aðferðir: Pentraxín voru einangruð úr þorskasermi með sértækri- og jónskiptasúlum. Sannprófun var meðal annars með N-enda amínósýru- og MALDI-TOF MS greiningum. CRP og S AP vísar voru hannaðir eftir amínósýrugreiningu og míníprep útbúin. Framleidd voru sérvirk mótefni gegn pentraxínum og Grip-ELISA þróuð til að magnmæla CRP í sermi. Bráðasvar var framkallað í 125g þorskum sem voru sprautaðir í vöðva Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.