Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 66
AGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameinstilfella tilheyra fjölskyldum með háa tíðni meinsins. Skýra má allt að helming þeirra með kímlínustökkbreytingu í BRCAl- og BRCA2- genunum. Ekki hefur tekist að finna önnur gen sambærileg BRCA1 og BRCA2 sem skýra tilurð sjúkdómsins í hinum helmingnum. Markmið rannsóknarinnar er að bera saman tíðni og dreifingu erfðabrenglana í brjóstakrabbameinsæxlum fjölskyldna með 1) kímlínustökkbreytingu í BRCA\- eða BRCA2-geni, 2) tíð mein án B/?C/U/2-kímlínubreytingar (BRCAX) og 3) stakstæð (spo- radisk) brjóstakrabbamein. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr fersk-frosnum æxlisvef: BRCA1 (n=24), BRCA2 (n=17), BRCAX (n = 89) og stakstæð viðmiðunarsýni (n=53). Framk væmd var örflögurannsókn (array-CGH). Örflögurnar samanstóðu af yfir 32.400 BAC- klónuðum þreifurum með um 45 kb. upplausn. Örflögurnar voru skannaðar inn í tölvu (Agilent microarray scanner), niðurstöður villurýndar (GenePix Pro) og gögnum hlaðið inn á BASE (Bio Array Software Environment) til leiðréttingar á bakgrunni og stöðlunar. CGH-plotter hugbúnaðurinn var notaður til kortlagningar erfðabrenglana. Niðurstöður: Tíðni erfðabrenglana er hærri hjá BRCAl- og B/?C42-hópunum miðað við BRCAX og stakstæða hópinn. í samanburði við stakstæða hópinn eru úrfellingar á litningi 4 og 5q einkum einkennandi fyrir BRCAl hópinn en fyrir BRCA2 hópinn mögnun á 20q og úrfelling á 13q. BRCAX hópurinn sker sig ekki afgerandi frá stakstæða hópnum hvað varðar tíðni brenglana og staðsetningu þeirra. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að þau gen sem hafa áhrif til myndunar brjóstakrabbameins í fjölskyldum sem ekki skýrast af stökkbreytingum í BRCAl og BRCA2 séu mörg hver þau sömu og hafa áhrif í stakstæðum æxlum. Þær staðfesta einnig mjög háa brenglunartíðni BRCA1 og BRCA2 æxla sem end- urspegla aftur mikilvægi þeirra í DNA-viðgerðaferli frumnanna. E 118 Sjö ára yfirlit útskriftargreininga á bráðamóttöku Oddný S. Gunnarsdóttir'.Vilhjálmur Rafnsson2 ‘Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar, Landspítala, 2rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ vilraf@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa mynstri útskriftargreininga þeirra sem sendir eru heim af bráðamóttökunni. Efniviður og aðferðir: Petta er lýsandi rannsókn, sem byggir á tölvufærðum sjúkragögnum á bráðamóttökunni á Landspítala Hringbraut á sjö ára tímabili 1995 til 2001. Fyrstu sjúkdómsgreiningum þeirra, sem útskrifaðir voru heim og skráðar voru eftir Alþjóðlegu sjúkdóms- og dánarmeinaskránni, var breytt í aðalgreiningarflokka samkvæmt Evrópu-stuttlista. Breytingar á hlutfallslegum fjölda útskriftargreininga í hverjum flokki á rannsóknartímanum (1995 til 2001) voru skoðaðar og reiknað kíkvaðrat fyrir línulega stefnu hvers greiningarflokks. Niðurstöður: Hlutfall notenda móttökunnar sem útskrifaðir voru heim jókst á tímabilinu. Á árinu 1995 voru 54,5% af sjúklingunum send heim en 72,5% á árinu 2001. Greiningar í flokknum Einkenni, merki, óeðlilegar rannsóknarniðurstöður og illaskilgreindar ástœður, voru oftast notaðar bæði fyrir konur og karla. Þessi flokkur var notaður í meir en 20% tilfella að meðaltali. Markverðasta breytingin á tímabilinu var aukningin á greiningum í þessum flokki bæði meðal kvenna og karla. Ályktanir: Hlutfall notenda bráðmóttökunnar sem voru útskrifaðir heim en ekki lagðir inn á einhverja deild sjúkrahússins jókst og varð meir en 70% af þeim sem komu á bráðamóttökuna. Tuttugu prósent af útskriftargreiningunum voru í flokknum Einkenni, merki, óeðlilegar rannsóknarniðurstöður og illa skilgreindar ástœður, það er að segja ekki með ákveðna sjúkdómsgreiningu. Mynstur útskriftargreininganna endurspeglar að líkindum aukið álag á bráðamóttökuna. E 119 Faraldsfræði millivefslungnabólgu á íslandi 1984- 2003 Jónas Geir Einarsson', Helgi J. ísaksson2, Friðrik E. Yngvason 3,Thor Aspelund4 Gunnar Guðmundsson1-5 ■Lungnadeild, Landspítala, 2rannsóknastofa í meinafræði Landspítala, 3Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 4Hjartavernd, 'Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, HÍ jonasge@internet. is Inngangur: Millivefslungnabólgur (MVL) af óþekktum orsökum (idiopathic interstitial pneumonias) eru sjaldgæfir lungnasjúkdómar með miklum einkennum og hárri dánartíðni. Faraldsfræði þessara sjúkdóma er lítið þekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði sjúkdómsins hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn á millivefslungnabólgu á íslandi yfir 20 ára tímabil. Faraldsfræði og lifun voru könnuð. Gerð var leit í skráningarkerfi Rannsóknarstofu í meinafræði að sjúklingum með lungnatrefjun. Greiningarnúmer í ICD kerfi voru athuguð á Landspítala og FSA. Allar sjúkraskýrslur voru skoðaðar, vefjasýni voru endurskoðuð og myndrannsóknir skoðaðar. Sjúklingar voru flokkaðir samkvæmt ströngum greiningarskilmerkjum og flokkaðir eftir áreiðanleika greiningar (öruggir, líklegir, mögulegir) Niðurstöður: Eftir endurskoðun gagna uppfylltu 79 sjúklingar greiningarskilmerki fyrir M VL. Fjörutíu og þrír voru með örugga (definite)greiningu,24vorulíklegir(probable)ogl2vorumögulega (possible) með MVL. Með venjulega millivefslungnabólgu (UIP) voru 34, með ósértæka millivefslungnabólgu (NSIP) voru þrír, með flagnandi millivefslungnabólgu (DIP) voru tveir, fjórir höfðu endastigstrefjun og 36 höfðu ekki vefjafræðilega greiningu en uppfylltu klínísk og myndræn greiningarskilmerki. Karlar voru 43 og konur 36. Meðalnýgengi var 1,5/100.000 íbúa á ári (95% öryggismörk (CI): 1,20-1,87). Algengi jókst jafnt og þétt á tímabilinu og var hæst 10,8/100.000. Meðalaldur við greiningu var 71 ár. Stöðluð dánartíðni (standardized mortality ratio) var 3,7 (95% öryggismörk: 2,9-4,8), sem er mun hærra en í almennu þýði (p<0,0001). Ályktanir: Nýgengi og algengi MVL var nokkuð lægra en í erlendum rannsóknum . Þetta getur verið vegna strangra greiningarskilmerkja og mismunandi þýða. Dánartíðni var há. 66 læ knablaðið/fvlgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.