Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 72
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Greining á genatjáningu með örflögum sýnir að A163-S1 hefur 17 yfirtjáð gen, þar af eru 14 á litningi 7, þar með talið viðtakinn fyrir EGF (EGFR). Litningagreining leiddi í ljós stækkaðan litning 7q og FISH greining sýndi mikla mögnun á EGFR-geninu á 7q í A163-S1. Alyktanir: í samantekt þá höfum við komið á fót nýrri basal- líkri brjóstaþekjufrumulínu frá sjúklingi með sterka ættarsögu um brjóstakrabbamein. Brottnám EGF úr frumuætinu leiddi til litningabrenglunar og mögnunar á EGF viðtakanum. Áframhaldandi rannsóknir miða að því að kanna vöxt A163 og A163-S1 í músum og nýta frumulínurnar til að skilgreina betur þær breytingar sem eiga sér stað við myndun æxlisvaxtar í brjóstkirtli. E 134 c-Myc mögnun og hTERT tjáning í brjóstaæxlum Sigríður Klara Böðvarsdóttiru, Margrét Steinarsdóttir3, Hólmfríður Hilmarsdóttir1-2, Jón Gunnlaugur Jónasson1'4, Jórunn Erla Eyfjörðu 'Læknadeild HI, 2Rannsóknastofa HÍ og Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffæði, ’litningarannsóknadeild Landspítala, 4meinafræðideild Landspítala skb@krabb.is Inngangur: Flókið ferli litningaóstöðugleika, mögnunar æxlisgena eins og c-Myc, virkjun telomerasa og áhrif p53 hafa ekki enn verið að fullu skýrð í brjóstaæxlum. c-Myc örvar tjáningu á virku einingu telomerasans, hTERT, sem hefur gagnverkandi áhrif á p53. Brjóstaæxli með þekktan litningaóstöðugleika voru valin í þessa rannsókn til að kanna tengsl c-Myc genamögnunar við hTERT tjáningu við mismunandi stig í framþróun brjóstaæxla. Efniviður og aðferöir: Genamögnun á c-Myc var greind í 27 paraffín steyptum brjóstaæxlum með FISH (fluorescense in situ hybridization) aðferð og hTERT litun var framkvæmd á alls 103 brjóstaæxlum. Öll brjóstaæxlin voru greind með tilliti til stökkbreytinga í TP53, DNA stuðuls, S-fasa ogTNM stigunar. Helstu niðurstöður: Mögnun á c-Myc geni greyndist vera til stað- ar í 59% (16/27) æxlanna og tengdist marktækt lágri TNM stigun, I & II (p<0,05), DNA stuðli yfir 1,5 (p<0,05) og S-fasa hlutfalli yfir 5% (p<0,05). Engin tengsl funust milli c-Myc mögnunar og hTERT litunar eða TP53 stökkbreytinga. Greining á hTERT litun í 103 brjóstaæxlum sýndi mikla litun í 58% æxlanna. Mikil hTERT litun tengdist DNA stuðli yfir 1,5 (p<0,05), S-fasa hluta- falli yfir 5% (p=0,056) og TP53 stökkbreytingum (p<0,05). Engin tengsl fundust milli hTERT litunar ogTNM stigunar. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að c-Myc mögnun eigi sér stað snemma við myndun brjóstaæxla og tengist litningaóstöðugleika og örari æxlisvexti. Við framvindu brjóstaæxla virðist c-Myc mögnun svo fjara út samfara virkjun á hTERT. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að hTERT virkni virðist vera haldið niðri af p53. E 135 Áhrif BRCA2 stökkbreytinga á frymisskiptingar Asta Björk Jónsdóttir1'2-1, Károly Szuhai2, Hans J. Tanke2, Jórunn Erla Eyfjörð1-3 'Læknadeild HÍ, 2Department of Molecular Cell Biology, Leiden University Medical Center, ’Rannsóknastofa HÍ og Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði astajo@hi.is Inngangur: Arfgengar stökkbreytingar í æxlisbæligeninu BRCA2 auka mjög áhættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum. Sýnt hefur verið fram á að BRCA2 gegni hlutverki við viðgerð á DNA brotum og að BRCA2 stökkbreytingar tengist óstöðugleika erfðaefnis. Rannsóknir á nagdýrafrumum benda til að BRCA2 gegni einnig hlutverki í lokaskrefum frumuskiptingarferils. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hlutverk BRCA2 próteinsins við frymisskiptingar í mönnum. Efniviður og aðferðir: Óumbreyttar bandvefsfrumur úr arfberum BRCA2 stökkbreytinga, íslenskra og hollenskra, og viðmiðum sem ekki bera slíkar stökkbreytingar voru rannsakaðar með myndgreiningu á lifandi frumum (live-cell imaging). Notað var Leica AS MDW smásjárkerfi þar sem hægt er að stjórna aðstæðum með tilliti til hitastigs, C02 og rakastigs. Tilheyrandi tölvuforrit var notað til að búa til kvikmyndir af frumuskiptingarferlinu úr myndum sem teknar voru af 20 mismunandi staðsetningum á ræktunarskál með sýnilegu ljósi (bright field light) á fimm mínútna fresti. Fylgst var með frumuskiptingahraða frumnanna í allt að 24 klukkustundir í senn. Niðurstöður: Bandvefsfrumur úr arfberum reyndust vera mark- tækt lengur að ljúka við frumuskiptingar borið saman við viðmið- in. Frumuskiptingahraði arfbera, bæði hollenskra og íslenskra, var 30 mínútur að miðgildi en 25 mínútur hjá viðmiðum (p ,000). Hins vegar var ekki munur milli mismunandi BRCA2 stökkbreyt- inga, milli viðmiða eða milli endurtekinna tilrauna með hverja frumugerð fyrir sig. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að BRCA2 gegni hlutverki í lokaskrefum frumuskiptingaferilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á þetta í manna bandvefsfrumum og að manna frumur sem bera BRCA2 stökkbreytingu hafi sérstaka svipgerð. E136 Bráðfasaprótínið CRP er ekki hækkað í mígreni- sjúklingum. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar Lárus S. Giiöinimdsson1, Guömundur Þorgeirsson2-3, Magnús Jóhannssonu, Thor Aspelund3, Vilmundur Guönason2-3 'Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, HÍ, 2læknadeild HÍ, 3Hjartavernd lsg@lli.is Inngangur: Þeir sem þjást af mígreni eru í aukinni áhættu að fá heilablóðfall en ekki er vitað með hvaða hætti það gerist. Bráðfasaprótínið CRP (C-reactive protein) er áhættuþáttur fyrir heilablóðfall og það gefur vísbendingu um að bólgusvörun teng- ist sjúkdómnum. Vísbendingar fundust um að CRP væri hækkað í blóði mígrenisjúklinga hugsanlega vegna endurtekinnar bólgu í æðum, sem tengist ekki sýkingum. Niðurstöður úr lítilli rann- sókn (n=60) sýndu að CRP var hækkað í blóði mígrenisjúklinga. Því var ráðist í að athuga þetta samband í stórri faraldsfræðilegri rannsókn. Efniviður og aðferðir: Samband mígrenis og CRP var athugað 72 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.