Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 78
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
tengdri pneumókokkafjölsykru (Pnc-TT) og vernd gegn pneumó-
kokkasýkingum í nýburamúsum. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna (AbSC)
í nýburamúsum (einnar viku) eftir frumbólusetningu með Pnc-
TT (Pnc-TT) og áhrif LT-K63, samanborið við fullorðnar mýs.
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs og fullorðnar mýs voru
bólusettar undir húð (í.c.) með Pnc-TT með eða án LT-K63.
Mýs sem fengu saltvatn eða einungis LT-K63 voru notaðar sem
viðmið. Miltu voru einangruð á 14. degi eftir frumbólusetningu
nýburamúsa og 10. degi úr fullorðnum músum. Vefjasneiðar voru
litaðar með PNA, IgM og IgG. Fjöldi IgG+ AbSC í milta, sértækra
fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins, var metinn með
ELISPOT.
Niðurstöður: í Pnc-TT bólusettum nýburamúsum voru marktækt
færri PNA, IgG og IgM jákvæðar kímmiðjur en í fullorðnum og
kímmiðjurnar voru minni og form þeirra ekki eins fullmyndað og
í fullorðnum músum. Sértækar IgG AbSC voru vart mælanlegar
í nýburamúsum, einkum gegn fjölsykruhluta bóluefnisins. Þegar
ónæmisglæðirinn LT-K63 var gefinn með bóluefninu varð aukn-
ing á fjölda kímmiðja bæði í nýburamúsum og fullorðnum og ald-
ursháður munur minni. Mikilvægast var að kímmiðjur í nýburum
voru stærri og form þeirra líkara því sem sást í fullorðnum músum.
Ónæmisglæðirinn LT-K63 jók einnig marktækt fjölda IgG AbSC
gegn fjölsykru- og próteinhluta bóluefnisins í nýburamúsum.
Alyktanir: Ónæmisglæðirinn LT-K63 nær að yfirvinna takmörkun
í kímmiðjumyndun nýburamúsa og myndun fjölsykrusértækra
IgG mótefnamyndandi frumna í milta.
(p<0,05). í þeim fimm BRVO augum sem mæld voru bæði fyrir
og eftir leysimeðferð jókst Sat02 í sjúkum bláæðlingum úr 45%
í 53% (p=0,041). í stíflaða helftarbláæðlingnum mátti sjá Sat02
rísa þegar leysimeðferð var bætt við í þrepum.
Alyktanir: Með súrefnismælinum sést minnkuð súrefnismettun
eftir bláæðastíflu. Súrefnismettun eykst að nýju eftir leysimeð-
ferð.
HE 5 Súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með bláæða-
stíflu
Sveinn Hákon Harðarson', Róbert Arnar Karlsson2, Gísli Hreinn
Halldórsson2, Pór Eysteinsson', Jón Atli Benediktsson2, James M. Beach2,
Einar Stefánsson'
'Læknadeild HÍ og augndeild Landspítala, 2rafmagns- og tölvuverkfræði-
skor HÍ
sveinnlm@gmail.com
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla súrefnis-
mettun blóðrauða (Sat02) í sjónhimnu sjúklinga með stíflaða
bláæðlinga.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn er samsettur úr augn-
botnamyndavél, ljósdeili og stafrænni myndavél. Sérskrifaður
hugbúnaður vinnur úr myndum og reiknar Sat02 í æðlingum
sjónhimnu. Mælingar voru gerðar á 13 sjúklingum með stíflaða
bláæðlingsgrein (branch retinal vein occlusion, BRVO), einum
með stíflaðan helftarbláæðling (hemivein occlusion) og tveimur
með stíflaða miðbláæð sjónhimnu (central retinal vein occlusion,
CRVO).
Niðurstöður: í heilbrigðum augum sjúklinganna var Sat02 í
bláæðlingum 52+13% (meðaltallstaðalfrávik, n=12) og 54+11%
í heilbrigðum bláæðlingum í sjúkum augum (n=12). I sjúkum blá-
æðlingum var Sat02 35±20% fyrir leysimeðferð (n=10) en 53+5%
eftir leysimeðferð (n=8). Fyrir leysimeðferð var Sat02 marktækt
lægri í sjúkum bláæðlingum en í heilbrigðum bláæðlingum í
sjúkum augum (p<0,01) og í bláæðlingum í heilbrigðum augum
78 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93