Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 82
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 9 Fiskolía í fæði músa minnkar myndun kviðarhols- átfrumna á flakkboðanum MCP-1 Hildur H. Arnardóttir, Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Haröardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HI hha3@hUs Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS) eykur TNF- myndun en minnkar IL-10 myndun stað- bundinna kviðarholsátfruma músa. Hins vegar hafa áhrif hennar á flakkboðamyndun lítið verið könnuð. MCP-1 og MIP-1 eru flakkboðar sem eru meðal annars myndaðir af og hafa áhrif á átfrumur. MCP-1 er talinn ýta undir Tli2 ónæmissvar en MIP-1 undir Thl ónæmissvar. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif fiskolíu í fæði á MCP-1 og MIP-1 myndun kviðarholsátfrumna úr músum. Efniviður og aðferðir: Staðbundnar kviðarholsátfrumur voru einangraðar úr BalbC músum sem höfðu fengið fóður bætt með fiskolíu eða kornolíu. Frumurnar voru örvaðar með LPS, án eða með mótefnum gegn TNF- eða IL-10. Styrkur MCP-1 og MIP-1 var mældur í floti með ELISA aðferð. Niðurstöður: Kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu fiskolíu seyttu marktækt minna MCP-1 en kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu kornolíu. Mótefni gegn TNF- hafði ekki áhrif á MCP-1 myndun en mótefni gegn IL-10 jók MCP-1 myndun kviðarholsát- frumna úr báðum fæðuhópum. Kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu fiskolíu í fæði mynduðu heldur (ekki tölfræðilega marktækt) minna MIP-1 en kviðarholsfrumur úr músum sem fengu kornolíu. Mótefni gegn TNF- hafði ekki áhrif á myndun MIP-1 en mótefni gegn IL-10 minnkaði MIP-1 myndun kvið- arholsátfrumna úr báðum fæðuhópum. Ályktanir: Fiskolía í fæði músa minnkar myndun kviðarholsát- frumna á flakkboðanum MCP-1 og hefur tilhneigingu til að minnka myndun þeirra á MIP-1. Minni flakkboðamyndun kvið- arholsátfrumna úr músum sem fengu fiskolíu í fæði er ekki miðl- að af áhrifum hennar á myndun frumuboðanna TNF- og IL-10. V10 L-fíkólín,mannanbindilektín(MBL),komplementþættir og IgA ónæmisfléttur hjá sjúklingum með IgA nýrnamein Ragnhildur Kolka', Magnús Böðvarsson2, Sverrir Harðarson3, Sigrún Laufey Sigurðardóttir', Helgi Valdimarsson', Þorbjörn Jónsson4 Ónæmisfræðideild', lyflækningadeild2, rannsóknastofa í meinafræði3 og Blóðbankinn4 Landspítala ragnhk@landspitali. is Inngungur: IgA nýrnamein (IgA nephropathy) einkennist af IgA útfellingum í nýrnagauklum, bólgumyndun og jafnvel nýrnabilun. L-fíkólín er lítt rannsakaður þáttur ónæmiskerfisins, sem sýnt hefur verið að ræsi komplementkerfið. Komplementþættir bæði styttri ferilsins (alternative pathway) og lektínferilsins finnast í útfellingum í IgA nýrnameini. Hugsanlegt er að gölluð sykrun IgA sameinda og skert hreinsun eigi einhvern þátt í þessum útfellingum. Markmið: Að meta magn og virkni L-fíkólíns, MBL, komple- mentþátta og IgA ónæmisfléttna (IgA-IC) hjá sjúklingum með IgA nýrnamein og kanna jafnframt hvort óeðlileg sykrun IgA sameinda (glycosylation) geti verið þáttur í myndun slíkra ónæm- isfléttna. Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað úr 41 sjúklingi með IgA nýrnamein og 41 heilbrigðum einstaklingi til samanburðar. Bindigeta L-fikólíns og magn IgA-IC, MBL, C3d og C4d var mælt með ELISA aðferð. Samsætur komplementþáttar C4 (C4 alloty- pes) voru ákvarðaðar með háspennurafdrætti og ónæmislitun. Niðurstöður: Bindigeta L-fíkólíns og magn C3d og IgA-IC var marktækt aukið hjá IgA-N sjúklingum borið saman við heilbrigða (P<0,001). Hins vegar fannst ekki munur hvað varðaði MBL eða C4d. Aukin tíðni C4-núll samsæta greindist ekki hjá IgA nýrna- meinssjúklingunum borið saman við heilbrigða. Lág MBL gildi tengdust hins vegar C4 setröðinni 3311 (P=0,013). Sjá mátti tengsl milli lágra MBL gilda og C4-núll samsætna, þótt munurinn næði ekki tölfræðilegri marktækni. Unnið er að uppsetningu aðferðar til þess að meta sykrun IgA sameinda. Ályktanir: Bindigeta L-fíkólíns og magn C3d og IgA-IC í blóði er iðulega hækkað hjá IgA nýrnameinssjúklingum, jafnvel mörgum árum eftir sjúkdómsgreiningu. Þátt L-fíkólíns í komplementræs- ingu og ónæmisútfellingum í IgA nýrnameini þarf að rannsaka frekar. V11 Veirudrepandi virkni alkóhóla og fituefna gegn respiratory syncytial-veiru (RS-veiru) og parainflúensu- veiru Hilmar Hilniarsson'. Bjarki S. Traustason', Þórdís Kristmundsdóttir2, Halldór Þormar' 'Líffræðistofnun Háskólans, 2lyfjafræðideild HI hilmarh@hi.is Inngangur: Rannsóknir á náttúrulegum fituefnum og fitualkóhól- um hafa sýnt að meðallangar mettaðar fitusýrur og samsvarandi einglýseríð og fitualkóhól hafa breiða örverudrepandi virkni. í þessari rannsókn var veirudrepandi virkni fituefna og samsvar- andi alkóhóla könnuð gegn respimtory syncytial veiru (RS-veiru) og parainflúensu-veiru gerð 2. Markmiðið var að finna hvert væri virkasta efnið sem hugsanlega gæti nýst í lyfjaform og kanna áhrif efnanna með tilliti til veirudrepandi virkni í drykkjarvörum. Efniviöur og aðferðir: Stofnlausnir af l M fituefnum og fitu- alkóhólum í etanóli voru þynntar niður í 10 mM eða lægri styrk og blandað í jöfnu rúmmáli við veirur. Veirublandan var títeruð í tíföldum þynningu í Vero frumum. Títer (log10) á efna-veiru- blöndum var borinn sama við títer viðmiðunarlausna og þannig fengin út veirudrepandi virkni. Efnin voru prófuð í mismunandi tíma og við mismunandi sýrustig. Einnig var virkustu efnunum blandað við mismunandi mjólkur- og ávaxtadrykki og veiruvirkn- in könnuð. Niðurstöður: Mónókaprín, lárín sýra og lárýl alkóhól sýndu marktæka lækkun á veirutíter gegn báðum veirunum prófað í 2,5 mM styrk við 10 mínútur. Með því að breyta sýrustigi lausnanna frá pH 7 í pH 4,2 er hægt að auka veirudrepandi virkni sumra efnanna til ntuna með tilliti til minni mM styrks og styttri meðhöndlunartíma. Virkasta efnið reyndist vera mónókaprín sem er einglýserið af kaprínsýru og sýndi það einnig marktæka veirudrepandi virkni í perusafa, undanrennu og SMA (þurrmjólk fyrir börn) í tiltölulega lágum mólstyrk. 82 Læknablaðið/fyloirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.