Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 83
AGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍS NDARÁÐSTEFNA H I Ályktanir: Niðurstöðurnar gætu reynst gagnlegar við gerð nýrra lyfjaforma til forvarna gegn öndunarfærasýkingum af völdum þessara veira og jafnvel öðrum paramyxó- og myxóveirum. V12 ÓnæmisglæðirinnDC-Choleykurónæmissvarnýbura- músa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum og vernd gegn pneumókokkasýkingum Brcnda C. Adarna1-2, Hávard Jakobsen'-2, Stefanía P. Bjarnarson1-2, Jean Haensler3, Emanuelle Trannoy3, Ingileif Jónsdóttir1-2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3sanofi pasteur, Marcy TEtolie, Frakklandi ingileif@landspitali.is brenda@landspitali.is Inngangur: Ónæmisglæðirinn DC-Chol eykur blandað Thl/Th2 svar gegn ýmsum bóluefnum í fullorðnum músum. Ónæmissvör nýbura eru hæg og dauf og þörf fyrir örugga og öfluga ónæm- isglæða til að auka ónæmissvörun nýbura. Markmið rannsókn- arinnar var að kanna áhrif DC-Chol á ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT). Efniviður og aðferðir: Fullorðnar mýs og nýburamýs (einnar víku gamlar) voru bólusettar tvisvar sinnum undir húð með 0,5 pg af Pnc-TT með/án DC-Chol. Fjölsykrusértæk mótefni í sermi voru mæld með ELISA. Tveimur vikum eftir seinni bólusetningu voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum (106 CFU) og fjöldi pneumókokka í blóði og Iungum (CFU/mL) talinn. Niðurstöður: Bólusetning fullorðinna og nýburamúsa með Pnc- TT með og án DC-Chol olli marktækri hækkun á sérstækum mótefnum, miðað við óbólusettar mýs (p<0,001). Ef DC-Chol var gefið með Pnc-TT jókst mótefnasvörun í fullorðnum (p <0,001) og nýburamúsum (p=0,017) miðað við Pnc-TT eitt og sér. í nýburamúsum olli DC-Chol aukningu á IgGl ( p=0,013), IgG2a (p<0,001), IgG2b (p=0,001) og IgG3 (/7=0,003), sem endurspegl- ar aukna virkni bæði Thl og Th2- frumna. í fullorðnum músum var aukningin aðeins marktæk fyrir IgG2a (/7=0,004) og IgG3 (/7=0,005), en IgGl og IgG2b voru þegar há eftir bólusetningu með Pnc-TT án ónæmisglæðis. Bólusetning fullorðinna músa með Pnc-TT, með eða án DC-Chol, veitti fullkomna vernd gegn blóðsýkingu og bólusetning nýbura- músa dró marktækt úr blóðsýkingu (p <0,001) og þær sem fengu DC-Chol voru algerlega verndaðar. Bæði í nýburamúsum og full- orðnum dró bólusetningin úr lungnasýkingu (p <0,001). Ályktanir: Þessi rannsókn er sú fyrsta til að sýna virkni DC-Chol í nýburamúsum, en samfara aukinni mótefnamyndun fékkst stór- aukin vernd gegn pneumókokkasjúkdómi. DC-Chol virðist ákjós- anlegur ónæmisglæðir fyrir nýbura. V13 Sjúklingar með kransæðastíflu eru með lækkaðan styrk bólguþáttar C4B í blóði Perla Porbjörnsdóttir1, Karólína Einarsdóttir1, Sigurður Böðvarsson-, Sigurður Þór Sigurðarson2, Guðmundur Porgeirsson-, Guðmundur Jóhann Arason1 ‘Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2lyfjadeild Landspítala garason@landspitali.is Inngangur: Magnakerfið er öflugur bólgumiðill og kemur við sögu í meinþróun kransæðasjúkdóms. Við höfum áður lýst minnkandi tíðni arfgerðarinnar C4B*Q0 eftir rniðjan aldur meðal reykingafólks og tengt það við aukna tíðni arfgerðarinnar í sjúklingum með kransæðasjúkdóm. í þessari rannsókn er gerður beinn samanburður á styrk C4B í blóði kransæðasjúklinga og viðmiðunarhóps. Efniviður og aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng (angina pectoris), 84 með innlögn vegna hjartaáfalls, 109 með fyrri sögu um hjartaáfall og 132 heilbrigðir. C4 og C4A var mælt með ELISA aðferð, og C4B fundið með frádrætti C4A frá heildar C4. Niðurstöður: Samanburður 124 sjúklinga og 46 heilbrigðra sýnir að sterk samsvörun er milli styrks C4A og C4B í blóði og tján- ingar viðkomandi gens. Styrkur C4B/C4A var marktækt lægri í arfberum samsvarandi gens (C4B*Q0/C4A*Q0). Arfberar bættu sér upp skort á afurðinni með aukinni framleiðslu hinnar C4 gerðarinnar, en þetta var meira áberandi hjá arfberum C4A*Q0, og hjá þeim var styrkur C4 í heild hærri en þeirra sem höfðu C4B*Q0 (p=0,046). Sjúklingar með hjartaöng (N=42) höfðu sama styrk C4, C4A og C4B og heilbrigðir. Styrkur C4B (p=0,003) og heildarstyrkur C4 (p=0,001) var mun lægri í sjúklingum með kransæðastíflu (N=82) en í heilbrigðum. Þessi munur var ekki einfaldlega vegna aukinnar tíðni C4B*Q0 í sjúklingunum því styrkur C4B (p=0,005) og heildarstyrkur C4 (p=0,05) var einnig lægri hjá þeim hópi sem hafði fulla tjáningu á bæði C4A og C4B. Ályktanir: C4B og C4 í heild er lækkað í sjúklingum með krans- æðastíflu miðað við heilbrigða og sjúklinga með hjartaöng. Þessar niðurstöður er ekki unnt að skýra einungis á grundvelli aukinnar tíðni C4B*Q0 meðal sjúklinganna. V 14 Aðgengi notenda heilbrigðisþjónustu að eigin heilsu- farsupplýsingum og þjónustu á netinu Gyða Halldórsdóttir, Ásta St. Thoroddsen Hjúkrunarfræðideild HI gyda@hi.is Inngangur: Rafræn samskiptatækni opnar nýja möguleika til aðgangs að heilbrigðisþjónustu. Upplýsingatækni styrkir aðgengi notenda heilbrigðisþjónustu að upplýsingum miðað við rétt- indi og stefnu um íslenskt upplýsingasamfélag. Notendur telja sig áhrifameiri, ánægðari og betur upplýsta noti þeir gagnvirk heilsufarskerfi. Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning, viðhorf og óskir Islendinga um aðgang að eigin heilsu- farsupplýsingum og gagnvirka þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Gerð var lýsandi samanburðarrannsókn með tilvilj- unarvali þjóðarúrtaks 1.400 einstaklinga 16 til 67 ára í tveim 700 manna hópum örorkulífeyrisþega og annarra íslendinga. Svörun var 34,9%, tölfræðin lýsandi og 95% öryggismörk marktækni- prófa auk þáttagreiningar. Helstu niðurstöður: Meirihlutinn taldi áhrifin á skilning eigin heilsufars, samskipti, ákvarðanir og viðhald eigin upplýsinga jákvæð. Yfir 90% töldu sig og forráðamenn barna eiga að hafa Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.