Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 85
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ geti staðið upp og staðið á eigin fótum með stuðningi grindar. Raförvunarmeðferð fyrir aftaugaða vöðva var þróuð innan RISE-verkefnisins sem er eina þekkta leiðin til að endurheimta fyrri stærð og kraft vöðvanna. Efniviður og aðferðir: Á tveggja ára tímabili voru mælingar gerðar með kvikmyndun og úrvinnslu, það er án snertingar, á þremur þverlömuðum sjúklingum. Markmiðið var að prófa hvort hægt væri að lýsa kerfinu, það er hné með vöðvum, með annarrar gráðu afleiðujöfnu. Kanna átti hvort að kennistærðir jöfnunnar gæfu mynd af hreyfieiginleikum vöðvanna ásamt hnjálið sem breytast þegar vöðvarnir vaxa. Sjúklingar sátu á bekk og sveiflur neðri fótleggjar um hnjálið voru unnar úr kvikmyndum bæði fyrir slaka vöðva og fyrir vöðva raförvaða í fullan samdrátt. Líkanið var síðan aðhæft sveiflunum. Hclstu niðurstöður: Eftir að hafa bætt við tveim nýjurn kennistærðum lýsti annarrar gráðu líkanið sveiflunum vel. Hreyfieiginleikar lærisvöðva voru fengnir með dempunarstuðli og fjaðurstuðli kerfisins, það er aðallega vöðvanna. Breytingar stuðlanna á þessu tveggja ára tímabili reyndust vera í samræmi við aðrar mælingar eins og CT myndir og klínískt mat á ástandi sjúklinga. Ályktanir: Þessi greining og reikningar á dempunar- og fjaður- stuðli læris hafa mikið gildi við vöktun raförvunarmeðferðar aftaugaðra og rýra vöðva. Aðferðin er handhæg og auðveld í notkun sem ætti að auka klínískt gildi hennar. V 18 Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu Expanded prostate cancer index composite-short form (EPIC-26); sérhæfðu mælitæki til að mæla lífsgæði karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein Guðrún Sigurðardóttir', Sigríður Gunnarsdóttir1'2, Jón Hrafnkelsson1, Nanna Friðriksdóttir1-2 'Landspítaii, 2HÍ gitdrusig@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingarinnar á spurningarlistanum „Expanded Prostate Cancer Index-Short Form“ (EPIC-26). Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 342 manna og fengust svör frá 177 (52%) þátttakendum með EPIC- 26, spurningum um hvernig var að svara EPIC-26, SF-36 heilsukönnun, „International Index of Erectile Dysfunction“ (IIEF-5) og bakgrunnsspurningum. Niðurstöður: Cronbachs alpha fyrir undirþætti EPIC-26 var á bilinu 0,63-0,87. Niðurstöður þáttagreiningar á EPIC-26 studdu fimm þætti, kynlífsþátt, þvaglekaþátt, þarmaþátt, hormóna/ lífsþróttsþátt og þvagtregðu/þvagertingarþátt. Fylgni EPIC-26 við SF-36 og IIEF-5 studdi réttmæti EPIC-26. Marktæk jákvæð fylgni var á milli þvagertingar/þvagtregðu og allra þátta almennra lífsgæða eins og þau voru mæld með SF-36. Einnig var marktæk jákvæð fylgni á milli hormónaáhrifa og lífsþróttar og allra þátta SF-36. Marktæk jákvæð fylgni var á milli áhrifa á þarma og allra þátta SF-36 nema líkamlegrar virkni. Pað var marktæk jákvæð fylgni á milli áhrifa á kynlíf og allra þátta SF-36 nema verkja og andlegrar heilsu. Marktæk jákvæð fylgni var á milli þvagleka og verkja og þvagleka og félagslegrar virkni. Pað var marktæk jákvæð fylgni á milli kynlífshluta EPIC-26 og spurningarlistans IIEF-5. Flestum þeim þátttakendum sem gerðu athugasemdir við EPIC-26 þótti spurningarnar góðar og ekki erfiðar að svara. Ályktanir: Meginniðurstöður styðja réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingar EPIC-26 og benda til þess að spurningalistinn sé góður til þess að meta sértæk lífsgæði manna sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein. V 19 Nuss-aðgerð, nýjung í meðferð trektarbrjósts Bjarni Torfasonu,Tómas Guðbjartsson1-2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala,2læknadeild HÍ bjamito@landspitali.is Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur meðfæddur galli sem sést hjá 1/1000 barna. Þar til nýlega var beitt opnum brjóstholsskurði til að lagfæra trektarbrjóst og voru þetta allstórar aðgerðir og fylgikvillar algengir. Einnig var reynt að notast við stlikonfyllingu en margir sjúklingar fengu óþægindi frá fyllingunni. Nuss-aðgerð er ný meðferð við trektarbrjósti. Aðgerðinni var fyrst lýst fyrir 17 árum og felst í því að sterkum stálboga er komið fyrir aftan við bringubeinið og rétt úr trektinni. Stálboganum er komið fyrir með aðstoð brjóstholssjár og örin eftir aðgerðina eru því hverfandi lítil. Stálboginn er látinn sitja tvö til þrjú ár. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur fyrstu Nuss-aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem geng- ust undir Nuss-aðgerð frá febrúar 2004 til mars 2006. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Allir sjúkling- arnir fóru í lungnamynd, tölvusneiðmyndatöku af brjóstholi og hjartalínurit fyrir aðgerð. Sex vikum eftir aðgerðina var lagt mat á útlitslegan árangur aðgerðanna af bæði skurðlækni og sjúklingi. Notast var við skala frá 1 (=ófullnægjandi árangur) og upp í 5 (=mjög góður árangur). Niðurstöður: Á tímabilinu voru framkvæmdar 14 Nuss-aðgerðir á Landspítala (13 drengir). Meðalaldur var 18,4 ár (bil 14-27). Allir sjúklingarnir voru án einkenna en einn hafði Marfan sjúkdóm og annar alvarlega hryggskekkju. Meðalaðgerðartími var 68 mínútur (bil 40-110) og engir alvarlegir fylgikvillar komu upp í aðgerð- unum eða eftir þær. Tveir sjúklingar fengu lungnabólgu og aðrir tveir loftbrjóst. Árangur var metinn mjög góður í 10 tilfellum (71%) og góður í fjórum tilfellum (29%). Ályktanir: Nuss-aðgerð er örugg og fljótleg aðgerð við trekt- arbrjósti sem skilur eftir lítil ör. Aðgerðin leysir af hólmi allstóra opna aðgerð og verður því að teljast fýsilegur kostur sem meðferð við trektarbrjósti hjá börnum og ungu fólki. V 20 Rannsókn á örveruflóru í tannholdi með 16S rRNA greiningu Árni R. Rúnarssonu, Viggó Þ. Marteinsson2,W. Peter Holbrook1 ‘Tannkæknadeild HÍ,2Prokaria arr3@hi.is Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.