Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 90
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ og veldur þannig eNOS fosfórun og NO-myndun. Undanfarið höfum við athugað hlutverk ATP í þessari örvun á AMPK og þar með hugsanlegt hlutverk kínasans LKBl. Við skoðuðum áhrif thrombíns á AMP/ATP hlutfall í æðaþeli ræktuðu mismunandi ræktunaraðstæður, það er í æti 199 eða æti 1640. Helsti munur á ætunum er að æti 199 inniheldur ATP, AMP, adenín, gúanín og xanthín ólíkt 1640. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum nafla- strengja voru ræktaðar uns þær náðu samfellu á ræktunarskál- um. Frumurnar voru meðhöndlaðar með thrombíni í ákveðinn tíma og magn ATP og AMP mælt með HPLC og/eða luciferasa mælitækni. Niðurstöður: í æti 1640 hafði thrombín ekki marktæk áhrif á ATP í frumunum. í æti 199 olli thrombín hins vegar greinilegri ATP lækkun (10-12%). Ef æti 199 var meðhöndlað með ecto- ATPasanum apyrasa í eina klukkustund urðu niðurstöðurnar sambærilegar við áhrifin í 1640, það er engin lækkun í ATP. Einnar mínútu meðhöndlun með apyrasa kláraði líka ATP ætis- ins en þessi stutta meðhöndlun breytti ekki thrombín svarinu, það er thrombín olli ATP lækkun. 2-deoxy glúkósi (sem kemur í veg fyrir að glúkósi nýtist til ATP myndunar) olli lækkun í ATP í báðum ætunum en lækkunin í 1640 var mun minni en í 199 við sama styrk og tíma. Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna mikinn mun á áhrifum thrombíns á ATP styrk í æðaþelsfrumum eftir ætisaðstæðum sem væntanlega stafar af mismiklu magni púrína í ætunum þó ATP eitt og sér skýri ekki þennan mun. Niðurstöðurnar benda til þess að mismunandi áhrif thrombíns megi rekja til niðurbrotsefna ATP, það er ADP, AMP og adenosíns. Þessi munur sem og áhrif 2-deoxy glúkósa í ætunum tveimur bendir til að í 1640 séu frumurnar betur við- búnar orkulækkandi áreitum og því lækki innanfrumu-ATP síður í því æti en í æti 199. V 31 Samræming úrlesturs á stafrænum Ijósmyndum til greiningar á handarslitgigt Guðrún P. Helgadóttir', Jóhanna E. Sverrisdóttir2, Guðný Eiríksdóttir2, Vilmundur Guðnason2, Helgi Jónsson3 'MS nemi, 2Hjartavernd, ’Landspítali gphl@hi.is Inngangur: Við greiningu handarslitgigtar hefur verið notast við röntgenmyndir eða klíníska skoðun. Ef hægt væri að greina hand- arslitgigt af ljósmyndum væri það mikil framför við faraldsfræði- rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru tilvilj- unarkennt úrval 400 einstaklinga sem tóku þátt í AGES rannsókn Hjartaverndar. Teknar voru ljósmyndir og röntgenmyndir af höndum og gerð klínísk skoðun. Ljósmyndirnar voru teknar á staðlaðan hátt með tilliti til stöðu handar og fjarlægðar frá linsu með Fuji finepix 6800 vél. Dökkt flauel var notað sem bakgrunnur. Úrlestur ljósmynda var gerður af tveimur lesendum (GPH og HJ). Eftir nokkra samþjálfun voru 124 ljósmyndir lesnar. Hver liður var skoðaður með tiliti til stækkunar á harðvef, afmyndunar og stöðu liðar. Niðurstöður lesenda voru bornar saman og þegar ósamræmis gætti var höfð hliðsjón af röntgenmyndum. Hluti ljósmyndanna var síðan prentaður út með merkingum við hvern lið til að nota sem viðmið. Við athugun á samræmi var notast við Spearman correlation (Rs) og “average measure intraclass coefficient”. Niðurstöður: í fyrstu var samræmi milli lesenda einungis þokka- legt (moderate) en fór batnandi við endurtekinn samlestur og með notkun viðmiðunarmynda. Sem dæmi má nefna samræmi í fjærkjúkuliðum en þar var Rs um 0,6 við fyrsta úrlestur en hækk- aði í um 0,75. í lokin varð samræmið í þessum liðum (mælt með intraclass coefficient) svipað því sem fengist hefur í úrlestri röntg- enmynda. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður á úrlestri ljósmynda til greiningar á handarslitgigt lofa góðu. Með samæfingu og notkun kennslumynda virðist hægt að ná svipuðu samræmi og fengist hefur við úrlestur röntgenmynda. Næsta skref rannsóknar er að lesa eftirstandandi 276 ljósmyndir blint. Aðferðin verður síðan borin saman við röntgenmyndir og klíníska skoðun. V 32 VerkirogverkjameðferðskurðsjúklingaáLandspítala- háskólasjúkrahúsi Lára Borg Ásmundsdóttir'2, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir', Herdís Sveinsdóttir1-2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ,2Landspítali herdis@hi.is Inngangur: íslenskar og erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið rannsóknar var að kanna algengi verkja hjá skurðsjúklingum og lýsa væntingum til og reynslu af verkjameðferð eftir skurðaðgerð og viðhorfum til verkjameðferðar. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) á tímabilinu 6. til 25. febrúar 2006. Gagna var aflað með APS spurningalistanum og var spurt um styrk verkja á tölukvarða frá 0-10 við mismunandi aðstæður og jafnframt um áhrif verkjanna. Við gagnaúrvinnslu var notað lýsandi tölfræði, pearson r- og t- próf. Listinn var lagður fyrir að kvöldi aðgerðadags/daginn eftir aðgerð. Niðurstöður: Þátttakendur voru 216 (62% þeirra konur) og var meðaldur 54,5 ár. 81% greindi frá verk eftir aðgerð og var meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,87 (sd 2,64) og sólarhring eftir aðgerð 4,02 (sd 2,18). Konur greindu frá hærri styrk verkja en karlar (t(109)=2,36; p<0,05) eftir aðgerð. Verkir höfðu áhrif á getu sjúklings sjúklings til að hósta, draga djúpt andann eða hreyfa sig í rúrni, á daglegar athafnir, getu til göngu og á svefn. Áttatíu og fim prósent sjúklinga voru ánægð með verkjameðferð sína. Biðtími eftir verkjalyfjum var stuttur. Upplýsingar urn verki eftir aðgerð fengu 73% þátttakenda og um mikilvægi verkjameðferðar 47%. Almennt voru upplýsingarnar gagnlegar eða mjög gagnlegar. Fylgni var á milli verkja fyrir aðgerð við ýmsar breytur rannsóknarinnar.Viðhorf til verkjameðferðar voru frekar íhaldssöm og voru eldri íhaldssamari en yngri. Ályktanir: Skurðsjúklingar á LSH hafa verki eftir aðgerð sem koma mætti í veg fyrir með bættri fræðslu um verki og Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.