Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 91
AGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H í ■ verkjameðferð og með betri verkjameðferð.Truflandi áhrif verkja á daglegar athafnir eftir aðgerð getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér og því þarf að taka á vanmeðhöndlun verkja. V 33 Mynstur öndunarhreyfinga hjá sjúklingum með ný- greint heilablóðfal! Guöbjörg Þóra Andrésdóttir, María Ragnarsdótti, Haukur Hjaltason, Elías Ólafsson Landspítali gudbjoa@hi.is Inngangur: Truflanir á öndunarmynstri sjást oft hjá sjúklingum með nýgreint heilablóðfall, fáir hafa rannsakað þetta. Markmið þessararrannsóknarvaraðkannahvortmynsturöndunarhreyfinga (ferill, form, samhverfa, taktur og tíðni) sjúklinga með nýgreint heilablóðfall sé 1. eins og hjá heilbrigðum einstaklingum, 2. eins, hvort sem heilablóðfallið er í vinstra eða hægra heilahveli. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingar sem lagðir voru inn á taugalækningadeild Landspítala vegna bráða- heilalóðfalls á 22 mánaða tímabili (september 2004 - júlí 2006). Aðeins einstaklingar með verulega hreyfiskerðingu voru með. Frábendingar voru: lungnasjúkdómar, hjartabilun, mikið málstol, heilabilun, aðrir sjúkdómar sem truflað gætu færni, heilablóðfall í heilastofni og fyrra heilablóðfall í gagnstæðu heilahveli. Öndunarhreyfingar allra voru metnar með ÖHM-ANDRA sem mælir hreyfingar kviðar og brjóstkassa. Líkamleg geta var metin með MAS-kvarða. Einkenni gaumstols voru metin með stafaútstrikunarprófi. Niðurstöður: Atján einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Tíu voru með lömun í vinstri líkamshelmingi (meðalaldur 62,2±14,2 ár) og átta með lömun í hægri líkamshelmingi (meðalaldur 65,1±8,9 ár). Meðalöndunartíðni sjúklinga var marktækt örari en heilbrigðra í hvíld (p<0,05). Utslag hreyfinga var marktækt minna hjá lömuðum en heilbrigðum í djúpöndun (p<0,001). Taktur og útslag hreyfinga í hvíldaröndun var regluleg hjá bæði hægri og vinstri lömuðum. Mikið var um óreglu í takti og útslagi hreyfinga í djúpöndun. Ályktanir: Sjúklingar með heilablóðfall sýndu hærri öndunartíðni og grynnri öndun en heilbrigðir, einkum í djúpöndun. Þetta er mikilvæg vísbending um að mynstur öndunarhreyfinga sé truflað hjá sjúklingum eftir heilablóðfall en frekari athuganir þarf til að draga víðtækari ályktanir. V 34 Samanburður á tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans á frosnum einkjarna hvítfrumum úr sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum einstaklingum Helga Kristjánsdóttir1'2, Iva Gunnarsson3, Elisabeth Svenungsson3, Kristján Steinsson1, Marta E. Alarcon-Riquelme2 ‘Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala,2Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Háskólanum í Uppsölum, 3Unit for Rheumatology, Karolinska háskólasjúkrahúsinu Solna helgak@laudspitali.is Inngangur: PD-1.3A arfgerðinnni hefur verið lýst sem áhættuþætti fyrir rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) og er talin leiða til breyttrar tjáningar PD-1 ónæmisviðtakans, sem gegnir lykilhlutverki í viðhaldi sjálfsþols. Markmið rannsóknarinnar var: A: Að ákvarða aðstæður fyrir ræsingu T-frumna með aCD3+CD28 og bera saman tjáningu PD-1 viðtakans á frosnum og ferskum eitilfrumum. B: Bera saman tjáningu PD-1 viðtakans hjá sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum viðmunarhópi. Efniviður: Einkjarna hvítfrumur úr íslenskum og sænskum sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum viðmiðunarhópi. Aðferðir: Einkjarna hvítfrumur voru einangraðar á þyngdarstigli og ræstar ferskar og/eða frystar með veggbundnu aCD3 og óbundnu aCD28 í háum (lOpg/ml) og lágum styrk (lpg/ml). Eftir 0,24 and 48 klukkustunda ræktun voru frumurnar merktar með flúrljómandi einstofna mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfirborðssameindanna greind í frumuflæðisjá. Hclstu niöurstöður: A. Stöðlun aðstæðna: Styrkur aCD3+CD28 ræsingar og ræktunartími fyrir ferskar og frystar einkjarna hvftfrumur úr viðmiðunarhópi. • Ferskar frumur sýna aukna tjáningu PD-1 viðtakans eftir ræsingu með aCD3+CD28 í háum og lágum styrk í 24 og 48 klukkustundir. • Á grundvelli þessara niðurstaðna voru frosnar einkjarna hvítfrumur ræstar í 48 stundir með háum styrk af aCD3+CD28 og fengust sambærilegar niðurstöður við ferskar frumur. B. Tjáning PD-1 viðtakans á einkjarna hvítfrumum úr sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi eftir 48 klukkustunda ræsingu með aCD3+CD28. • Tjáning PD-1 viðtakans var aukin hjá bæði sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi. Samanburður á hópunum sýnir hins vegar að sjúklingar með rauða úlfa hafa marktækt minni tjáningu á PD-1 viðtakanum (p=0,012). • Greining mismunandi hópa eitilfrumna sýnir aukna tjáningu PD-1 viðtakans á CD4+CD25+ T-frumum bæði úr sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi og aftur marktækt minni tjáningu hjá sjúklingum með rauða úlfa (p=0,05). Ályktanir: Ræsing ferskra og frystra einkjarna hvítfrumna með aCD3+CD28 í 48 stundir leiðir til sambærilegrar tjáningar á PD-1 viðtakanum á CD4+CD25+ T-frumum. Samanburður á sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi sýnir marktækt minni tjáningu PD-1 viðtakans hjá hinum fyrrnefndu. V 35 Gagnsemi sextíu og fjögurra sneiða tölvusneið- myndatækis til greiningar á endurþrengslum í stoðnetum Sigurdís Huraldsdóttir', Birna Jónsdóttir2, Sandra D. Steinþórsdóttir3, Jónína Guðjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson1 Þórarinn Guðnason', Sigurpáll S. Scheving1, Ragnar Danielsen', Torfi F. Jónasson1, Guðmundur Þorgeirsson1, Kristleifur Kristjánsson4, Hákon Hákonarson4, Karl Andersen1 ‘Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðileg myndgreining, Domus Medica, 3læknadeild HÍ, 4íslensk erfðagreining sigurdis@btnet.is Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli hjá Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.