Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 94
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ sviði súrefnismælinga. Markmið rannsóknarinnar er að þróa notendavænan hugbúnað, sem getur reiknað út súrefnismettun í æðlingum augnbotna og birt hana sem litakort teiknað á mynd af augnbotninum. Efniviður og aðferðir: Hugbúnaður velur mælipunkta á blá- og slagæðlingum sjónhimnunnar auk viðmiðunarpunkta rétt utan æðlinganna. Meðaltal mæligildanna er reiknað til þess að meta súrefnismettun æðanna (Sat02). Sat02 gildin eru teiknuð á augnbotnamyndina þar sem mismunandi litir tákna mismunandi gildi á Sat02. Hægt er að velja einstaka æðlinga og sjá Sat02 gildi þeirra. Að lokum birtir hugbúnaðurinn meðaltals Sat02 stærstu bláæðlinga og slægæðlinga sjónhimnunnar og mismun þeirra. Auk þess að geta birt Sat02 gildin myndrænt er einnig hægt að setja gildin í töflu og vista þau til vinnslu í öðrum forritum. Niðurstöður: Forritið hefur verið notað til þess að birta Sat02 gildi á litakorti, bæði í heilbrigðum og sjúkum augnbotnum. Þegar endurkvæmni (reproducibility) mælinga var prófuð í níu heilbrigðum augum reyndist dreifnistuðullinn (coefficient of var- iation) fyrir sjálfvirku mæliaðferðina vera 10% (3-18%, meðaltal og bil) fyrir slagæðlinga og 7,2% (2-11%) fyrir bláæðlinga. Pessi gildi eru betri en þau sem fengust við handvirkt val á mælipunkt- um slagæðlinga 48% (15-139%) og bláæðlinga 13% (7-23%). Ályktanir: Birting súrefnismettunar æðlinga sjónhimnu á lita- korti, sem teiknað er á augnbotnamynd einfaldar til muna mæl- ingar á súrefnismettun og gæti nýst augnlæknum bæði í daglegu starfi og við rannsóknir. V 42 Áhrif þreytu á rafvirkni í vöðvum neðri útlima og hreyfiferla ökkla og hnés Elfa Sif Siguröardóttir, Jóhanna Hólinfríður Hclgadóttir. Pórarinn Sveinsson Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort finna mætti mun á tímasetningu á rafvirkni óþreyttra og þreyttra vöðva í neðri útlimi við hlaup á hlaupabretti. Einnig að athuga hvort að breytingar yrðu á hreyfiferli hnés og ökkla með tilkomu þreytu við hlaupið. Efniviður og aðferð: Sex heilbrigðir einstaklingar, þrjár konur og þrír karlar á aldrinum 22 til 25 ára tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendurnir voru látnir hlaupa á hlaupabretti, á hraða sem búið var að ákvarða út frá upphitun hvers og eins, þar til þeir mátu þreytu sína 19-20 á Borg-skala. Notaðar voru fjórar rásir þráðlauss yfirborðs vöðvarafriti (KinePro) til að mæla rafvirkn- ina í fjórum vöðvum neðri útlims vinstra megin á meðan þátttak- endur hlupu. Hreyfing þátttakendanna var tekin upp með mynd- bandvél og hugbúnaðinn KineView notaður til að mæla horn um liðamót í hné og ökkla. Gerðar voru tvær mælingar á hverjum þátttakanda, í upphafi hlaups og svo í lokin þegar þátttakandinn mat þreytu sína 19-20 á Borg-skala. Niðurstöður: Tímasetningar á rafvirkni vöðvanna sýndu ekki marktækan mun á milli þreytts og óþreytts ástands (p=0,07-0,93). Marktækur munur fékkst á horni ökkla í þreyttu og óþreyttu ástandi þegar hæll mælingarfótar snerti hlaupabrettið (84° (SF 4°) á móti 87° (SF 7°); p=0,02) og einnig fékkst marktækur munur á horni hnés þegar mælingarfótur var í sveiflufasa (88° (SF 16°) á móti 84° (SF 14°); p=0.001). Ályktunir: Þreyta hefur áhrif á hreyfiferla hnés og ökkla. Þar sem tölfræðilegt afl var lítið í rannsókninn og munur á tímasetningum á rafvirkni vöðvanna var stundum við marktektarmörk gefur rannsóknin vísbendingu um að munur gæti verið til staðar. V 43 Áhrif Humanin til verndunar sléttvöðvafrumna gegn cystatín C mýlildiseitrun Indíana Elín Ingólfsdóttir. Bjarni Þórisson, Finnbogi R. Þormóðsson Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HÍ finnhogi@hi.is Inngangur: Humanin er 24 amínósýru peptíð sem fannst við skimun á cDNA safni úr heila Alzheimers sjúklings. Það hefur reynst verndandi fyrir taugafrumur gegn beta-próteineitrun og nýlega var sýnt fram á sams konar verndandi áhrif á sléttvöðvafrumur úr heilaæða í rækt. Verndun Humanin hefur reynst mjög sértæk og virðist eingöngu bundin við verndun gegn eituráhrifum mýlildis (amyloid). Arfgeng heilablæðing á íslandi (HCHWA-I) einkennist af uppsöfnun mýlildis í veggi heilaæðanna, sem myndað er af erfðabreyttu cystatíni C. Sléttvöðvafrumur æðaveggjarins hverfa eftir því sem mýlildið safnast upp og rannsóknir okkar sýna að cystatín C mýlildi, uppleyst úr HCHWA-I heilavef, drepur sléttvöðvafrumur í rækt. Hugmyndin var að kanna hvort Humanin reynist árangursríkt til að vernda sléttvöðvafrumur gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis, en reyndist það rétt hefði það styrkt þá hugmynd að cystatín C og beta-prótein mýlildiseitrun sé af sama toga. Efniviður og aðferðir: Uppleystu cystatín C mýlildi (25 pM) var bætt í sléttvöðvafrumuræktir og síðan reynt að draga úr frumudauða með Humanin í styrknum 100 nM-10 pM. Frumurnar voru síðan litaðar og árangurinn metinn undir smásjá. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna enga merkjanlega verndun Humanin gegn eituráhrifum uppleysts cystatín C mýlildis á sléttvöðvafrumum æða í rækt. Ályktanir: Humanin virðist ekki veita sams konar vernd gegn cystatín C mýlildis eitrun eins og það gerir gagnvart beta-prótein mýlildiseitrun. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess að verndunaráhrif Humanin séu sértæk gagnvart beta-prótein mýlildi. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannís. V 44 Vítamín E verndarsléttvöðvafrumur gegn cystatín C mýlildiseitrun Bjarni Þórisson. Indíana Elín Ingólfsdóttir, Finnbogi R. Þormóðsson Rannsóknastofa í lfffærafræði, læknadeild HÍ finnbogi@hi.is Inngangur:Arfgengheilablæðingá íslandi (HCHWA-I) einkennist af uppsöfnun mýlildis (amyloid) í veggi heilaæðanna, sem myndað er af erfðabreyttu cystatíni C. Sléttvöðvafrumur æðaveggjarins hverfa eftir því sem mýlildið safnast upp og rannsóknir okkar 94 læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.