Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 95
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ sýna að cystatín C mýlildi, uppleyst úr HCHWA-I heilavef, drepur sléttvöðvafrumur í rækt. Mýlildismyndandi beta-prótein, sem einkennir aðra arfgenga heilablæðingarsjúkdóma, drepur einnig frumur og nýlegar rannsóknir benda til þess að oxunarálag af völdum mýlildisins sé orsökin. Hugmyndin með þessari rannsókn er að kanna hvort cystatín C mýlildisefnið drepi sléttvöðvafrumurnar á sama hátt. Vitað er að vítamín E verndar frumur gegn oxunarálagi, þannig að ef E vítamín hamlar eituráhrifum cystatín C mýlildis bendir það eindregið til þess að oxunarálag eigi þátt í dauða frumnanna. Efniviður og aðferðir: Sléttvöðvafrumur úr heilaæðum voru ræktaðar þar til ræktin náði nánast fullum þéttleika og síðan var bætt út í ræktunardiska 25 pM af uppleystu cystatín C mýlildi, einu sér, eða ásamt 50 mg/ml af vítamíni E, en rannsóknir hafa sýnt að það er nálægt hámarksstyrk sem sléttvöðvafrumur þola. Eituráhrifin voru síðan metin undir smásjá eftir að frumurnar höfðu verið hertar og litaðar. Niðurstöður: Frumniðurstöður okkar sýna afgerandi verndunaráhrif vítamíns E gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis á sléttvöðvafrumur. Ályktanir: Vítamín E veitir nokkra vernd gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis og bendir það eindregið til þess að oxunarálag eigi ríkan þátt í dauða sléttvöðvafrumna heilaæðanna af völdum cystatín C mýlildis. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannís. V 45 Sjálfvirkt mat á gæðum augnbotnamynda Sveinn Ríkarður Jóelsson1, Róbert Arnar Karlsson', Gísli Hrcinn Halldórsson1, Sveinn Hákon Harðarson2, Aðalbjörn Þorsteinsson3, Þór Eysteinsson2, James M. Beach1, Einar Stefánsson2, Jón Atli Benediktsson1 ‘Verkfræðideild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala ghh@hi.is Inngangur: Gæði augnbotnamynda geta ráðið úrslitum hvað varðar áreiðanleika mæliniðurstaðna þegar sjálfvirkri myndgreiningu er beitt. Því er mikilvægt að hægt sé að hafna slæmum myndum áður er sjálfvirk vinnsla hefst. Markmiðið með þessari rannsókn er að þróa aðferð til þess að meta gæði augnbotnamynda sjálfvirkt í tölvu. Efniviður og aðferðir: Mynd er borin saman við rýrða (degraded) útgáfu af sjálfri sér með því að reikna svokallaðan SSIM-stuðul (Structural Similarity Index). Mynd er rýrð með því að skammta wavelet stuðla myndarinnar (sbr. þjöppun með tapi). Ef mynd tapar hlutfallslega miklunt gæðum við þessa þjöppun bendir það til þess að upprunalega myndin sé í háum gæðum. SSIM- stuðullinn er reiknaður út frá breytingum í lýsingu, skerpu (contrast) og byggingu (structure). Þessi stuðull hefur reynst vera í góðu samræmi við greiningu manna á gæðatapi mynda (Zhou Wang et al. IEEE Transactions on Image Processing, vol. 13, no. 4,2004). Gagnasafn með 625 mismunandi auðkennum var dregið út úr safni 56 mynda sem áður höfðu fengið gæðaeinkunn frá sérfræðingum. Gangnasafnið var metið með því að flokka myndirnar (eða auðkenni þeirra) í lág- og hágæða flokka og þær niðurstöður bornar saman við einkunnirnar sem sérfræðingarnir höfðu gefið myndunum. Helstu niðurstöður: Með því að nota gæðatengd auðkenni var 56 myndum skipt í hágæða og lággæða myndir. Flokkunar- nákvæmnin var 87-100%, miðað við mat sérfræðinga. Ályktanir: Við höfum þróað aðferð sem metur gæði augnbotnamynda og matið er í góðu samræmi við skoðun sérfræðinga á myndunum. V 46 Á vaktinni - með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir2 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir2-3, Herdís Sveins- dóttir1-2, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir2-3 ‘Hjúkrunarfræðideild HI, 2rannsóknastofa í vinnuvernd HÍ, 3heilbrigðis- og rannsóknadeild Vinnueftirlits ríkisins herdis@hi.is Inngangur: Sífellt er erfiðara að manna nætur-, helgar- og stórhá- tíðarvaktir á stofnunum. Samningsaðilar á opinbera vinnumark- aðnum hafa komið sér saman um að finna þurfi leiðir til að mæta þessum erfiðleikum með hag starfsmanna og stofnana í huga. Þessi rannsókn var unnin að frumkvæði samningsaðila með það að markmiði að kanna hvernig vaktavinnufólk lítur á vinnu sína, kosti hennar og galla, og fá þannig hugmyndir um hvers vegna erf- itt er að fá fólk til að vinna nætur-, helgar- og stórhátíðarvaktir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknasnið var eigindleg rannsókn í formi rýnihópsviðtala. Tekin voru viðtöl við fimm rýnihópa og voru þátttakendur sex til átta ásamt tveim spyrlum í hverjum hópi. Þátttakendur voru alls 35, 18 konur og 17 karlar, á aldr- inum 22-80 ára. Þeir komu frá hinum ýmsu starfshópum á sviði umönnunar, löggæslu og ýmissa annarra þjónustustarfa. Viðtölin voru tekin upp á segulband, afrituð og greind sameiginlega af höfundum. Niðurstöður: Viðhorf þátttakenda til ólíkra þátta vaktavinnunnar var margbreytilegt. Það sem einum fannst kostur, fannst öðrum iðulega galli og öfugt. í máli flestra kom fram að helsti kosturinn við vaktavinnu voru fríin, að geta átt góð frí á milli vaktatarna og að vera í fríi á óhefðbundnum tímum. Gallar vaktavinnu lutu aðallega að skipulagi vakta og fría. Óvissa, óstöðugleiki og örar breytingar á skipulagi vakta voru helstu gallar. Óvissa um vakta- rúlluna, til dæmis þegar hún liggur ekki tímanlega fyrir eða þegar hún tekur miklum breytingum frá einu vaktatímabili til annars. Besta kerfinu var lýst sem blöndu af sveigjanleika og stöðugleika. Til þess að gera vaktavinnu yfirleitt eftirsóknaverðari virtist höfuðatriði að efna til samstarfs stjórnenda og starfsmanna á hverjum vinnustað þar sem allir aðilar skoða í sameiningu viðhorf sín til vinnufyrirkomulagsins og hvernig mætti breyta og bæta. Ályktun: Sveigjanlegur stöðugleiki í uppbyggingu vaktakerfi er það sem stefnt skal að. V 47 Heilbrigði og vaktavinna hjúkrunarfræðinga Hcrdís Svcinsdóttir Hjúkrunarfræðideild HI herdis@hi.is Inngangur: Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.