Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 98

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 98
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Ályktanir: Rannsóknin gefur vísbendingar um að fræðslu og stuðningsmeðferð getið komið aðstandendum og fjölskyldu- meðlimi með átröskun í bataferli að gagni. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar komi að stuðningi við aðstandendur sem muni skila sér í bata skjólstæðinga með átröskun. V 53 Áhrif sértækrar málþroskaröskunar á vinnsluminni barna, sem greinst hafa með athyglisbrest með ofvirkni, blandaða gerð Sólvcig Jónsdóttir* 1, Anke Bouma2, Joseph A. Sergeant3, Erik J. A. Scherder4 ’Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsviði, 2Department of Clinical and Developmental Psychology, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi, 3Department of Clinical Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, Hollandi, 4Institute of Human Movement Sciences, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi solveigjonsd@landspitali.is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni (attention-deficit/ hyperactivity disorder, ADHD) er algengasta taugaþroskaröskun barna og unglinga. Settar hafa verið fram kenningar um að börn með ADHD séu almennt með skert yrt og óyrt vinnsluminni (verbal and spatial working memory). Eitt megineinkenni annarrar algengrar taugaþroskaröskunar, sértækrar málþroskaröskunar (specific language impairment, SLI), er skert yrt vinnsluminni. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif sértækrar málþroskaröskunar á yrt og óyrt vinnsluminni barna, sem greinst hafa með athyglisbrest með ofvirkni, blandaða gerð (ADHD-C), samkvæmt DSM-IV. Efniviður og aðferðir: Pátttakendur voru 127 börn, sem vísað hafði verið í taugasálfræðilegt mat á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Úr þessum hópi voru valin öll börn, sem greind höfðu verið með ADHD-C og voru á aldrinum átta og hálfs til tólf og háls árs. Hópur barna með bæði ADHD-C og sértæka málþroskaröskun var borinn saman við hóp barna með ADHD- C, sem var með eðlilegan málþroska og hóp heilbrigðra barna. Börnin í hópunum þremur voru á sambærilegum aldri og með sambærilega óyrta greind. Niðurstöður: Niðurstöður sýna, að börn með ADHD-C og sértæka málþroskaröskun stóðu sig marktækt verr en börn með ADHD-C án málþroskaröskunar og heilbrigð börn á prófum, sem mæla yrt vinnsluminni. Öll börn með ADHD-C bæði með og án sértækrar málþroskaröskunar stóðu sig jafnvel og heilbrigð börn á prófum, sem mæla óyrt vinnsluminni. Ályktanir: Þær ályktanir eru dregnar, að skert vinnsluminni sé ekki einkennandi fyrir börn með ADHD-C eins og sumir vísindamenn hafa haldið fram, heldur tengist það skertum málþroska. Lögð er áhersla á að skimað sé fyrir málþroskaröskun, þegar rannsóknir eru gerðar á taugasálfræðilegum eiginleikum barna með athyglisbrest með ofvirkni. V 54 Hvert er sambandið á milli hegðunarmats og tauga- sálfræðilegs mats á einkennum athyglisbrests með of- virkni? Sólveig Jónsdóttir', Anke Bouma2, Joseph A. Sergeant3, Erik J.A. Scherder4 'Sálfræðiþjónusta Landspítaia,2Department of Clinical and Developmental Psychology, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi, 3Department of Clinical Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, Hollandi, 4Institute of Human Movement Sciences, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi solveigjonsd@landspitali.is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni (attention-deficit/ hyperactivity disorder, ADHD) er algengasta taugageðröskun barna og unglinga. Helstu einkenni eru skert athygli, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Orsakir eru óþekktar, en taugasálfræðilegar kenningar hafa verið settar fram um að ADHD einkennist helst af skertri stjórnunarfærni (executive function, EF). Greining á ADHD byggist yfirleitt á lýsingu foreldra og kennara á hegðun barnsins. Einnig er oftast stuðst við greindarpróf og/eða taugasálfræðileg próf. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að oft er lítil fylgni á milli ADHD einkenna á hegðunarmati foreldra/kennara og frammistöðu á prófum, sem talin eru næm á ADHD einkenni. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga sambandið á milli stjórnunarfærni eins og hún er mæld með taugasálfræðilegum prófum annars vegar og ADHD einkenna og tengdri hegðun eins og hún er metin af foreldrum og kennurum hins vegar. Efniviður og aðferðir: í úrtakinu voru 43 börn á aldrinum 7-11 ára, sem vísað hafði verið í taugasálfræðilegt mat á Landspítala. Flest barnanna höfðu áður verið greind með ADHD. Nokkrar mismunandi gerðir stjórnunarfærni voru metnar með taugasálfræðilegum prófum. Einnig voru lögð fyrir greindar- og málþroskapróf. Foreldrar og kennarar fylltu út hegðunarmatslista. Niðurstöður: Aðhvarfsgreining (regression analysis) sýndi, að skert stjórnunarfærni tengdist marktækt einkennum um þunglyndi (p=0,05) og einkennum um einhverfu (p=0,01), en ekki einkennum um ADHD. Hins vegar spáði slakur málþroski best fyrir háu mati kennara á einkennum um skerta athygli (p=0,02). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ekki kenningar um að skert stjórnunarfærni sé einkennandi fyrir ADHD. Vísbendingar komu fram um að einkenni um athyglisbrest geti í mörgum tilfellum stafað af lélegum málskilningi. Mikilvægt er að meta málþroska barna, sem grunuð eru um ADHD, til að auka líkur á réttri greiningu og viðeigandi meðferð. V 55 Áhættuþættir beintaps í mjöðm hjá 70 ára konum, mikilvægi líkamsþyngdar Sigríður Lára Guðmundsdóttir1, Díana Óskarsdóttir2-3, Ólafur Skúli Indriðason4, Leifur Franzson4, Gunnar Sigurðsson1'5 1 Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala, beinþéttnimælistofa Landspítala, ’nýrnasjúkdómadeild Landspítala, 4erfða- og sameinda- læknisfræðideild Landspítala, 5læknadeild HÍ gunnars@landspitali. is inariah@landspitali. is Inngangur: Áhættuþættir beintaps meðal aldraðra eru lítt þekktir. 98 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.