Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 100
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. Vl'SINDARÁÐSTEFNA HÍ V 58 Sársaukaupplifun barna að tveggja ára aldri við stungu. Forprófun á “Modified Behavioral Pain Scale” í íslenskri þýðingu Guðrún Kristjánsdóttir1'2, Rakel B. Jónsdóttir12, Elísabet Harles1, Kolbrún Hrönn Harðardóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HI, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: í bráðaaðstæðum þarf iðulega að framkvæma sárs- aukafull greiningarinngrip svo sem blóðtökur. Rannsóknir sýna að ef tekið er tillit til upplifun barna í slíkum aðstæðum má koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og tafir í framvæmd ástungu.Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa MBPS (Modified Behavioral Pain Scale: Taddío ofl. 1995) í íslenskri þýðingu á börnum eins mánaðar til tveggja ára. Leitast var við að svara hvort MBPS væri áreiðanleg og réttmæt aðferð til að meta bráðan sársauka við sambærilegar sársaukafullar aðstæður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin styðst við þægindaúrlak 49 barna sem gengust undir meðferðar- og greiningartengdar ástungur á almennri heilsugæslustöð og á bráðamóttöku barna. Meðalaldur var 8,7 mánuðir. Tveir rannsakendur mátu börnin við sömu aðstæður með MBPS, fyrst við hlutlausar aðstæður fyrir ástunguna og síðan við ástunguna. Ástungur voru 13 vegna CRP, sjö vegna stungu í bláæð og 29 í vöðva. Áreiðanleiki var metinn með því að bera saman niðurstöður beggja matsaðila. Réttmæti var mælt með muni á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við ástungu. Loks voru athuguð tengsl sársaukamælinga við lýðfræðilega þætti (aldur og kyn) og aðstæðubundna þætti (vettvangur gagnasöfnunar og tegunda ástungu). Helstu niðurstöður: Meðalsársaukaskor í hlutlausum aðstæðum reyndust 2,96 (±1,79) og 2,96 (±1,74) og 4,27 (±2,66) og 4,39 (±2,51). Marktæk sterk jákvæð fylgni (r=0,87) reyndist milli sársaukaskors hinna tveggja matsaðila við hlutlausar aðstæður og einnig milli sársaukaskora við ástungu (r=0,90). Marktækur munur reyndist vera á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við stungu (t(48)= -3,34, p<0,05) með t-prófi paraðra úrtaka. Ekki reyndist fylgni við lýðfræðilega eða aðstæðubundna þætti og sárs- aukaskors með MBPS, hvorki í hlutlausum né sársaukafullum aðstæðum. Ályktanir: Af niðurstöðum má ætla að íslensk þýðing MBPS sárs- aukamatstækisins sé nægilega áreiðanlegt og réttmætt og henti við mat á bráðum sársauka við ástungur á börnum á aldrinum eins mánaðar til tveggja ára. Ástand barns er einn af þeim þáttum sem ekki var sérstaklega tekið tillit til í þessari forprófun en athuga þarf það sérstaklega í frekari prófun á næmi mælitækisins. V 59 Þættir tengdir þátttöku verðandi foreldra á íslandi í foreldrafræðslu Guðrún Kristjúnsdúttir12, Margrét Eyþórsdóttir2, Helga Gottfreðsdóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Með foreldranámskeiðum átti að koma í veg fyrir ungbarna- og mæðradauða í byrjun 20. aldar. Á íslandi hófust slík námskeið um 1954 og feður tóku þátt frá 1956. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátttöku í foreldranámskeiðum og áformum verðandi foreldra til að sækja þau og hvernig félagslýð- fræðilegir þættir, fæðingarsaga og fæðingartengdir þættir tengjast þátttöku og hvernig áform þeirra tengjast útkomu fæðingar. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var tilviljunarúrtak 152 foreldrar af sængurlegudeildunum (sængurkvennagangi og Hreiðrinu) (58% heimtur) og 68 foreldrar af vökudeild (79% heimtur). Gögnum var safnað í heimsókn til foreldra eftir heimferð með spurningalista þar sem spurt var um félags- og lýðfræðilega þætti, fæðingarsögu og tegund fæðingar, hvort þau hefðu sótt foreldrafræðslu eða áform um að sækja slíka. Líkan var sett upp með þáttum sem rannsóknir telja að hafi áhrif á þátttöku. Skoðuð var fylgni milli rannsóknarbreytanna og þátttöku í foreldrafræðslu og marktækar breytur síðan keyrðar í aðfallsgreiningu. Helstu niðurstöður: Marktækur munur var á þátttöku foreldra í foreldrafræðslu eftir því á hvaða deild foreldrar lentu eftir fæðingu barnsins. Ungt fólk í sambúð með fyrsta barn var marktækt líklegra til að hafa sótt foreldrafræðslu, að teknu tilliti til allra annarra þátta. í öllum foreldrahópum tóku foreldrar sem áttu sitt fyrsta og annað barn þátt í foreldrafræðslu, en enginn þeirra sem var að eiga sitt þriðja eða fjórða barn. Foreldrar barna af vökudeild höfðu í 20,6% tilvika tekið þátt, 11,8% á sængukvennagangi og 35% þeirra sem fætt höfðu í Hreiðrinu. Áformin um þátttöku sem ekki stóðust voru flest hjá foreldrum af vökudeild. Ályktanir: Niðurstöður benda til að almenn þátttaka í foreldrafræðslu sé lítil. Jafnframt benda þær til þess að þeir sem á annað borð sækja fræðsluna séu pör sem eiga von á sínu fyrsta barni. Huga þarf að því að stærsti hluti þeirra sem fæða barn sem leggst inn á vökudeild og þeirra sem leggjast inn á sængurkvennagang hefur ekki sótt skipulega foreldrafræðslu. Bæta þarf undirbúning fyrir fæðingu af hálfu heilsugæslustöðva og þróa skipulega undirbúningsleiðir fyrir verðandi foreldra. V 60 Tengsl mataræðis og svefnvenja skólabarna í níunda og tíunda bekk grunnskóla Dóra Björk Siguröardóttir1, Guðrún Knstjánsdóttiru 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til að svefnvenjur og mataræði og sérílagi morgunverðavenjur tengist heilsu skólabarna og árangri í lífinu. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tengsl svefnvenja íslenskra skólabarna og reglusemi þeirra í mataræði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á tilviljanalandsúrtaki 3.913 nemenda í 9. og 10. bekkjum grunnskóla landsins (91% heimtur). Spurningalistar voru lagðir fyrir og könnuð var meðallengd nætursvefns skólabarna, hvenær þau fara að sofa, hvenær þau fara á fætur, hvort þau borði morgunmat ein eða hvort fjölskyldan borðar saman og reglusemi í mataræði. Tengsl milli svefns og matarvenja voru metin almennt og með tilliti til aldurs og kyns. Helstu niöurstöður: Marktækt samband var milli þess hvenær Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.