Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 101
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
börn fara að sofa og reglusemi í mataræði; 40,8% þeirra barna
sem fara að sofa fyrir miðnætti borða reglulega á móti 21,8%
þeirra sem fara að sofa eftir miðnætti; 62,5% þeirra sem fara
að sofa fyrir miðnætti borða morgunmat nánast daglega á móti
42,7% sem fara að sofa eftir miðnætti. Fá börn snæða morgumat
með fjölskyldu sinni. Börn sem fá nægan svefn eru marktækt
líklegri til að borða reglulega og borða morgunmat heldur en
þau sem sofa ekki nóg. Meirihluti skólabarna (58,3%) borðar
morgunmat nánast daglega. Af þeim sem borða morgunmat
nánast daglega eru 55,5% strákar og 44,5% stúlkur. Af þeim
sem borða nánast aldrei morgunmat eru 39,1% strákar en 60,9%
stúlkur. Flest sofa í um átta klukkustundir. Marktækt fleiri
drengir (55,6%) en stúlkur (44,4%) sofa skemur en átta stundir.
Stúlkurnar fara fyrr að sofa og fyrr á fætur en strákarnir en eru þó
ólíklegri til að borða morgunmat.
Alyktanir: Af niðurstöðum má álykta að reglusemi í mataræði eða
svefnvenjum endurspegli almenna reglusemi í lífsstíl. Samband er
á milli svefnvenja og þess að neyta morgunverðar þó svo að ekki
sé þar um algilt samband að ræða þar sem stúlkur og drengir
virðast nokkuð ólík í morgunmatar- og svefnvenjum sínum. Vekja
þarf umræðu um gildi svefns og reglusams mataræðis meðal barna
og virkja fjölskyldur og heilbrigðisfagfólk í að stuðla að bættum
svefnvenjum og morgunmatarvenjum meðal skólabarn.
V 61 Sjálfsvígstilraunir með lyfjum eða eiturefnum
Guðborg Auður Guðjónsdóttir1-2, Jakob Kristinsson1'4, Runólfur Pálsson3,
Curtis P. Snook1'5, Margrét Blöndal2, Sigurður Guðmundsson6
1 Eitrunarmiðstöð, 2slysa- og bráðasvið og 3lyflækningasvið I Landspítala-
háskólasjúkrahúsi, 4Rannsóknarstofa í lyfja-og eiturefnafræði HÍ,
5Division of Toxicology, University of Cincinnati, Cincinnati, USA,
6Landlæknisembættið
giulborgg@landspitnli. is
Inngangur: Eitranir af völdum lyfja og efna eru með algengustu
ástæðum fyrir heimsóknum á bráðamóttökur og innlögnum á
sjúkrahús á Vesturlöndum. Nýleg framsýn rannsókn á eitrunum
á íslandi sýndi að sjálfsvígstilraunir eru algengasta orsök eitrunar
hjá fólki á aldrinum 10-60 ára. Markmið þessarar rannsóknar var
að kanna tíðni og eðli sjálfsvígstilrauna á íslandi þar sem notuð
eru lyf eða eiturefni.
Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr íslensku
eitrunarrannsókninni sem var framsýn og náði yfir allt landið.
Rannsóknartímabilið var eitt ár, frá 1. apríl 2001 til 31. mars
2002. Leitað var að upplýsingum um alla sjúklinga sem
komu á bráðamóttöku, sjúkrahús eða heilsugæslustöð vegna
sjálfsvígstilrauna.
Niðurstöður: Alls greindust 414 sjálfsvígstilraunir eða 1,4 á hverja
1.000 íbúa. Þetta er 69% af áætluðum heildarfjölda sjálfsvíga í
landinu. Konur voru 304 og karlar 110. Tíðni sjálfsvígstilrauna
var hæst hjá 15-19 ára konum. Börn yngri en 18 ára voru 58
(14%). Langoftast var um samsettar lyfjaeitranir að ræða, þar
sem notuð voru fleiri en eitt lyf. Önnur efni en lyf voru notuð í sex
tilfellum. Róandi lyf, svefnlyf, alkóhól, þríhringlaga geðdeyfðarlyf
og verkjalyf voru mest notuðu lyfin. í 80% tilfella gerðist
atburðurinn inni á heimili og 44% sjúklinga höfðu reynt sjálfsvíg
áður með lyfjum eða efnum. Fimmtíu og tveir (13%) sjúklingar
voru lagðir inn á gjörgæslu, 236 (57%) inn á aðrar deildir og 126
(30%) voru útskrifaðir eftir mat og meðferð á bráðamóttöku.
Enginn sjúklingur lést.
Alyktanir: Tíðni sjálfsvígstilrauna með lyfjum er há samanborið
við tíðni annarra sjálfsvígstilrauna og er mun hærri meðal kvenna
en karla. Endurteknar sjálfsvígtilraunir með lyfjum eru algengar.
Engin dauðsföll urðu í þessari rannsókn sem bendir til þess að
dánartíðnin sé lág.
V 62 Dánarmein þeirra sem notuðu bráðamóttöku sjúkra-
húss og voru sendir heim
Oddný S. Gunnarsdóttir1, Vilhjálmur Rafnsson2
‘Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar Landspítala, 2rannsóknarstofa í
heilbrigðisfræði, læknadeild HI
vilraf@hi.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða árlegan
fjölda notenda sem voru útskrifaðir heim eftir að hafa sótt á
bráðamóttökuna eftir aldri, kyni og fjölda heimsókna á hverju ári
og athuga hvort fjöldi heimsókna spáir fyrir um hærri dánartíðni.
Efniviður og aðferðir: Þetta var aftursýn ferilrannsókn á
dánarmeinum þar sem notuð var Dánameinaskrá Hagstofu
íslands. Alls höfðu 19.259 sjúklingar sótt til bráðamóttöku
Landspítala Hringbraut á árunum 1995 til 2001 og verið útskrifaðir
heim. Reiknað var staðlað dánarhlutfall og áhættuhlutfall þar
sem notuð var tímaháð fjölþáttagreining.
Niðurstöður: Árleg aukning heimsókna á bráðamóttökuna, þegar
menn voru sendir heim, var 7-14% eftir aldurshópum á árunum
1995 til 2001. Dánarhlutfall þeirra sem sendir voru heim af bráða-
móttökunni, miðað við aðra, var 1,81 fyrir karla og 1,93 fyrir
konur. Dánartíðnin var hærri meðal þeirra sem komu tvisvar eða
þrisvar eða oftar á móttökuna miða við þá sem komu einu sinni.
Dánarmeinin sem leiddu til hæstu dánartíðninnar hjá þeim sem
komu oft á móttökuna voru krabbamein, blóðþurrðarsjúkdómar
hjarta, ytri orsakir, einkum eitranir, sjálfsmorð og líklega sjálfs-
morð.
Ályktanir: Þar sem bráðamóttakan var fyrir lyflækningar og
skurðlækningar, ekki slys, kom há dánartíðni vegna lyfjaeitrana
og sjálfsmorða á óvart. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar á
útskriftargreiningum þeirra sem koma endurtekið á móttökuna
til þess að reyna að skilja og koma í veg fyrir þessa háu dán-
artíðni.
V 63 Heilsa og líðan fólks sem greinst hefur með krabba-
mein. Þreifirannsókn
Eiríkur Örn Arnarson1-3, Snorri Ingimarsson2, Sigurður Örn Hektorsson2,
Ragnhildur S. Georgsdóttir1, Arna D. Einarsdóttir2, Helgi Sigurðsson2-3
4Sálfræðiþjónusta Landspítala, 2endurhæfingarsviði, 5krabbameinslækn-
inga-deild Landspítala, læknadeild HÍ
eirikur@landspitali. is
Læknablaðið/fylgirit 53 20
06/93 101
L