Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 103
AGRIP VEGGSPJ ALDA / XIII. VISINDARAÐSTEFNA Hl eftir aðgerð. Pví teljum við að meðfætt þindarslit, þar sem aðrir alvarlegir fósturgallar eru ekki til staðar, sé vafasöm ábending fyrir fóstureyðingu. V 66 Þreyta meðal kvenna sem hafa nýlega greinst með brjóstakrabbamein og kvenna starfandi á einu hjúkrunar- heimili í Reykjavík Jónína Þórunn Erlendsdóttir'. Erla Kolbrún Svavarsdóttir2 ‘Landspítali, 2hjúkrunarfræðideild HÍ joninae@landspitali. is Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á íslandi og greinist í um 160 konum hérlendis árlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þreytu meðal íslenskra kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein miðað við konur án sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með langtímarann- sóknarsniði. Upplýsingum var safnað á tveimur tímapunktum, það er grunnmæling (tími eitt) og síðan fjórum til fimm vikum síðar (tími tvö). Þátttakendur voru konur (n=48) á aldrinum 30-74 ára sem nýlega höfðu greinst með brjóstakrabbamein og farið í skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð á Landspítala. Þátttakendur í samanburðarhópi voru konur (n=44) á aldrinum 19-66 ára sem störfuðu á einu hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Mælitækin voru Piper- þreytumælikvarði og bakgrunnsspurningalisti. Á tíma eitt svöruðu þátttakendur spurningalistunum á meðferðarstað (konur með brjóstakrabbamein) og á vinnustað (samanburðarhópur). Á tíma tvö voru gögnin póstsend heim til allra þátttakenda. Niðurstöður: Þreyta var algeng á meðal þátttakenda. Marktækur munur kom fram á þreytu meðal kvenna með brjóstakrabbamein samanborið við konur án sjúkdómsins á tíma tvö, en ekki á tíma eitt. Konur með brjóstakrabbamein, sem voru með lágt hemóglóbíngildi, voru ekki marktækt þreyttari. Konur með brjóstakrabbamein höfðu upplifað þreytu sína marktækl lengur en konur án sjúkdómsins. Enginn marktækur munur var á þreytu meðal kvenna með brjóstakrabbamein eftir tegund krabbameinsmeðferðar (skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð). Ályktanir: Rannsóknin gefur vfsbendingu um að þreyta sé einkenni sem íslenskar konur upplifi. Þreyta meðal kvenna með brjóstakrabbamein var algeng en á misjöfnu stigi. Mikilvægt er að gera þreytueinkennið sýnilegra hjá þeim en það er í dag og veita því meiri athygli. V 67 Kalkanir í ósæð í brjóstholi aldraðra Gyða S. Karlsdóttir1, Thor Aspelund', Sigurður Sigurðsson', Guðný Eiríksdóttir1, Lenore Launer2, Tamara B. Harris2, Robert Detrano3, Vilmundur Guðnason1 'Hjartavernd, 2IRP, National Institute on Aging, Bethesda, USA, 3Harbor- UCLA Medical Center Torrance, USA gyda@hjarta.is Inngangur: Þrátt fyrir að þekkt sé samband kalks í kransæðum og kalks í ósæð í kviðarholi með auknum aldri, þá hafa ekki verið til upplýsingar um kalk í ósæðarboga og aðfarandi og fráfarandi ósæð í brjóstholi. Hjartavernd þróaði aðferð til að mæla kalk í þessum hluta ósæðar, það er frá toppi ósæðarboga niður í hæð við neðsta hluta hjartans. Efniviður og aðferðir: Teknar voru tölvusneiðmyndir með fjögurra sneiða tæki (Simens Sensation 4), þar sem notað var hjartalínurit lil að stilla myndatökuna í takt við hjartslátt þátt- takanda.Tölvusneiðmyndirnar voru lesnar með forriti sem notað var til að merkja og reikna út magn kalks í kransæðum, en var hér endurhannað til að meta kalk í ósæð í brjóstholi. Ósæðinni var skipt í þrjá hluta; ósæðarboga, aðfarandi ósæð og fráfarandi ósæð. Útlínur æðanna voru merktar og kalkmagnið reiknað út og nið- urstöður gefnar í Agatston-stigum. Niðurstöður: Þátttakendur voru 676 (263 karlar og 413 konur) á aldrinum 66-92 ára (meðaltal 75). Agatston-stig fyrir karla hækk- uðu um 34% (95%CI: 22-45%) fyrir hver fimm ár. Meiri hækkun varð hjá konum fyrir hver fimm ár eða 49% (95CI: 40%-58%). Það var ekki tölfræðilega marktækur munur á milli kynja í aldurs- hópnum 66-70 ára og karlar í aldurshópnum 85+ höfðu marktækt færri Agatston-stig en konur. Ályktanir: Hjartavernd hefur þróað öfluga aðferð til að meta kalk í ósæð í brjóstholi. Aldurs og kynjaskipt dreifing á kalkmagni í ósæð í brjóstholi aldraðra sýnir sterk aldurstengsl fyrir bæði kynin en tölfræðilega marktækt sterkari fyrir konur. V 68 Miðblaðsheilkenni. Klínísk einkenni og meinafræði Jón Þorkell Einarsson1, Jónas G Einarsson1, Helgi J. ísaksson2, Gunnar Guðmundsson1 'Lungnadeild, 2rannsóknastofa í meinafræði Landspítala jonthorkelI@gtnail.soc Inngangur: Miðblaðsheilkenni (Middle lobe syndrome) er sjald- gæft sjúkdómsástand í miðblaði hægra lunga. Lítið er vitað um klínísk einkenni og meinafræði þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þessi atriði. Efniviður og aðferöir: Skoðuð voru sjúkragögn sjúklinga þar sem miðblaðið hafði verið fjarlægt árin 1993 til 2006. Þeir fundust með leit í gagnagrunni Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala- háskólasjúkrahúsi og sjúkraskýrslur frá klínískum deildum voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 18 sjúklinga, fimm karla og 13 konur á aldrinum 2-86 ára (meðaltal 53 ár). Algengast var að sjúklingar hefðu endurteknar sýkingar (13) og hósta (12). Einnig uppgang (9), mæði (8), brjóstverk (7) og blóðhósta (2) sem einkenni. Átta voru með teppusjúkdóm í lungum. Við skoðun heyrðist önghljóð yfir lungum hjá sjö sjúklingum. Tölvusneiðmyndir voru til af öllum sjúklingunum og sýndu þær þéttingu (9), samfall (9), berkjuskúlk (6) og dreifðar þéttingar (4). Hjá einum sást aðskota- hlutur í berkju. Alls sáust níu mismunandi vefjafræðilegar orsakir fyrir miðblaðsheilkenni Algengast var að sjá berkjuskúlk eða hjá átta sjúklingum. Þrír höfðu aðskotahlutsviðbragð. Til við- bótar var algengt að sjá trefjavefslungnabólgu og berkjubólgu. Berkjuspeglun hafði verið gerð í 15 sjúklinganna og var fyrirstaða í miðblaðsberkju hjá einum. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.