Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 108
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Markmið rannsóknarinnar var að meta starfsfærni kjálkans hjá slembiúrtaki fullorðinna með spurningakönnun og þáttagrein- ingu. Efniviður og aðferðir: Efniviði hefur verið lýst áður (Ragnarsson, et al 2003). Til að meta starfsfærnina var notaður 17 atriða mælitæki þar sem viðkomandi gat gefið til kynna hversu erfitt var að nota kjálkann við ýmis störf (alls ekki, dálítið, talsvert, mjög, afar erfitt eða ómögulegt). Þáttagreining var notuð til að kvarða spurningalistann. Vísitala var fengin fyrir fötlun kjálkans og hún metin (lítil - miðlungs - mikil) Niðurstöður: Alls bárust svör 1.192 einstaklinga (80% svörun). Sex prósent (73) svöruðu ekki öllum spurningunum á prófinu og 656 (59%) höfðu gildið 0 (alls ekki erfitt) á öllum spurning- unum. Við mat á fötlun kjálkans reyndust 96% hafa litla eða enga fötlun, 3,5% miðlungs, og 0,5% mikla fötlun. Svör 463 voru notuð við þáttagreiningu. Fyrsti aðalþátturinn var vegin samtala allra þáttanna með jákvæðum vogtölum frá 0.45 til 0,77, sem bendir til þess að vísitala prófsins sé hæf til að túlka fötlun kjálkans í heild. Þessi þáttur skýrði 49% af heildarfrávikinu og myndaði þáttinn tyggifærni. Annar þátturinn skýrði önnur 11% og myndaði þátt- inn félagsfærni þar sem aðallega var um að ræða störf sem snúa að daglegum samskiptum. Þriðji þátturinn, gapfærni, skýrði 6% og sneri að störfum þar sem opna þarf munninn mikið. Alyktanir: Fjórir af hundraði íslendinga á fertugsaldri telja sig hafa miðlungs eða mikla skerðingu á starfsfærni kjálkans, einkum tengda tyggingu. V 81 Selen í hrútum. Metið með ákvörðunum á GPX-virkni í blóði Sigurður Sigurðarson12, Kristín Björg Guðmundsdóttir', Jakob Kristinsson'. Þorkell Jóhannesson* * 3,Tryggvi Eiríksson4 'Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum. Keldum 2Landbúnaðar- stofnun, Selfoss, 'rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, JLandbúnaðarháskóli Islands kbg@internet.is Inngangur: Selen hefur nær ekkert verið rannsakað í hrútum á íslandi. Ensímið glútatíon-peroxídasi (GPX) í blóði sauðfjár (og fleiri húsdýra) inniheldur selen og eru GPX-gildi þvf oft notuð til þess að fá hugmynd um selenþéttni í blóði húsdýra. GPX-virkni í blóði, sem er minni en 100 einingar/g hemóglóbíns (Hb), bendir á selenskort. Efniviður og aðferðir: Safnað var blóðsýnum úr 23 hrútum, tveggja til fimm vetra, á átta bæjum í nóvember 2005 til janúar 2006. GPX-virkni var ákvörðuð með ljósgleypni (spectrophotometric assay). Niðurstöður eru gefnar upp sem einingar/g Hb. Niðurstöður: GPX-gildi voru á bilinu 83-704 ein./g Hb. Fimm hrútar á einum bæ höfðu sumarlangt og fram á haust gengið á mýrlendi, uns þeir voru teknir á hús í byrjun nóvember. Þeir höfðu verið fóðraðir á heyi, en ekki fengið nein sölt eða annað fóður. GPX-gildi þeirra voru innan við 100 ein./g Hb eða lítið eitt þar yfir. Á hinum bæjunum sjö voru GPX-gildi í blóði allra hrúta, að tveimur undanskildum, vel umfram 100 ein./g Hb. Athygli vakti, hve GPX-gildi voru há í tveimur hrútum sem á húsi voru eingöngu fóðraðir á há, og í einum hrúti sem gengið hafði í fjalllendi yfir sumartímann, en ekki fengið neina selenuppbót eftir að hann var tekinn á hús. Alyktanir: Ætla má, að gjöf selens á formi saltsteina, fóðurbætis eða stungulyfs (með eða án E-vítamíns) tryggi að GPX-gildin séu oftast vel ofan ætlaðra skortsmarka. Þessu var öðruvísi farið um hrúta, sem verið höfðu sumarlangt á mýrlendi og ekki höfðu fengið neina selenuppbót eftir að þeir voru teknir á hús. Há GPX- gildi í blóði þess hrúts sem gekk í fjalllendi sumarlangt benda hins vegar enn til þess að fjallagróður sé öflugur selengjafi og hið sama virðist einnig geta átt við um há. Selenskortur er engu minna mál í hrútum en ám. V 82 Járn og járn/mangan-hlutfall í heyi á íslenskum sauðfjárbúum. Tengsl við riðu Kristín Björg Guömundsdóttir'.Sigurður Sigurðarson1-2, Jakob Kristinsson’, Tryggvi Eiríksson4, Þorkell Jóhannesson’ 'Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum. Keldum, 2Landbúnaðarstofnun, Selfoss, 'rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 4Landbúnaðarháskóli íslands kbg@simnet.is Inngangur: Talið er, að þættir í umhverfinu, til dæmis snefilefni í fóðri, skipti máli fyrir uppkomu riðu í sauðfé. Því var kannað, hvort einhver tengsl væru milli járnþéttni í heyi og staksettrar (sporadic) uppkomu klínískrar riðu í sauðfé. Þar sem járn og mangan eru talin vera andvirk efni (antagonists) í plöntum, voru járn/mangan-hlutföll í heysýnunum jafnframt reiknuð. Efniviður og aðferðir: Safnað var samtals 172 heysýnum einkum úr rúlluböggum á 47 bæjum af uppskerum áranna 2001, 2002 og 2003. Bæjunum var skipt í fjóra flokka eftir því hvort og hvenær riða hefði komið þar upp. Járn og mangan var ákvarðað í sýnunum með ICP-tækni. Niðurstöður: Mest járn var í heyi frá riðubæjunum (riða í gangi) og var að meðaltali marktækt meira (P = 0,001) en í heyi frá bæjum í hinum flokkunum. Meðal járn/mangan-hlutfall í heyi frá riðubæjum var einnig marktækt hærra en í heyi frá riðulausum bæjum og fjárskiptabæjum (áður riða en fénu fargað og nýtt fé fengið), og munurinn var hámarktækur (P<0,001). Ályktanir: Járn í íslensku heyi virðist vera svo mikið að jaðri við ofgnótt eða eitrun í plöntum í vissum tilvikum. Þetta á einkum við hey frá riðubæjum. í heysýnum frá riðubæjum fór saman mikið járn og mikið mangan og svo aftur á móti minnkandi járn/ mangan-hlutfall í heysýnum eftir því sem uppkoma klínískrar riðu var talin ólíklegri. Þetta bendir eindregið til þess að hey frá riðubæjum sé með tilliti til þéttni þessara snefilefna öðruvísi en hey frá bæjum í öðrum riðuflokkum. Nánari rannsókn á járni og mangan í jarðvegi og fóðri kann því að skýra hvers vegna riða kemur þráfaldlega upp á sumum sauðfjárbúum en ekki öðrum. Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.