Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 109

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 109
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 83 Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur auka TNF- myndun en hafa ekki áhrif á IL-10 myndun kviðarholsátfrumna í rækt Ingibjörg Helga Skúladóttir, Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HI ih@hi.is Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS), eykur TNF-a myndun en minnkar IL-10 myndun staðbundinna kviðarholsátfrumna úr músum ex vivo. I þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 FÓFS í rækt á TNF-cc og IL-10 myndun kviðarholsátfrumna úr músum og áhrif fiskolíu í fæði músa á fjölda kviðarholsátfrumna sem seyta TNF-a og IL- 10. Efniviður og aðferðir: Staðbundnar og aðkomnar kviðarholsát- frumur úr BalbC músum, ásamt átfrumulínu, RAW 264.7, voru ræktaðar án eða með arakídón sýru (AA, n-6), línólsýru (LA, n-6), eikósapentaensýru (EPA, n-3), eða dókósahexaensýru (DHA, n-3). Frumurnar voru örvaðar með LPS og styrkur TNF- a og IL-10 mældur í floti með ELISA aðferð. BalbC mýs fengu fæði bætt með fiskolíu eða kornolíu í fjórar vikur. Staðbundnar kviðarholsátfrumur voru einangraðar og fjöldi frumna sem seyta TNF-a og IL-10 metinn með ELISpot aðferð. Niðurstöður: Kviðarholsátfrumur ræktaðar með ómega-3 FÓFS seyttu marktækt meira TNF-a en frumur ræktaðar með ómega-6 FÓFS. Ómega-3 FÓFS höfðu lítil áhrif á IL-10 myndun. Fiskolía í fæði jók meðal TNF-a myndun hverrar kviðarholsátfrumu en hafði ekki áhrif á fjölda frumna sem seyttu TNF-a. Hins vegar voru færri IL-10 myndandi frumur í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu en í kviðarholi músa sem fengu kornolíu. Fiskolía í fæði hafði ekki áhrif á meðal IL-10 myndun hverrar frumu. Ályktanir: Ómega-3 FÓFS hafa sömu áhrif á TNF-a myndun kviðarholsátfrumna in vitro og fiskolía í fæði hefur á TNF-a myndun þeirra ex vivo. Pessi áhrif skýrast líklega af innlimun fitusýranna í frumuhimnur og áhrifum þeirra á starfsemi frumnanna. Á hinn bóginn hafa ómega-3 FÓFS ekki áhrif á IL-10 myndun hverrar átfrumu hvort sem þær eru gefnar í fæði eða í rækt. Fiskolía í fæði fækkar hins vegar fjölda frumna í kviðarholi músa sem seyta IL-10. V 84 Frumdýrasníkjudýr í hreindýrum Rangifer tarandus á íslandi Karl Skírnisson1, Berglind Guðmundsdóttir1, Bj0rn Gjerde2 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Parasitology laboratory, Norwegian School of Veterinary Science, Osló k.arlsk@hi.is Inngangur: Hreindýr á íslandi eru upprunnin í Noregi og hafa lifað hér í ríflega tvær aldir. Að minnsta kosti 20 tegundir frumdýrasníkjudýra af 11 ættkvíslum (Babesia, Besnoitia (Fibrocystis), Cryptosporidium, Eimeria, Entamoeba, Giardia, Isospora, Maegtryphanum, Sarcocystis, Toxoplasma og Trypanosoma) eru þekkt í hreindýrum erlendis. Ekkert var vitað um frumdýrasníkjudýr í hreindýrum hér á landi við upphaf athugananna. Efniviður og aðferðir: Árin 2003-2005 var leitað að frumdýrasníkjudýrum í meltingarvegi með því að skoða saursýni úr 192 kálfum og 56 fullorðnum hreindýrum með McMaster og FEC botnfellingaraðferðum. Einnig var leitað að þolhjúpum Giardia sp. og Cryptosporidium sp. með ónæmisljómun. Þá var leitað að Besnoitia, Sarcocystis og Toxoplasma í HE lituðum vefjasneiðum úr 34 dýrum. Bein leit var gerð að Sarcocystis í vélinda og þind 11 dýra. Niðurstöður: Alls fundust átta frumdýrasníkjudýr. I meltingarvegi fundust þrjár tegundir hnísla; Eimeria mayeri, E. rangiferis og E. hreindyria. Allir voru hníslarnir sjaldgæfir. Polhjúpar Giardia fundust í saur 13,5% kálfa en aldrei í fullorðnum dýrum. Entamoeaba sp. var algeng bæði í kálfum (59%) og fullorðnum dýrum (65%). Vefjaþolhjúpar þriggja Sarcocystis tegunda fundust; S. rangi sást í 64% tilfella, S. hardangeri fannst í 36% og S. tarandivulpes sást í 18% dýranna. Ályktanir: Engin ofangreindra tegunda hafði áður verið staðfest í hreindýrum hér á landi. Tvær hníslategundanna voru áður óþekktar og hefur verið lýst sem nýjum tegundum. Eimeria spp. og Sarcocystis spp. eru sérhæfð hreindýrasníkjudýr sem talin eru hafa borist til landsins með forfeðrunum og hafa lifað í stofninum allar götur síðan. Giardia og Entamoeba sp. eru ekki nauðbundnar hreindýrum heldur lifa hér meðal annars í sauðfé. Vanþrif hreindýra hér á landi af völdum frumdýrasníkjudýra eru almennt séð álitin vera lítil sem engin. V 85 Ormasýkingar í hreindýrum Rangifer tarandum á íslandi Karl Skírnisson', Berglind Guðmundsdóttir', Eric Hoberg2 ’Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,2US National Parasite Collection & Animal Parasitic Disease Laboratory, USDA, Beltsville, Maryland, USA karlsk@hi.is Inngangur: Hreindýr voru flutt frá Noregi til nokkurra staða á landinu fyrir ríflega tveimur öldum. Þau dóu alls staðar út nema á Austurlandi þar sem stofninn komst í verulega útrýmingarhættu á fyrri hluta 20. aldar. Erlendis hafa víðtækar athuganir verið gerðar á ormasýkingum og óværu hreindýra. Athugun á helstu heimildum um þetta efni leiddi í ljós 65 tegundir. Lengstur er listinn yfir þráðorma, 44 tegundir, en þar eru líka átta bandorms-, sjö ögðu- og sex óværutegundir. Efniviður og aðferðir: Við rannsóknir á 58 hreindýrum á árunum 2003-2005 var leitað að lirfustigum (sullum) bandorma. Tegundir og fjöldi orma voru rannsökuð í mjógörn og langa 39 dýra en vinstrarormar í 24 dýrum. Práðorma var leitað í lungum 34 dýra og óværu í nefholi, eyrum og á húð eða í feldi 16 dýra. Leitað var með Baermann aðferð að lirfum lungnaorma í saursýnum úr 56 dýrum. Fjöldi þráðormseggja í grammi saurs var metinn með McMaster aðferð í 192 kálfum og 56 fullorðnum dýrum. Niðurstöður: Alls fundust átta tegundir þráðorma og ein bandormstegund. I vinstur voru þrjár tegundir þráðorma; Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.