Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 111

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 111
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VlSINDARÁÐSTEFNA HÍ Protozoa (írumdýr): Hexamita salmonis, Apiosoma sp.,Capriniana piscium, Trichodina sp., Dermocystidium branchiale. Metazoa (fjölfrumungar): Chloromyxum truttae, Myxidium (truttae) sp., Myxobolus arcticus, Myxobolus cerebralis, Myxobolus neurobius, Sphaerospora truttae, Apatemon gracilis, Diplostomum sp., Crepidostomum farionis, Phyllodistomum conostomum, Diphyllobothrium sp., Eubothrium crassum, E. salvelini, Philonema oncorhynchi, CapiUaria salvelini og Salmincola (edwardsi) sp. Meirihluti tegundanna fannst í báðum vötnunum og/eða í báðum hýsiltegundunum. Magn sumra þessara tegunda var þó breytilegt eftir vötnum og/eða hýsiltegundum. Sex tegundir; Dermocystidium branchiale, Chloromyxum truttae, Myxidium (truttae) sp., Myxobolus arcticus, Myxobolus neurobius og Sphaerospora truttae höfðu ekki fundist áður hér á landi. V 89 Smíði á flúrljómandi visnuveiruferju Katrín Ólafsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HI f meinafræði að Keldum katrino@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveiran (M V V) tilheyrir flokki lentiveira og er því náskyld eyðniveirunni (HIV). í rannsóknum á lentiveirum er mikilvægt að hanna kerfi þar sem hægt er að nema veiruna á skjótan og afgerandi hátt. EGFP genið (enhanced fluorecent protein) er talið vera góður kostur í þessu sambandi því það flúrljómar án nokkurra hjálparþátta. Kerfi þar sem smíðuð er heil sýkjandi veira með EGFP gen innlimað í stað annars gens hafa verið útbúin bæði fyrir HIV og MVV. Ekki hefur enn tekist að fá sýkjandi veirur í MVV en það hefur tekist í HIV. Rannsóknir hafa sýnt aðTat prótein MW og geitavisnuveirunnar (caprine arthritis encephalitis virus, CAEV) hefur litla sem enga trans-virkjunarvirkni miðað við í HIV-1 og nýlegar rannsóknir benda til þess að Tat í MVV og CAEV sé samsvarandi við Vpr prótein í HIV-1. f CAEV hefur verið sýnt fram á að veirur án tat gens eftirmyndast bæði in vivo og in vitro. Efniviöur og aðferðir: í þessari rannsókn var smíðuð heil visnuveiruferja þar sem EGFP gen var innlimað inn í stað tat gens veirunnar. Tat genið var klippt út að mestu, og þess var gætt að splæsiset væru ósnert. EGFP genið var innlimað inn í sama lesramma og fyrsta amínósýra tat gensins. Einnig var smíðaður MVV klónn án tat (MVVA tal). Visnuveiruferjurnar voru genaleiddar inn í kinda-fósturliðþelsfrumur og tjáning á EGFP MVVa lat/ECFP var staðfest með confocal flúrsmásjá. Víxlritunarvirkni var mæld í kinda-fósturliðþelsfrumunum eftir ákveðinn tíma. Niðurstöður og ályktanir: Tjáning á EGFP próteininu sást eftir þrjá sólarhringa. Pað mynduðust ekki sýkingarhæfar MVVA mi/EGFP MVVa tat veirur Tat próteinið í MVV virðist vera lífsnauðsynlegt fyrir eftirmyndun veirunnar. V 90 Kýlaveikibróðir í íslenskum eldisþorski, Gadus morhua Arni Kristmundsson. Sigurður Helgason, Matthías Eydal, Slavko H. Bambir Tilraunastöð H1 í meinafræði að Keldum arnik@hi.is Inngangur: Undanfarin ár hefur þorskeldi verið stundað við ísafjarðardjúp. Seiði á fyrsta aldursári eru veidd og alin í strand- kerjum frá hausti til næsta vors og þá flutt í sjókvíar til eldis í sláturstærð. Samhliða villiseiðum er alinn nokkur fjöldi seiða af eldisuppruna. Fjöldi fiska í eldinu hefur aukist jafnt og þétt, úr 60.000 fyrsta árið í um 1 milljón nú seinustu ár. Markmið verkefnisins var að fylgjast með heilsufari nokkurra árganga fiska allan eldisferilinn. Efniviður og aðferðir: Reglubundin sýnataka var á fiski úr kerjum og sjókvíum. Auk þess voru fiskar rannsakaðir ef óvenjumikilla affalla gætti. Fiskar voru krufðir, sjúkdómseinkenna leitað og bakteríur ræktaðar á blóðagar (2% NaCI) úr sýktum líffærum. Niðurstöður: I ljós kom að bakterían Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes er veldur kýlaveikibróður, var tíður sjúkdómsvaldur. Blóðsókn, blæðingar í roði, uggum, tálknlokum, tálknum, munnsvæði og augum svo og í ýmsum innri líffærum eins og lifur og hjarta voru algeng einkenni. Bólguhnúðar í tálknum og innri líffærum, einkum í hjarta, voru einnig áberandi. I keraeldinu bar lítið á kýlaveikibróður fyrstu árin, en er á leið varð veikin þar viðvarandi. I kvíaeldinu hefur sýkin verið meira eða minna viðvarandi í öllum árgöngum. Endurtekin lyfjagjöf hefur reynst nauðsynleg. Alyktanir: Jafnhliða auknu umfangi eldis hefur kýlaveikibróðir valdið vaxandi vanda, bæði í kerjaeldi og í sjókvíum. Þetta er ólíkt reynslu annarra þjóða sem stunda þorskeldi, en þar hefur kýlaveikibróðir ekki enn valdið teljandi tjóni. Sjúkdómsfaraldrar tengjast hér jafnan ýmsum streituvöldum svo sem óhagstæðum umhverfisaðstæðum. Sýkin er ekki síst alvarleg fyrir þá sök að gegn henni eru ekki enn tiltæk bóluefni. Þakkir: Verkefnið er styrkt af AVS sjóði sjávarútvegsráðuneytis- ins. V 91 Óþekkt hnísildýr í hörpuskel, Chlamys islandica, við ísland. Orsök affalla í stofninum? Arni Kristmundsson. Sigurður Helgason, Slavko H. Bambir, Matthías Eydal Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum arnik@hi.is Inngangur: Mikil afföll hafa orðið á hörpuskel við ísland síðustu ár, einkum í eldri skel (>5sm). Stofnvístalan er nú aðeins um 20% af meðaltali áranna 1996-2000. Markmið verkefnis er að rannsaka hvort sjúkdómar eigi þátt í afföllunum. Efniviður og aöferðir: Frá árinu 2002 hafa staðið yfir rannsóknir á hörpudiski úr Breiðafirði frá nokkrum veiðsvæðum á mis- munandi árstímum. Einnig hafa verið rannsakaðar skeljar úr Arnarfirði, Hvalfirði. Hugsanlegir sjúkdómsvaldar eru greindir, Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.