Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 113
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
V 94 Tíðni höfuðáverka meðal barna og unglinga í þéttbýli
og dreifbýli
Jónas G. Halldórsson1, Kjell M. Flekk0y2, Kristinn R. Guðmundsson3,
Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1-5
'Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt,
Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild
HÍ, Jæknadcild HÍ
jonasgh@lamlspiUili. is
Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tíðni höfuðáverka geti
verið breytileg milli landa og landsvæða. Tíðnirannsóknir veita
mikilvægar upplýsingar, meðal annars við þróun markvissra og
árangursríkra fyrirbyggjandi aðgerða. Hér á landi hafa rannsóknir
á höfuðáverkum fyrst og fremst beinst að höfuðborgarsvæðinu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn og
unglingar á aldrinum 0-19 ára, sem greind voru með höfuðáverka
(ICD-9 850-854) á einu ári, frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993
(N=550). Heildarfjöldi íslenskra barna var á þessum tíma 85.746.
Um er að ræða framvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á íslandi um upplýsingar um
börn og unglinga sem greind voru með höfuðáverka. Skoðuð var
mismunandi tíðni höfuðáverka eftir aldri, kyni, búsetu og alvar-
leika höfuðáverka. Búseta var annars vegar skilgreind sem þétt-
býli, það er Reykjavíkursvæðið, og hins vegar sem dreifbýli, það
er öll önnur svæði landsins. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir
því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild,
heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til
heilamars eða blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða.
Hclstu niðurstöður: Fleiri strákar en stelpur voru greindir með
höfuðáverka. Hæsta tíðni höfuðáverka var í yngsta aldurshópnum,
0-4 ára, ekki síst vegna fjölda þeirra sem koma á bráðadeildir.
Marktækt færri börn voru greind með höfuðáverka í dreifbýli en
í þéttbýli. Sérstaklega á þetta við um greiningu höfuðáverka á
bráðadeildum. Meirihluti látinna bjó í dreifbýli.
Alyktanir: Miðað við niðurstöður rannsókna, er ólíklegt að færri
verði fyrir höfuðáverka í dreifbýli en þéttbýli. Því má álykta að
einhverra hluta vegna leiti foreldrar í dreifbýli síður með börn sín,
sem verða fyrir höfuðhöggi og heilahristingi, á heilsugæslustöðvar
en foreldrar í þéttbýli.
V 95 Þurfa börn endurhæfingu?
Jónas G. Halldórsson', Kjell M Flekkpy2, Kristinn R. Guðmundsson3,
Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1-5
‘Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt,
Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild
HÍ, 5læknadeild HÍ
jonasgh@landspitali.is
Inngangur: Höfuðáverkar og heilaskaðar eru algengastir
meðal barna og ungmenna. Heilaskaði af völdum áverka er ein
algengasta orsök varanlegrar skerðingar, sjúkleika og dauða
í þessum aldurshópi. Heilaskaði breytir framtíðarhorfum og
möguleikum ungs fólks á ýmsan hátt.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn
á aldrinum 0-17 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9
850-854) á 11 ára tímabili 1990-2000. Um er að ræða afturvirka
rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva á Islandi um upplýsingar um börn sem greind voru með
höfuðáverka. Unnið var úr upplýsingum í tölvutæku skráning-
arkerfi stofnana. Skoðaður var mismunandi fjöldi eftir alvarleika
höfuðáverka. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um
var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing
sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða
blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða.
Helstu niðurstöður: Á 11 ára tímabili voru að meðaltali um 537
börn greind með höfuðáverka á ári hverju. Um 400 þeirra komu
á slysadeildir, voru greind með heilahristing (ICD-9 850), en ekki
lögð inn á sjúkrahús. Um 115 börn af 537 voru lögð inn á sjúkra-
hús og greind með heilahristing. Um 17 börn af 537 voru greind
með heilaskaða af völdum höfuðáverka, heilamar eða blæðingu í
heila eða heilahimnum (ICD-9 851-4). Fimm börn dóu að með-
altali árlega vegna heilaskaða af völdum áverka.
Ályktanir: Afleiðingar heilaskaða hjá börnum eru oft langvinnar,
þannig að merkja má afleiðingar í mánuði og ár og jafnvel alla
ævi. Heilaskaði truflar miðtaugakerfi, heilastarfsemi og einstak-
ling í mótun, þróun og þroska. Það má því álykta að umtalsverður
hópur íslenskra barna þarfnist sérhæfðrar endurhæfingar, íhlut-
unar og eftirfylgdar um langt skeið vegna afleiðinga heilaskaða.
V 96 Ofát af fóðri með ómega-3 fitusýrum úr fiskolíu
viðheldur styrk ómega-3 fitusýra í fituvef í rottum
Guörún V. Skúladóttir1, Logi Jónsson1, Helgi B. Schiöth2, Jón Ó.
Skarpheðinsson1
‘Lífeðlisfræðistofnun HI, 2taugalífeðlisfræðideild háskólans í Uppsölum
gudrunvs@hi.is
Inngangur: Fituvefur er nú talinn gegna fjölþættari hlutverkum en
að vera eingöngu geymslustaður fyrir orku eins og áður var álitið.
Hann kemur meðal annars við sögu í stjórnun kjörþyngdar. Sýnt
hefur verið fram á að hár styrkur ómega-3 fitusýra í fæðu, sem
koma úr sjávarfangi (EPA og DHA), lækkar styrk þríglýseríða
í blóði og leiðir til minni fitusöfnunar en aðrar gerðir fitusýra.
Omega-3 fitusýrur eru taldar örva beta-oxun fitusýra í lifur og
fituvef og þar með minnka uppsöfnun á forðafitu (þríglýseríðum)
í fituvef. Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif ofáts af fóðri,
með mismunandi gerð fitusýra en sama fituinnihaldi, á þyngd-
araukningu og fitusýrusamsetningu forðafitu í fituvef.
Efniviður og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá fóðurhópa,
sem fengu mettaða fitu (tólg), ómega-6 fjölómettaða fitu (sól-
blómaolíu) eða ómega-3 fjölómettaða fitu (lýsi). Orkuinnihald
fitu í öllum fóðurgerðunum var 7,5%. Ofát og offita var fram-
kölluð með stöðugu innrennsli af hindra melanókortín viðtaka í
heilahol í 14 daga. Viðmiðunardýr fengu tilbúinn mænuvökva.
Niðurstöður: Dýrin sem fengu hindrann átu 50% meira fóður og
þyngdaraukningin var fjórfalt meiri en hjá viðmiðunardýrunum.
Gerð fitusýra í fóðri hafði ekki áhrif á þyngdaraukningu né magn
fitusýra í fituvef þegar um hóflega neyslu var að ræða (viðmið).
Þegar neytt var umfram orkuþörf var hlutur ómega-3 fitusýr-
anna í fituvef hjá lýsishópnum óbreyttur borið saman við hóflega
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 113