Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 113

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 113
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 94 Tíðni höfuðáverka meðal barna og unglinga í þéttbýli og dreifbýli Jónas G. Halldórsson1, Kjell M. Flekk0y2, Kristinn R. Guðmundsson3, Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1-5 'Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt, Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild HÍ, Jæknadcild HÍ jonasgh@lamlspiUili. is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tíðni höfuðáverka geti verið breytileg milli landa og landsvæða. Tíðnirannsóknir veita mikilvægar upplýsingar, meðal annars við þróun markvissra og árangursríkra fyrirbyggjandi aðgerða. Hér á landi hafa rannsóknir á höfuðáverkum fyrst og fremst beinst að höfuðborgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn og unglingar á aldrinum 0-19 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á einu ári, frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993 (N=550). Heildarfjöldi íslenskra barna var á þessum tíma 85.746. Um er að ræða framvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á íslandi um upplýsingar um börn og unglinga sem greind voru með höfuðáverka. Skoðuð var mismunandi tíðni höfuðáverka eftir aldri, kyni, búsetu og alvar- leika höfuðáverka. Búseta var annars vegar skilgreind sem þétt- býli, það er Reykjavíkursvæðið, og hins vegar sem dreifbýli, það er öll önnur svæði landsins. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða. Hclstu niðurstöður: Fleiri strákar en stelpur voru greindir með höfuðáverka. Hæsta tíðni höfuðáverka var í yngsta aldurshópnum, 0-4 ára, ekki síst vegna fjölda þeirra sem koma á bráðadeildir. Marktækt færri börn voru greind með höfuðáverka í dreifbýli en í þéttbýli. Sérstaklega á þetta við um greiningu höfuðáverka á bráðadeildum. Meirihluti látinna bjó í dreifbýli. Alyktanir: Miðað við niðurstöður rannsókna, er ólíklegt að færri verði fyrir höfuðáverka í dreifbýli en þéttbýli. Því má álykta að einhverra hluta vegna leiti foreldrar í dreifbýli síður með börn sín, sem verða fyrir höfuðhöggi og heilahristingi, á heilsugæslustöðvar en foreldrar í þéttbýli. V 95 Þurfa börn endurhæfingu? Jónas G. Halldórsson', Kjell M Flekkpy2, Kristinn R. Guðmundsson3, Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1-5 ‘Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt, Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild HÍ, 5læknadeild HÍ jonasgh@landspitali.is Inngangur: Höfuðáverkar og heilaskaðar eru algengastir meðal barna og ungmenna. Heilaskaði af völdum áverka er ein algengasta orsök varanlegrar skerðingar, sjúkleika og dauða í þessum aldurshópi. Heilaskaði breytir framtíðarhorfum og möguleikum ungs fólks á ýmsan hátt. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn á aldrinum 0-17 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á 11 ára tímabili 1990-2000. Um er að ræða afturvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva á Islandi um upplýsingar um börn sem greind voru með höfuðáverka. Unnið var úr upplýsingum í tölvutæku skráning- arkerfi stofnana. Skoðaður var mismunandi fjöldi eftir alvarleika höfuðáverka. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða. Helstu niðurstöður: Á 11 ára tímabili voru að meðaltali um 537 börn greind með höfuðáverka á ári hverju. Um 400 þeirra komu á slysadeildir, voru greind með heilahristing (ICD-9 850), en ekki lögð inn á sjúkrahús. Um 115 börn af 537 voru lögð inn á sjúkra- hús og greind með heilahristing. Um 17 börn af 537 voru greind með heilaskaða af völdum höfuðáverka, heilamar eða blæðingu í heila eða heilahimnum (ICD-9 851-4). Fimm börn dóu að með- altali árlega vegna heilaskaða af völdum áverka. Ályktanir: Afleiðingar heilaskaða hjá börnum eru oft langvinnar, þannig að merkja má afleiðingar í mánuði og ár og jafnvel alla ævi. Heilaskaði truflar miðtaugakerfi, heilastarfsemi og einstak- ling í mótun, þróun og þroska. Það má því álykta að umtalsverður hópur íslenskra barna þarfnist sérhæfðrar endurhæfingar, íhlut- unar og eftirfylgdar um langt skeið vegna afleiðinga heilaskaða. V 96 Ofát af fóðri með ómega-3 fitusýrum úr fiskolíu viðheldur styrk ómega-3 fitusýra í fituvef í rottum Guörún V. Skúladóttir1, Logi Jónsson1, Helgi B. Schiöth2, Jón Ó. Skarpheðinsson1 ‘Lífeðlisfræðistofnun HI, 2taugalífeðlisfræðideild háskólans í Uppsölum gudrunvs@hi.is Inngangur: Fituvefur er nú talinn gegna fjölþættari hlutverkum en að vera eingöngu geymslustaður fyrir orku eins og áður var álitið. Hann kemur meðal annars við sögu í stjórnun kjörþyngdar. Sýnt hefur verið fram á að hár styrkur ómega-3 fitusýra í fæðu, sem koma úr sjávarfangi (EPA og DHA), lækkar styrk þríglýseríða í blóði og leiðir til minni fitusöfnunar en aðrar gerðir fitusýra. Omega-3 fitusýrur eru taldar örva beta-oxun fitusýra í lifur og fituvef og þar með minnka uppsöfnun á forðafitu (þríglýseríðum) í fituvef. Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif ofáts af fóðri, með mismunandi gerð fitusýra en sama fituinnihaldi, á þyngd- araukningu og fitusýrusamsetningu forðafitu í fituvef. Efniviður og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá fóðurhópa, sem fengu mettaða fitu (tólg), ómega-6 fjölómettaða fitu (sól- blómaolíu) eða ómega-3 fjölómettaða fitu (lýsi). Orkuinnihald fitu í öllum fóðurgerðunum var 7,5%. Ofát og offita var fram- kölluð með stöðugu innrennsli af hindra melanókortín viðtaka í heilahol í 14 daga. Viðmiðunardýr fengu tilbúinn mænuvökva. Niðurstöður: Dýrin sem fengu hindrann átu 50% meira fóður og þyngdaraukningin var fjórfalt meiri en hjá viðmiðunardýrunum. Gerð fitusýra í fóðri hafði ekki áhrif á þyngdaraukningu né magn fitusýra í fituvef þegar um hóflega neyslu var að ræða (viðmið). Þegar neytt var umfram orkuþörf var hlutur ómega-3 fitusýr- anna í fituvef hjá lýsishópnum óbreyttur borið saman við hóflega Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.