Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 31

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 31
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 31 kolkrabbanum skipt upp Viðskiptalífið nötraði 18. september 2003 þegar víðtæk uppstokkun var gerð á Eimskip og tengdum félögum. Það voru Landsbankinn og Íslandsbankinn sem stóðu að uppstokkuninni sem gjarna hefur verið nefnd uppstokkunin á kolkrabb- anum. Íslandsbanki fékk hluti Eimskips í Flugleiðum, Íslandsbanka og Sjóvá- Almennum, auk þess að kaupa hlut í Sjóvá- Almennum sem myndaði yfirtökuskyldu, – og þá keypti Íslandsbanki kjölfestuhlut í Straumi. Landsbankinn fékk Eimskip, þ.e. Eimskip flutninga, Brim (ÚA, HB, Skagstr.) og Burðarás (fjárfestingarfélag; SH, Marel, Steinhólar o.fl.). Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, og Sigurjón Árnason og Halldór Jón Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, tilkynntu á blaðamanna- fundum um þessa víðtækustu uppstokkun sem gerð hafði verið á þekktustu fyrirtækja- samsteypu landsins. Nýir tímar voru komnir í viðskiptalífinu; nýir viðskiptahættir, nýir menn. Bankarnir voru orðnir yfirgnæfandi og hinn raunverulegi drifkraftur í viðskiptalífinu með því að skipta upp fyrirtækjum og eign- ast þau. Spilum sóknarbolta Eftir uppstokkunina á Eimskip sagði Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs- Landsbankans, að spilaður yrði sóknarbolti í ís- lensku viðskiptalífi og miklir möguleikar væru á raunhæfri útrás margra þekktra fyrirtækja. erlent fjármagn flæddi inn Þegar hér var komið sögu var ljóst að íslenskt viðskiptalíf hafði tekið stakka- skiptum. Bankarnir voru aðalleikararnir á sviðinu og höfðu ítök í stærstu fyrirtækjum landsins. Þeir hófu sóknarbolta af krafti sem aldrei fyrr og erlent fjármagn flæddi inn í landið í gegnum bankana. Tekinn var snún- ingur á nánast öllum stórum fyrirtækjum á Íslandi, þ.e. þau voru seld og bankarnir fjármögnuðu kaup nýrra eigenda. Þá var fé mokað í einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa hlutabréf. Loks voru bankarnir orðnir mjög áberandi fjárfestar í stærstu fyrirtækj- unum og stýrðu þeim í rauninni – auk þess sem þeir lánuðu stórfé til þessara fyrirtækja og bökkuðu þannig útrásina upp beint og óbeint; þ.e. með því að taka erlend lán hjá þekktum erlendum stórbönkum og endurlána til fyrirtækjanna og helstu eigenda þeirra; sterkustu fjárfesta landsins. k a u p a u k a r 18. september 2003. Kolkrabbanum skipt upp. Bankastjórar Landsbankans, þeir Sigurjón Árnason og Halldór Jón Kristjánsson, greina frá uppstokkuninni á Eimskipafélaginu og öllum fyrirtækjum þess félags á milli Landsbankans og Íslandsbanka. Þetta var tákn nýrra vinnu- bragða. Bankarnir voru orðnir aðalleikararnir á sviðinu. BaNkarNir GráðuGri ... 18. 09. 2003 eimskip skipt upp

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.