Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G HAUSTIÐ ER TÍMINN Villibráðar- og jólahlaðborð Perlunnar eru nokkuð sem fólk fer að hlakka til að njóta að ári um leið og það stendur upp frá borðum, mett og ánægt. Segja má að bæði sé snúist með og í kringum gesti Perlunnar. Gólfið snýst, þjónarnir snúast í kringum gestina og frammi í eldhúsi snýst allt um það hjá mat- reiðslumeisturunum að framreiða rétti sem renna ljúflega niður hvort heldur með góðum vínum eða einir sér. Guðni Hrafn Grétarsson veit- ingastjóri bendir fólki á að hafa hröð handtök við að panta sér borð í villi- bráðina, og ekki síður í jólahlaðboðið því margir panti borð „að sama tíma að ári“ um leið og staðið er upp frá borðum. Þegar borð er pantað þarf að miða við að mæta klukkan 19, 20 eða 21 en borðin eru einsetin svo enginn þarf að óttast að verða að skófla í sig matnum og hlaupa svo. Starfsmenn Perlunnar vilja að gest- irnir sitji sem lengst og njóti kvöldsins sem allra best. Í ár verður rýmra um hlaðborðin í Perlunni en verið hefur þar sem fatahengið hefur verið flutt niður í anddyri hússins. Við þetta hefur skapast aukið rými og hlaðborðin verða þrjú, forrétta-, aðalrétta- og loks eftirréttaborð og óþarfi að eyða tímanum í að standa í röð við að fá sér matinn. Spænskt vínþema með villibráðinni Þorleifur Sigurbjörnsson, yfirþjónn og vínþjónn, segir að með villibráð- inni verði spænskt vínþema og víninnflytjandinn Bakkus býður gestum upp á vínsmakk frá fimmtudegi til sunndags. Mælt verði með þurru sérríi, Tio Pepe, sem fordrykk eða með forréttunum og spænsku hvítvíni og rauðvíni frá Beronia í Rioja með aðalréttunum. Í lokin dreypi menn á 30 ára gömlu sætu sérríi (Noé) með eftirréttunum. Villibráð og jólahlaðborð Elmar Kristjánsson, matreiðslumeistari Perlunnar, segir að á villibráð- arhlaðborðunum verði yfir 70 réttir, forréttir, aðalréttir og eftirréttir. Villibráðarsúpan er alltaf borin fram fyrst og hefur svo verið um ára bil, enda nýtur hún feikilegra vinsælda. Þá koma ótrúlega fjölbreyttir forréttir, t.d. heiðagæs í ýmsum útfærslum, reyktur áll, lundi og bleikja, sérinnfluttir sveppi, andalifur, reyktur og grafinn laxinn og paté alls konar. Meðal aðalrétta verður villikryddaður kálfur, nýslátrað lamb, hreindýr, önd, gæs og stundum dádýr, ferskt smælki, meðlæti og sósur. Ostar, ís, ávaxtasalöt og skyrtertur reka svo lestina á eftirréttaborðinu. Jólahlaðborðið er með hefðbundnum hætti, enda Íslendingar íhalds- samir á þessu svið eftir að hafa notið jólahlaðborða á annan áratug. Þó má alltaf sjá eitthvað nýtt. Jólahlaðborðið er í boði alla daga vikunnar og að sjálfsögðu jafnskemmtileg að njóta veitinganna í miðri viku sem um helgar. Villibráðarhlaðborð Perlunnar hefst fimmtudaginn 19. október nk. og í kjölfarið jólahlað- borðið 23. nóvember. Nýársfagnaður Perlunnar, „galadinner“ með fimm til sex réttum, dansiballi, skemmti- atriðum og flugelda- sýningu, er loks öllum ógleymanlegur sem notið hafa. Perlan: Villibráðar- og jólahlaðborð Perlunnar sívinsæl Þorleifur Sigurbjörnsson yfirþjónn og Guðni Hrafn Grétarsson veit- ingastjóri. Ari Normandy og Ríkharður Gústafsson við matreiðsluna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.