Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 21

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 21 FORSÍÐUGREIN Verslunin mun einnig taka miklum breytingum, hún mun stækka umtalsvert og allt umhverfi verða þægilegra fyrir viðskiptavini. Bláa Lónið er nú meðal þekktustu heilsulinda heims og geta má þess að lesendur hins þekkta ferðatímarits Conde Nast Traveller völdu á sl. ári Bláa Lónið sem bestu „Medical og Thermal“ heilsu- lind heims. „Gestir okkar koma hingað til að endurnýja kraftana og njóta þeirrar orku sem hér er að finna. Starfsmenn okkar verða einnig í auknum mæli varir við að erlendir gesti koma hér oftar en einu sinni meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. Á undanförnum árum höfum við með markvissum hætti þróað þjónustu okkar og bjóðum nú spa-þjónustu sem þekkist hvergi annars staðar, t.a.m. höfum við þróað spa-meðferðir sem fara fram í Lóninu og byggja á einstökum virkum efnum jarðsjávarins.“ Grímur segir einnig ánægjulegt að finna aukinn áhuga Íslendinga á Bláa Lóninu. „Fólk er búið að átta sig á muninum á hefðbundnum sundlaugum og Bláa Lóninu sem er heilsulind á heimsmælikvarða. „Spa“ á auknum vinsældum að fagna í heiminum og Ísland er engin undantekning.“ Mikill metnaður Er þetta þá kannski bara byrjunin á víðtækri heilsulindarparadís á heimsmælikvarða? „Metnaður okkar er mjög mikill og við munum halda áfram á sömu braut. Það eru jákvæð teikn á lofti um að erlendum gestum muni fjölga enn á næstu árum. Við munum áfram leggja áherslu á að veita gestum upplifun sem hæfir heilsulind á heimsmælikvarða. Frekari útvíkkun starfseminnar, bæði með útflutningi Blue Lagoon húðvaranna og að veita meðferðir okkar víðar en í Bláa Lóninu, gerir fólki um allan heim kleift að njóta þess sem vörumerkið Blue Lagoon Iceland stendur fyrir,“ segir Grímur. Einstakt á heimsvísu „Bláa Lónið er einstakt á heimsvísu og þau hugrif, sem fólk verður fyrir þar, eru slík að þegar það kemur heim til sín segir það öðrum frá þeim og það er dýrmætasta markaðssetningin fyrir okkur. Við höfum fengið meira en tvær milljónir gesta í Bláa Lónið síðan við opnuðum heilsu- lindina 1999 og stærstur hluti þeirra eru útlendingar. Góð umsögn þessa fólks hefur aukið hróður og orðspor staðarins um allan heim. Það er sterkasta markaðssetning sem hægt er að fá,“ segir Grímur. Hann bætir við að óhætt sé að segja að Bláa Lónið sé bæði einn þekktasti og táknrænasti staður Íslands. ,,Staðurinn gegnir veigamiklu hlutverki í markaðssetningu Íslands sem ferðamanna- lands. Við höfum t.a.m. fagnað mjög góðu samstarfi við Icelandair sem hefur notað Bláa Lónið í markaðssetningu sinni sem eitt helsta aðdráttarafl landsins. Almannatengsl (PR) eru sá þáttur sem við höfum nýtt okkur mjög mikið í kynningarstarfinu. Árlega tökum við á móti hátt í 700 fulltrúum erlendra fjölmiðla og flestir þekktustu fjölmiðlar heims hafa fjallað um Bláa Lónið,“ segir hann. Áhugaverð saga Saga Bláa Lónsins er áhugaverð, en lónið sjálft myndaðist upp- haflega í kjölfar orkuvinnslu Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi við Grindavík. Upp úr 1980 hóf fólk að baða sig í þessu fallega bláa lóni sem hafði myndast á miðri hraunbreiðunni. Einstaklingar með húð- sjúkdóminn psoriasis voru meðal þeirra fyrstu til að stunda þar böð og lækningamáttur jarðsjávarins við psoriasis kom því snemma í ljós. „Áhersla er lögð á að skapa þægilega og rúmgóða aðstöðu fyrir gesti. Auk rúmgóðrar almennrar búnings- og baðaðstöðu munum við einnig bjóða gestum okkar aðgang að VIP einkaklefum.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.