Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.2006, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 bætir við að fasteignaverð á nýbyggingum á Akranesi sé að jafnaði um 10 til 20% lægra en gerist í Reykjavík. Munurinn verði minni með hverju árinu sem líður vegna skýrrar ímyndar bæjarins sem fjölskyldu- væns íþróttabæjar. Skaginn þyki einfaldlega spennandi staður. „Til að ná árangri er mikilvægt að bjóða fasteignakaupendum nýjar lausnir og val- kosti. Þannig þurfa kaupendur íbúðanna á Akranesi aðeins að greiða staðfestingargjald þegar gengið er frá kaupsamningi og loka- greiðslu þegar íbúðin er afhent. Við sleppum fokheldisgreiðslu, enda engin ástæða að halda í það fyrirkomulag þegar heildarfjármögnun verkefnis er tryggð eins og við höfum náð í samstarfi við VBS-fjárfestingabanka.“ Reglum breytt í miðjum leik Bjarki telur fráleitt að segja fasteignamark- aðinn hruninn eins og margir töldu síð- astliðið sumar þegar dró úr eftirspurn og fjármálastofnanir hertu útlánakröfur sínar. Ástandið á markaðnum nú megi teljast eðli- legt, fólk gefi sér rýmri tíma til að ganga frá viðskiptum og flani ekki að neinu. „Í sumar kom upp taugaveiklun á mark- aðnum, þegar bankarnir hægðu á útlánum og lækkuðu lánshlutfallið, meðal annars vegna gagnrýni erlendra banka- og matsfyrirtækja. Farið var að krefjast vandaðra greiðslumats frá lántakendum, það hefði auðvitað átt að gera um leið og bankarnir fóru inn á fast- eignamarkaðinn og allir gátu fengið lánaða þá upphæð sem þeir vildu. Slíkt var óeðlilegt, betra hefði verið, ef bankarnir hefðu strax í upphafi verið stífir á greiðslumatinu. Þá hefði ekki þurft að koma til þessara aðhalds- aðgerða í sumar og bankarnir ekki þurft að breyta í miðjum leik reglunum sem þeir sjálfir settu. Mikilvægt er að sýna aðhald en þeir sem efni hafa á 90% - 100% lánum eiga að hafa aðgang að þeim og það mun væntanlega gerast á nýjan leik þegar Íbúða- lánasjóður hækkar lánshlutfall sitt upp í 90% eins og viðbúið er að gerist á næsta ári. Það er allra hagur að verð íbúða haldist á því róli sem verið hefur, menn verða hins vegar að vinna betur saman. Fólk þarf aðgang að góðum lánum sem það hefur efni á að greiða niður og bankarnir mættu aðeins vera sveigj- anlegri t.d með því að bjóða viðskiptavinum í ákveðinn tíma lán þar sem vextir eru aðeins greiddir en ekki höfuðstóll.“ Að skilja eitthvað eftir sig Á næstu árum mun hafnarsvæðið í Reykjavík breyta um svip og fá nýtt hlutverk. Fram- undan er mikil uppbygging frá Ánanaustum og alla leið í Austurhöfn, þar sem nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður í öndvegi en framkvæmdir við byggingu þess eru nú að fara af stað af alvöru. „Ef vel tekst til með þessar framkvæmdir geta þær gert Reykjavík að einni fallegustu borg Evrópu og það er sannarlega gaman að taka þátt í að gera svo metnaðarfull áform að veruleika. Um þetta gildir sama og knattspyrnuna þar sem maður vill alltaf vera í vinningsliðinu og vinna sæta sigra. Það er gaman að byggja hús sem setja svip bæinn. Meginmálið er að skilja eitthvað eftir sig,“ segir Bjarki. Í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári sögðu Arnar og Bjarki að í viðskiptum væri mikilvægt að velja sér samstarfsmenn og það væri alltaf svolítil kúnst að finna þá. En hvernig lærist að velja rétt samstarfsfólk? Innsæið kemur með árunum, segir bræð- urnir, og vísa þar til góðrar reynslu úr knatt- spyrnunni. „Það er mikilvægt að vera í samstarfi við fólk sem starfar eftir sömu gildum og maður sjálfur og hefur metnað og vilja til að sjá árangur af störfum sínum. Fólk má ekki láta græðgina blinda sig, slíkir ein- staklingar heltast fljótt úr lestinni. Auðvitað hefur maður kynnst svörtum sauðum og eftir að hafa brennt sig í viðskiptum við slíka einstaklinga gefur maður þeim ekki annað tækifæri. Í viðskiptum jafnt sem knattspyrnu gildir að takast á við andstæð- inginn af heiðarleika, þannig að báðir séu sáttir þegar gengið er af velli – því til næsta leiks gæti verið blásið strax á morgun,“ segir bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir að síðustu. DV-húsið við Þverholt í Reykjavík er í eigu Hanza-hópsins en fyrirætlanir hópsins eru þær að breyta húsinu verulega og bæta við tveimur hæðum. Tillaga að nýbyggingu að Strandgötu 28 í Hafnarfirði, verkefni sem er í vinnslu hjá Hanza-hópnum. A T H A F N A M E N N ������������������������������������������������������ ��������������������������������� �������� �������������� ������� ������������������������������������������������ ��������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ��������������������������������� ���������������������������������������������������������������� ����������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.