Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 51
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 51 viku að fá vöru frá því við pöntum hana úr vöruhúsi úti í Noregi þar til hún er komin í verslunina hér heima. Það gefur okkur miklu meiri möguleika til lækkunar vöruverðs að geta flutt vöruna inn sjálfir. Ísland er bara ekki lengur svona afskekkt eins og áður var, sem betur fer.“ Finnst þér verslunarrekstur ennþá jafn- skemmtilegur og áður fyrr? „Ég hafði alltaf gaman af því að vinna með ferskvöru en Europris er líka mjög skemmtilegt verkefni. Ég er að vinna með ungu og hressu fólki og það er ánægjulegt. Við höfum verið að stækka búðirnar eftir kröfu viðskiptavina okkar og fjölga þeim. Það mun svo skýrast á næstu dögum hvar við byggjum á Akureyri og við erum komnir með lóð á Völlunum í Hafnarfirði. Ég á von á því að Europris verði á öllum stærstu stöðunum á Íslandi áður en langt um líður. Svo skiptir auðvitað máli að vera með gott starfsfólk í kringum sig. Ég hef verið heppinn með versl- unarstjóra í búðunum og þeir vinna mjög sjálfstætt, sjá sjálfir um að panta vörur í versl- anirnar og passa að ekkert vanti. Gott starfs- fólk skiptir miklu máli í svona rekstri.“ Mörg hundruð loftpressur seldar Eru Íslendingar kaupglaðari en þeir voru? „Ég held að fyrst og fremst sé breyting á verslunarrekstri. Það eru reyndar meiri pen- ingar í umferð en áður tíðkaðist en vöruverð hefur lækkað umtalsvert og það hefur áhrif. Við höfum til dæmis selt loftpressur í hundr- aðavís því við getum boðið þær á svo ótrúlega lágu verði. Það er náttúrlega vöruverðið sem skiptir öllu máli þegar upp er staðið. Fólk getur leyft sér að kaupa hluti sem það dreymdi ekki um að geta keypt fyrir 20 árum eða svo. Við seljum t.d. mikið í gegnum Netið út á land og ég finn fyrir þrýstingi, sérstaklega frá Akureyri, að koma þar upp Europris-verslunum.“ Matthías brosir kankvís þegar blaðamaður spyr hvort hann sé orðinn ríkur af þessum rekstri. „Nei, það get ég ekki sagt, en ég hef atvinnu og sæmileg laun og það skiptir miklu máli að vera að gera eitthvað sem maður hefur gaman af. En ríkidæmi mitt liggur auðvitað í því að ég á samhenta fjölskyldu; fjögur börn og góða konu, Selmu Skúladóttur, sem alltaf hefur staðið við bakið á mér eins og klettur. Ég finn fyrir mjög góðum móttökum á markaðnum og það er gefandi. Ég er bjartsýnn á framhaldið og sé fyrir mér að efla þessar verslanir enn frekar á næstu árum. Ég nýt mín vel í þessum rekstri,“ segir kaupmannssonurinn Matthías, en þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir honum sem smápjakk að afgreiða kjötfars í Starmýrinni. Kaupmennskan hlýtur að liggja í genunum! Hjónin Matthías Sigurðsson og Selma Skúladóttir í nýju Europris-versluninni við Dalveg í Kópavogi sem opnuð var í síðasta mánuði. Með þeim á myndinni er sonur þeirra, Davíð, og tengdasonurinn, Leifur Arason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.