Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 55

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 55
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 55 við fram áætlun með því markmiði að ná fimmtán til tuttugu prósent markaðshlutdeild innan fimm ára. Ég held, satt best að segja, að fáir á fjármálamörkuðunum hafi talið þetta raunhæft. Ég tel hins vegar að ör vöxtur okkar síðan hafi sýnt fólki að þetta sé vel gerlegt. Þess má geta að öll vinnsla á matvælum er að aukast mikið á heimsvísu og þessi markaður er því að vaxa umtalsvert hraðar en almennur hagvöxtur í heiminum. Möguleikarnir eru því margir, sérstaklega í ljósi þess að það er enginn einn stór aðili með forystuhlutverk í þessum geira. Stærstu samkeppnisaðilar okkar eru aðeins með um níu prósent markaðshlutdeild.“ Átta félög upphaflega í sigtinu Nýlegt hlutfjárútboð ykkar virtist hafa heppnast glæsi- lega, var það liður í stækkunarstefnunni? „Vissulega. Það var hins vegar hugsað til þess að fjár- magna framtíðarstækkun, ekki til að fjármagna þær fjárfestingar sem við gerðum á síðustu tólf mánuðum. Þær voru vissulega töluverðar, t.d. tókum við yfir Dantech Food í Singapore, Delford í Bretlandi og Scanvægt í Danmörku. Það síðastnefnda voru stærstu kaupin. Við höfum ríflega tvöfaldað veltu fyrirtækisins á þessum tíma og auðvitað virðist það hratt farið. Þó skyldi haft í huga að innan Marels hafði farið fram þriggja ára undirbúningsvinna og þar hafði markaður- inn verið greindur mun betur en nokkur annar hafði gert til þess tíma. Eitt hundrað og þrjátíu félög höfðu verið greind og þar á meðal voru átta sem Marel hafði áhuga á. Meðal þessara átta félaga voru einmitt Delford og Scanvægt, en þau eru bæði fjármögnuð með skuldabréfaútboði og því var vel tekið hér á Íslandi. Þar að auki hafa eig- endur Scanvægt sýnt mikla trú á samrunanum með því að kaupa fjórtán prósenta hlut í Marel og lána félaginu tvo milljarða íslenskra króna til tveggja ára, vaxtalaust og án trygginga. Það var því alveg ljóst að við höfðum fjármagnað þær yfirtökur sem voru yfirstaðnar en ákváðum að fara í þetta hlutafjárútboð til að fjármagna enn frekari vöxt. Það hefur líka hjálpað til við að breikka og stækka hluthafahópinn og gera hlutabréfin auðseljanlegri á verðbréfamarkaði.“ Hvers konar fyrirtæki eruð þið helst að skoða fyrir framtíðina? „Næstu sameiningar munu snúa að því að auka úrval stuðningsvara sem við getum boðið upp á. Á ensku kallast þetta „complementary“ vörur. Delford býður t.d. upp á ýmsa aukahluti og skurðarvélar sem við höfðum ekki áður verið með og stefnan er klárlega að breikka vöruúrvalið um leið og félagið stækkar.“ Hverjir eru helstu viðskiptavinir Marels í dag og hverjir verða þeir á morgun? „Helstu viðskiptavinir okkar hafa löngum verið í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Landslagið þar er hins vegar að breytast mikið þar sem matvælavinnslufyrirtæki hafa í raun orðið á undan okkur, sem framleiðum tækjabún- aðinn fyrir þá, í þessari samrunaþróun og nokkur félög hafa myndað mjög sterka markaðsstöðu. Stefnan þar er greinilega að fullvinna vöruna frá upphafi til enda og því eru þessi fyrirtæki að stækka við sig. Það mætti kannski ætla að viðskiptavinir okkar séu ekki hrifnir af því að Marel auki samkeppnisstöðu sína til móts við þau en þvert á móti eru menn að sjá tækifæri í þessari þróun. Töluverð hagræðing felst í því að fækka birgjum og það er betra fyrir þessi félög að færri aðilar sjái um að framleiða vélakost þeirra, t.d. eykur það samhæfni kerfa og samrýmir viðhaldsferli. Á R N I O D D U R Í E Y R I Eigið fé Eyris er tæpir 12 milljarðar, þ.e. eftir nýlega hlutafjáraukningu. Eigið fé Eyris - milljónir króna

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.