Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 60

Frjáls verslun - 01.09.2006, Page 60
KYNNING60 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Gutenberg ehf. stendur á gömlum merg og hefur starfað óslitið í meira en eina öld eða frá árinu 1904. Lengst af starf-aði Gutenberg sem prentsmiðja fyrir hið opinbera og ekkert annað fyrirtæki getur státað af því að hafa þjónað Alþingi Íslendinga í samfellt eina öld. Á löngum starfsaldri hafa orðið miklar breytingar í prentiðnaði og prentmiðlun, ekki síst á síðustu árum. Gutenberg hefur óhikað sótt inn á ný svið í takt við nýja tíma og býður marg- víslega þjónustu umfram hið hefðbundna prentverk. Í dag þjónar Gutenberg viðskiptavinum sínum með allt er viðkemur prentun: ráðgjöf, hönnun og umbrot, offset og stafræna prentun, bókband, umbúðavörur og dreifingu. Breyting úr prentsmiðju í prentmiðlun Framkvæmdastjóri Gutenbergs er Einar Birkir Einarsson og segir hann verðmæti fyrirtækisins ekki síst liggja í áralangri reynslu og þekkingu starfsmanna á þörfum markaðarins og möguleikum í miðlunarlausnum: „Við höfum hægt og bítandi verið að breytast úr prentsmiðju í prentmiðlun en stefnumótandi ákvörðun var hjá eig- endum fyrirtækisins að slíta í sundur sölu, þjónustu og markaðshluta fyrirtækisins frá framleiðslunni til að gera okkur mögulegt að vera beittari á markaðinum og eins til að skapa meiri fjölbreytni. Fram- leiðsludeildin sameinaðist framleiðsludeild Prentsmiðjunnar Odda og úr þeim var stofnað fyrirtækið OPM. Við þessa breytingu fengum við aðgang að mun fleiri og öflugri prentvélum sem eru með fjöl- breytta möguleika í prentun og umbúðavörum. Má með sanni segja að Gutenberg hafi verið að breytast úr prentsmiðju í fyrirtæki sem býður upp á allar lausnir í prentmiðlun. Þessi breyting hefur gert það að verkum að innra skipulag fyrirtæk- isins hefur breyst og á undanförnu ári höfum við unnið að því breyta því í takt við nýtt hlutverk og nýjar áherslur. Ég kom til Gutenbergs í maí síðastliðnum og hefur það verið mitt verk að ljúka þessu breyt- ingaferli og um leið höfum við byggt upp sölu- og markaðsmálin svo til frá grunni.“ Nýtt húsnæði Eitt stærsta stökkið í breytingum á Gutenberg var flutningur í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 24, á 1. hæð, sem Einar Birkir segir skipta miklu máli: „Húsnæðið í Síðumúlanum, þar sem við vorum, Gutenberg ehf. Breyttar áherslur og nýtt húsnæði Stjórnendur Gutenbergs: Hermann Sverrisson, forstöðumaður reikningagerðar, Stefán Hjaltalín, þjónustustjóri, Jón Hermannsson, forstöðumaður margmiðlunardeildar og Guðmunda Elíasdóttir, markaðsstjóri. Í aftari röð: Sigurður Björn Blöndal, markaðsstjóri og Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Gutenbergs.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.