Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 60

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 60
KYNNING60 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 Gutenberg ehf. stendur á gömlum merg og hefur starfað óslitið í meira en eina öld eða frá árinu 1904. Lengst af starf-aði Gutenberg sem prentsmiðja fyrir hið opinbera og ekkert annað fyrirtæki getur státað af því að hafa þjónað Alþingi Íslendinga í samfellt eina öld. Á löngum starfsaldri hafa orðið miklar breytingar í prentiðnaði og prentmiðlun, ekki síst á síðustu árum. Gutenberg hefur óhikað sótt inn á ný svið í takt við nýja tíma og býður marg- víslega þjónustu umfram hið hefðbundna prentverk. Í dag þjónar Gutenberg viðskiptavinum sínum með allt er viðkemur prentun: ráðgjöf, hönnun og umbrot, offset og stafræna prentun, bókband, umbúðavörur og dreifingu. Breyting úr prentsmiðju í prentmiðlun Framkvæmdastjóri Gutenbergs er Einar Birkir Einarsson og segir hann verðmæti fyrirtækisins ekki síst liggja í áralangri reynslu og þekkingu starfsmanna á þörfum markaðarins og möguleikum í miðlunarlausnum: „Við höfum hægt og bítandi verið að breytast úr prentsmiðju í prentmiðlun en stefnumótandi ákvörðun var hjá eig- endum fyrirtækisins að slíta í sundur sölu, þjónustu og markaðshluta fyrirtækisins frá framleiðslunni til að gera okkur mögulegt að vera beittari á markaðinum og eins til að skapa meiri fjölbreytni. Fram- leiðsludeildin sameinaðist framleiðsludeild Prentsmiðjunnar Odda og úr þeim var stofnað fyrirtækið OPM. Við þessa breytingu fengum við aðgang að mun fleiri og öflugri prentvélum sem eru með fjöl- breytta möguleika í prentun og umbúðavörum. Má með sanni segja að Gutenberg hafi verið að breytast úr prentsmiðju í fyrirtæki sem býður upp á allar lausnir í prentmiðlun. Þessi breyting hefur gert það að verkum að innra skipulag fyrirtæk- isins hefur breyst og á undanförnu ári höfum við unnið að því breyta því í takt við nýtt hlutverk og nýjar áherslur. Ég kom til Gutenbergs í maí síðastliðnum og hefur það verið mitt verk að ljúka þessu breyt- ingaferli og um leið höfum við byggt upp sölu- og markaðsmálin svo til frá grunni.“ Nýtt húsnæði Eitt stærsta stökkið í breytingum á Gutenberg var flutningur í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 24, á 1. hæð, sem Einar Birkir segir skipta miklu máli: „Húsnæðið í Síðumúlanum, þar sem við vorum, Gutenberg ehf. Breyttar áherslur og nýtt húsnæði Stjórnendur Gutenbergs: Hermann Sverrisson, forstöðumaður reikningagerðar, Stefán Hjaltalín, þjónustustjóri, Jón Hermannsson, forstöðumaður margmiðlunardeildar og Guðmunda Elíasdóttir, markaðsstjóri. Í aftari röð: Sigurður Björn Blöndal, markaðsstjóri og Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Gutenbergs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.