Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 81

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 81 um þau tímamót. Þegar McCartney varð 64 ára í sumar var hann orðinn einn og yfirgef- inn, hafði engan til að kveða til „will you still need me“ og var nýbúinn að tilkynna að fjögurra ára hjónabandi hans og Heather Mills væri að ljúka, með fullu samkomulagi þeirra beggja. Fjölmiðlar hér vita sem er að slíkt samkomulag stendur yfirleitt ekki lengur en báðir sjá sér hag í því og sem betur fer fyrir fjölmiðla og því miður fyrir hlut- aðeigandi er gjarnan hægt að stóla á að þegar frægt fólk á í hlut sjái einhver sér hag í að kjafta frá. Það hafði lengi verið orðrómur um að hjónabandið væri ekki hamingjuríkt, að börn hans af fyrra hjónabandi álitu hana hafa gifst til fjár. Það liðu líka aðeins nokkrar vikur þegar ljóst varð að hjónin, sem voru ekki nógu samlynd til að vera hjón, voru heldur ekki nógu samlynd til að skilja í kyrrþey. Myndir af Mills með litlu dótturina við eitt af húsum þeirra hjóna þar sem hún var lokuð úti – búið að skipta um skrár – flugu á forsíður slúðurblaða. Var þetta liður í baráttu um samúð eða náðist þetta bara á mynd af því að ljósmyndarar voru statt og stöðugt við húsið í von um gott myndefni? Börn McCartneys Börn McCartneys og aðrir nákomnir honum létu í veðri vaka að Mills hefði ekkert sinnt eiginmanninum, heldur stöðugt verið að vekja á sér athygli, stundað góðgerðarstarfsemi í augliti fjöl- miðla, en látið góðverkin heima eiga sig. Heather missti annan fótinn upp að hné í bílslysi árið 1993 og sú reynsla varð liður í umsvifum hennar – þau Macca, gælunafn Sir Pauls, kynntust í gegnum góðgerðarstarf. Góðgerðarstarfsemi er ekki ný bóla í fjölskyld- unni. Linda, eiginkona McCartneys, sem lést á besta aldri, var á kafi í dýraverndunarsamtökum og McCartney hefur haldið star f i hennar áfram – hjónaband þeirra var eitt af þeim endingarbetri í poppgeir- anum. Bæði McCartney og Mills hafa unnið fyrir PETA, mjög harðsnúin dýravernd- unarsamtök. Forstöðukona þeirra heldur því fram að sama hugarfar komi fram í fólki sem borðar kjöt og rak nasista til að útrýma Gyð- ingum – hvort tveggja sýni virðingarleysi fyrir öðrum. Sumsé voru McCartney-hjónin fyrr og nú samtaka um að styðja PETA. Mills var lúxus-gleðikona Fjölmiðlar fundu fleira en gremjuleg ummæli vina og vanda- manna til að gorta af. Síðdegisblöðin viðr- uðu sögusagnir um að sem ung hefði Mills verið lúxus-gleðikona sem tók mörg þúsund pund fyrir ástarfundi. Klámmyndir af Mills og karlmanni voru grafnar upp og birtar. ÞAR SEM ÁS TIN ENDAR TAKA LÖGFRÆÐINGARNIR VIÐ Lengi vel var metupphæðin í skilnaðarmálum þær 17 milljónir punda (2,2 milljarðar króna) sem Karl Bretaprins greiddi Díönu prinsessu við skilnað þeirra 1996. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.