Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 91

Frjáls verslun - 01.09.2006, Side 91
leiðandann Jerry Bruckeimer, en allt frá því þeir gerðu hina vinsælu Top Gun fyrir tuttugu árum hafa þeir sent frá sér nokkrar stórmyndir sem hafa gert það gott. Tony Scott og Denzel Washington þekkjast vel og er Déjà vu þriðja kvikmyndin sem þeir gera saman, hinar eru Crimson Tide og Man on Fire. Déjà vu er sakamálamynd sem gerist í nútíð og fortíð. Wash- ington leikur lögreglumann hjá FBI sem kemur að hryðjuverki þar sem hundruð hafa látist, þar á meðal unnusta hans. Þegar hann fær tækifæri til að fara aftur í tímann og reyna að koma í veg fyrir hryðjuverkið hikar hann ekki þótt það geti kostað hann lífið. Hermannsfjölskylda Sjö ára aldursmunur er á Ridley Scott og Tony Scott. Ridley er fæddur 1937 og Tony 1944. Mikið flakk var á fjöl- skyldunni þegar þeir bræður voru að alast upp þar sem faðir þeirra var foringi í breska hernum. Eldri bróðir þeirra, Frank, fetaði í fót- spor föður síns og gekk í herinn, en lést úr krabbameini 1980. Ridley lærði hins vegar grafíska listhönnun sem leiddi til þess að hann fór að starfa fyrir BBC, þar fékk hann áhuga á kvikmyndagerð og árið 1966 gerði hann sína fyrstu kvikmynd, stuttmyndina Boy and Bicycle (1965) og lék bróðir hans, Tony, aðalhlutverkið, drenginn á hjólinu. Faðir þeirra lék einnig í myndinni. Hann leikstýrði síðan í nokkur ár hjá BBC og vann við eigið fyrirtæki áður en hann gerði fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, The Duellists (1977), sem hlaut meðal annars dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í einu aðalhlutverkanna þar var Albert Finney, sem leikur frændann í A Good Year. Tony fór í kjölfar bróður síns og skráði sig í listnám og ætlaði sér að verða listmálari. Leið hans til kvikmyndanna lá í gegnum auglýs- ingar, en fyrsta fyrirtæki þeirra bræðra var einmitt auglýsingafyrirtæki KVIKMYNDIR RIDLEY OG TONY SCOTTS sem óx jafnt og þétt og var um tíma eitt eftirsóttasta fyrirtækið í þeim bransa. Á sama hátt og The Duellists Ridleys var fyrstu kvikmynd Tonys í fullri lengd, The Hunger (1983), mjög vel tekið af gagnrýn- endum en áhorfendur létu sig vanta. Báðir slógu þeir síðan í gegn með kvikmynd númer tvö. Ridley gerði hina klassísku Alien (1979) og Tony hina vinsælu Top Gun (1986), sem gerði Tom Cruise að stór- stjörnu. Má segja að munurinn á þeim bræðrum sjáist strax í þessum myndum, Ridley fór strax í hlutverk frumkvöðulsins á meðan Tony hélt sig við vinsælar formúlur. Þannig hefur það alla tíð verið og Tony Scott þurft að sætta sig við að vera í skugganum af Ridley Scott þegar kemur að hinum listræna þætti. Eitt sem er ólíkt með þeim bræðrum og tekið hefur verið eftir er að í myndum Tonys eru oft löng kynlífsatriði, en slík atriði er varla að finna í myndum Ridleys. Þegar Ridley var inntur eftir þessu sagði hann einfaldlega: „Kynlíf er leiðinlegt nema verið sé að stunda það.“ Denzel Washington leikur FBI-löggu sem fer aftur til fortíðar til að hindra hryðjuverk. RIDLEY SCOTT A Good Year (2006) Kingdom of Heaven (2005) Matchstick Men (2003) Black Hawk Down (2001) Hannibal (2001) Gladiator (2000) G.I. Jane (1997) White Squall (1996) 1492: The Conquest of Paradise (1992) Thelma & Louise (1991) Black Rain (1989) Someone to Watch Over Me (1987) Legend (1985) Blade Runner (1982) Alien (1979) The Duellists (1978) TONY SCOTT Déjà Vu (2006) Domino (2005) Man on Fire (2004) Spy Game (2001) Enemy of the State (1998) The Fan (1996) Crimson Tide (1995) True Romance (1993) The Last Boy Scout (1991) Days of Thunder (1990) Revenge (1990) Beverly Hills Cop II (1987) Top Gun (1986) The Hunger (1983) Ridley Scott hefur leikstýrt 16 kvikmyndum á 28 árum og Tony bróðir hans 14 kvikmyndum á 23 árum þannig að afköstin eru nokkuð svipuð, en auk þessa hafa þeir framleitt fjöldann allan af kvikmyndum og þar liggur samvinna þeirra. Meðal frægra leikara sem hafa aukið hróður sinn til muna í kvikmyndum þeirra bræðra má nefna Tom Cruise, Harrison Ford, Val Kilmer, Sigourney Weaver, Geena Davis, Susan Sarandon, Brad Pitt og Russell Crove.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.