Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 96

Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Sig rún Ragna Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, er stjórnarformaður Deloitte, sem er þekkingarfyrirtæki með um 200 starfsmenn á Íslandi: „Ég hef starfað hjá Deloitte frá árinu 1999 sem endurskoðandi og einn af eigendum félagsins og er nýtekin við sem stjórnarfor- maður. Auk stjórnarformennsk- unnar gegni ég starfi endurskoð- anda og leiði starf fjármálahóps Deloitte, en markmið þess hóps er að byggja upp sérþekkingu á fjármálafyrirtækjum og þörfum þeirra. Starf mitt sem stjórnar- formaður felur meðal annars í sér meiri samskipti við Deloitte á alþjóðavísu og virkari aðkomu að stefnumótun og eftirfylgni alþjóðastefnu Deloitte sem er löguð að hverju landi fyrir sig.“ Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Deloitte og sérþekk- ing og sérhæfing aukist að sama skapi: „Það er mjög mikilvægt að við stækkum og sérhæfumst og séum í stakk búin til þess að þjóna atvinnulífinu og þeim öru breytingum sem eiga sér stað. Má með sanni segja að starf okkar hjá Deloitte sé fjöl- breytt og ég held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hversu fjölbreytt og lifandi þetta starf í raun er. Ég heyri stundum talað um að starfið sé einhæft en því fer víðsfjarri. Eftir því sem þekking hefur aukist innan fyrirtækjanna sem við þjónum þá hefur starf okkar orðið fjöl- breyttara og ráðgjafahluti þess stækkað. Fyrir mig hefur það verið mjög áhugavert og gefandi að kynnast og fá að vinna með svona mörgum, bæði í hópi við- skiptavina og samstarfsmanna, hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis.“ Eiginmaður Sigrúnar Rögnu er Eiríkur Jónsson, viðskipta- fræðingur og fjármálastjóri hjá Endurvinnslunni, og eiga þau tvíburasynina Kristján Óla og Árna Birgi: „Áhugamálin eru mörg og því miður er eins og tíminn í sólar hringnum dugi aldrei til þess að koma öllu í verk sem hugurinn stendur til. Við erum öll mikið fyrir útivist og ferðalög. Golf tekur sífellt meiri tíma hjá mér og fjölskyldunni og einnig áttum við nokkrar frábærar ferðir í sumar í laxveiði með fjölskyldu og vinum. Við eigum hús í Stykkishólmi ásamt fjölskyldu minni og þar þykir okkur ákaflega gott að vera. Stykkishólmur á orðið stóran hlut í mér, þar er gott mann- líf, sundlaug og golfvöllur. Þá finnst mér mjög gaman að elda góðan mat og halda smáveislur af og til. Fyrstu borgarferðina með syn- ina fórum við síðastliðinn vetur og varð London fyrir valinu. Það kom okkur hjónunum skemmti- lega á óvart hversu gaman var að upplifa London með augum strákanna og nú bíða þeir bara eftir að verða boðið til New York eða Parísar. Haustið 2005 tók ég ákvörðun um að láta draum minn um frek- ara nám rætast og hóf MBA-nám við Háskólann í Reykjavík sem ég lýk í vor. Námið er búið að vera frábær reynsla og gaman að setjast aftur á skólabekk í þeim frábæra skóla sem Háskólinn í Reykjavík er að mínu mati. Alþjóðlegt yfir- bragð kennslunnar og frábærir samnemendur og kennarar. Ég bætti náminu við það sem ég var að gera áður og þá er eins gott að eiga góða að. Eiginmaðurinn og fjölskyldan hafa stutt mig og hvatt og er það ómetanlegt.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON stjórnarformaður Deloitte SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR Sigrún Ragna Ólafsdóttir: „Áhugamálin eru mörg og því miður er eins og tíminn í sólarhringnum dugi aldrei til þess að koma öllu í verk sem hugurinn stendur til.“ Nafn: Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 18.8. 1963. Foreldrar: Ólafur Kristjánsson og Ástrós Þorsteinsdóttir. Maki: Eiríkur Jónsson. Börn: Árni Birgir, 9 ára, og Kristján Óli, 9 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur og endurskoðandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.