Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 11
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
5
til lijálpar hlýtur aS verða lítill, fremur tálcn samúðar, gert vegna sjál/ra vor,
en stuSningur, sem um munar. En úr því aS fjölda Islendinga hefur fundizt
ómaksins virSi að úthúða Sovétríkjunum ár eftir ár og dag ejtir dag, ekki
meir en það mun liafa bitið á þau, — œtti ekki fremur að þykja unnið fyrir
gíg að senda raunhœfa hjálp, sem getur þó alltaf komið nokkrum þúsundum
lifandi einstaklinga að einhverju gagni.
ALÞINGI GAGNVART BÓKMENNTUM
OG LISTUM
Tillögur og áskoranir listamannaþingsins, sem frá var skýrt í síð-
asta hefti, voru flestar teknar upp á Alþingi í einhverju formi. Frum-
vörp voru flutt um breytingu á rithöfundalöggjöfinni, breytingu á
skipun menntamálaráðs, afnám laganna um bann á útgáfu fornrit-
anna o. fl. í sambandi við afgreiðslu fjárlaga voru bornar fram til-
lögur um, að listamannalaun yrðu tekin aftur upp á 18. grein, að
framlög til listastarfsemi yrðu hækkuð, að veitt yrði fé til að ljúka
smíði Þjóðleikhússins, að styrkur til Leikfélags Reykjavíkur yrði
hækkaður, að ungir listamenn fengju styrk til náms erlendis o. fl.
Urðu um flest þessi mál heitar deilur á Alþingi. Hið gamla aftur-
hald, sem ráðið hefur lögum og lofum undanfarin þing, barðist í
gegn með hnúum og hnefum, eins og það ætti líf sitt undir því,
að listamenn fengju enga leiðréttingu sinna mála, þó að allir aðr-
ir starfsmenn þjóðfélagsins hefðu fengið hag sinn bættan. Aft-
urhald þetta er enn svo mikils ráðandi, að það fékk hindrað margar
hinar sjálfsögðustu réttarbætur, er öll sanngirni mælti með. Engu
að síður beið það marga ósigra, og þau skörð eru þegar brotin
í vegg þess, að erfiðari verður því vörnin hér eftir. Listir og bók-
menntir eiga orðið forvígismenn á þingi í öllum flokkum nema
Framsóknarflokknum, þó að mikið vanti enn á fullan skilning á
þessum málum hjá meiri hluta þingmanna.
Aðalatriðið fyrir listamenn var að fá
brotið á bak aftur hið andlega kúgunar-
vald, sem Jónas frá Hriflu stóð fyrir, og
þá fyrst og fremst einræði hans í mennta-
málaráði, sem hann hafði gert að eins-
konar ofsóknarstofnun á hendur listamönnum, en vald sitt þar
J ONASARVALDIÐ
BROTID í
MENNTAMÁLARÁÐI