Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 15
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
9
ingarheiðurs. Þegar við lítum yfir sögu okkar og arfleifð alla, er
hið eina, sem varanlega Iifir og gefið hefur okkur nafn meðal þjóð-
anna, hin fornu og nýju listaverk okkar, sem fram til þessa hafa
flestöll verið í bókmenntum. Við eigum heiður okkar, framtíð og
fullveldi undir því komið, að við höldum þessu nafni framvegis og
getum bent á ný sönnunargögn þeim málstað til stuðnings, að við
séum menningarþjóð með rækt eins og áður við andlega iðju. Og
vegna allra aðstæðna nú er okkur mörgum sinnum mikilvægara en
áður að halda fána menningarinnar hátt á loft, og sýna einingu
undir þeim fána, hverjum ágreiningi, sem önnur mál valda. Aftur-
hald, þröngsýni eða kæruleysi í menningarmálum hefur aldrei í
sögu þjóðarinnar verið okkur jafn hættulegt sem það gæti orðið á
þessum tímum. Mikill óður er uppi um það að safna fé í sjóði, en
varanlegastur allra sjóða til að tryggja frelsi og framtíð og heiður
Islands er sá, að efla á þessum tíma menningarstarfsemi þjóðarinn-
ar, glæða líf bókmennta og lista, hlynna að listamönnum þjóðarinn-
ar á allan hátt, skapa þeim sem fullkomnust starfsskilyrði, sýna öðr-
um þjóðum í verki, að við séum einstök þjóð að menningarlegum
áhuga og rækt við listir og bókmenntir. Á þann hátt og þann hátt
einan getum við varið sess okkar sem fullvalda þjóð. Dugnaður
okkar á öðrum sviðum, framleiðslustörf til lands og sjávar geta
aldrei orðið annað en undirstaða þess valds og álits, sem menn-
ingarafrekin ein geta skapað jafn örsmárri þjóð. í heimi listarinnar
getur hún átt stórveldishugsjónir — og látið þær rætast. Fvrir ís-
lenzku skáldi getur allur heimurinn hneigt sig í lotningu, og hróp-
að: sjá, hér er fullvalda þjóð, skáldið hefur letrað nafn frelsisins
og andlegrar tignar á skjöld hennar. Með verulegum skilningi á
hinum sögulegu rökum og þessari sérstöðu íslands ber Alþingi.
æðstu og áhrifamestu stofnun þjóðarinnar innanlands og út á við,
að standa á verði um íslenzka menningu og halda á lofti nafni
skálda og listamanna þjóðarinnar — í stað þess að hafa þau að
hornrekum. En þá er einmitt átjándugreinaratriðið, — sem í sér
felur, að Alþingi skoði það hlutverk sitt og virðingarauka að sýna
sjálft beztu listamönnum þjóðarinnar viðurkenningu — ekki neinn
hégómi, heldur stórmál, sem varðar fullveldi, frelsi og menningar-
heiður íslands. Alþingi á að sjá sóma sinn og skyldu í því að veita