Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 22
16
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
jafnt fyrir því þótt guðinn liafi læknisfingur sína í augum hins
blinda.
Eg vil að lokum leyfa mér að benda eiganda töflunnar á, að
myndin er að hraðskemmast. Listamanninum entist ekki líf nema
til að „undirmála“ hana, og vegna þess, að terpentínan hefur of-
þurrkað hið örþunna litarlag á léreftinu, er liturinn sums staðar far-
inn að molna upp úr því, auk þess sem taflan hefur orðið fyrir
hnjaski og rispazt. Verði myndin ekki fernisborin bráðlega af kunn-
áttumanni er hún ónýt eftir örfá ár.
Annars hlýtur maður að spyrja: hvers vegna er þessi altaristafla,
höfuðverk íslenzkrar helgimyndlistar til þessa dags, ekki látin standa
yfir altari einhvers staðar í kirkju — úr því verið er að hafa kirkjur
á annað borð? Sumir segja, að taflan sé alla jafna geymd í dinnn-
um kjallara í Reykjavík, — meðan danskar glansmyndir eru festar
u]>p sem altaristöflur í kirkjunum.
H. K. L.
ÚTILEGUMAÐURINN
Einar Jónsson hefur lengi notið sérstöðu meðal íslenzkra mynd-
listamanna og sízt að ósekju. Hann er brautryðjandi og hefur gert
merkilega hluti, þegar þess er gætt, að bak við hann liggur ótrúlega
fátæk innlend myndlistarhefð, en allir miklir listamenn skapazt sem
kunnugt er upp úr sterkri og langri hefð og aldrei hafa orðið til
hátindar í list, það menn vita, nema með löngum aðdraganda. Það
er því ekki undarlegt, þótt þau verk Einars Jónssonar séu bezt, þegar
nann byggir á þeirri hefð, fransk-kynjaðri, sem mest var í gildi
á Norðurlöndum á námsárum hans. Meðal þeirra verka stendur Úti-
legumaðurinn án efa einna fremst, og vafasamt hvort nokkur ís-
lenzkur myndhöggvari hefur enn gert verk, sem er eins stórt hugsað
eða sálfræðilega sterkt, þótt einhver kunni að finnast stílhreinni og
listrænni eftir hina yngri menn. Útilegumaður Einars Jónssonar
flytur íslendingi hið sama og krossfestingarmynd eftir E1 Greco
flytur Spánverja. Kjarni íslenzks harmleiks, örlög einbúans, birtist
í útilegumanninum á jafn veglegan hátt og í ýmsum beztu skáld-
verkum íslenzkum í rituðu máli, t. d. Grettis sögu og Fjalla-Evvindi.