Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 28
22
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
ritum geta verið misgóðar. en réttvísin er hvergi talin dómbær aðili
í þeim málum vegna þess, að þar koma til greina aðrir dómstólar
miklu áhrifameiri, svo sem gagnrýnin, álit fræðimanna, menningar-
stofnanir, mat venjulegra hókakaupenda og lesenda siðmenntaðrar
þjóðar.
„Samræmd stafsetning forn“ er engin til, en hins vegar ýmiss
konar tilraunir síðari tíma manna að hafa samræmda stafsetningu
á fornum ritum. Eins og öllum ætti að vera kunnugt, eru afrit forn-
ritanna með mjög reikulum stafsetningarháttum, og stafsetningu
handritanna er sjaldan fylgt í útgáfum þeirra og þráfaldlega frá
henni vikið til nýrrar stafsetningar, þegar tilfærðir eru kaflar eða
setningar úr fornritunum, og hví ætti fremur að lögbjóða hér á
landi forna stafsetningu en fornan framburð, er þau eru lesin í
heyranda hljóði? Engri erlendri þjóð dettur í hug að fylgja gam-
alli stafsetningu í nýjunr litgáfum af klassiskum ritum fyrir almenn-
ing. Enskum útgefendum t. d. dettur ekki í hug að vera að fæla
þjóð sína frá lestri á leikritum Shakespeares með því að prenta þau
með úreltri stafsetningu. Englendingar hræðast heldur ekkert að
prenta verk hans í styttum útgáfum og jafnvel endursögðum út-
gáfum í þeim tilgangi að gera þau að lifandi eign þjóðarinnar. Og
hvaða ástæða er fremur til þess að gefa út Laxdælu með svonefndri
fornri stafsetningu en Passíusálma Hallgríms með 17. aldar staf-
setningu, eða hefur þeim staðið einhver voði af því að vera gefnir
út með nútíma rithætti? Þeir menn, sem telja þjóðinni trú um, að
það sé nauðsynlegt að lögbjóða „samræmda stafsetningu forna“!!
á Islendingasögum, hljóta að meina eitthvað allt annað með slíkri
löggjöf.
Það er hlægilegt, frámunalega háðulegt. fyrir Alþingi íslendinga
að þykjast nú, á 20. öldinni, ætla að fara að „vernda“ fornritin,
eftir að þau hafa löngu hlotið ódauðlega heimsfrægð, njóta ör-
uggrar varðveizlu í handritum og fjöhnörgum útgáfum og hafa lif-
að af margra alda hrakninga í eftirritum. Magnús Jónsson, prófess-
or, líkti þessari „verndun“ í þingræðu við það, að einhverjir gerð-
ust svo fávitrir að raða sér upp við egypzku pýramídana og þættust
ætla að styðja þá. íslendingasögurnar þurfa engrar verndar við
frá Alþingi íslendinga. Það er meira vantraust en alþingismenn á