Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 35
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 29 sem er væntanleg innan skamms, heldur til þess mönnum skiljist, að þær eru ekki með öllu ónáttúrlegar. A útmánuðum 1941 gerði ég nokkrar styttingar á Laxdælutexta dr. Einars Olafs Sveinssonar (útgáfa Fornritafélagsins) og lét síðan ritara minn skrifa upp liinn stytta texta, með lögboðnu stafsetn- ingunni frá 1929, til almenningsútgáfu. Var fvrirhugað, að bók- in kæmi út nær jólum sama ár, og með því ég hafði önnur verk á höndum út sumarið, ætlaði ég að laka haustmánuðina tij að undirbúa útgáfuna sem bezt, meðal annars rita rækilegan formála um hið forna skáldrit. En snemma í október spyrst, að útgáfa þessi sé í vændum, og nokkrir ofstopamenn, sem þóttust þurfa að klekkja á mér fyrir allt aðrar sakir, Hriflu-Jónas í hroddi fylkingar, gerðu með sorpskrifum tilraunir að hefja æsingar út af málinu, sem þó mistókst með öllu. Hriflu-Jónas æpti allt hvað aftók, að nauðsyn bæri lil að semja lög, svo hægt væri að setja mig í tukthús fyrir að stafsetja Islendingasögurnar eftir íslenzkum reglum, og hafði með sér í þessum götustrákahóp nokkra dansklærða, og mér liggur við að segja danskhýdda háskólaborgara, sem annars höfðu ekki gert mikla lukku í þjóðfélaginu fram til þess tíma. Auðvitað datt hvorki mér né forleggjurunum í hug, að öðrum eins hálfvitaskap yrði anzað á Alþingi, og meðan Hriflu-Jónas æsti sig upp sem ákafast, skemmtum við okkur sem bezt. Jafnvel eftir að frumvarp var fram komið á Alþingi um bannið, datt okkur ekki í hug að ugga að okkur. Við vöruðum okkur nefnilega ekki á því, að enn átti Hriflu-Jónas það sterk ítök í hinum lakast upplýsta og verst gefna hluta þingsins, að fám dögum seinna var orðið allt útlit á, að tak- ast mundi að gera þessa geðbilun að lögum, sem og varð. Var bersýnilega ætlun Hriflu-Jónasar að koma lögum sínum fram, þótt afbrigði þyrftu til, áður en Laxdælu-útgáfa mín yrði fullbúin, svo á síðustu stund sáum við, að nú voru góð ráð dýr, annað hvort að hætta við útgáfuna ellegar verða á undan þessari löggjöf. Við völdum síðari kostinn og köstuðum Laxdæluhandritinu hvergi nærri fullbúnu í prentsmiðjuna, settum bókina, lásum af henni prófarkir, prentuðum hana og bunduin, auk þess, sem ég samdi að henni formála, á segi og skrifa tveim sólarhringum — með Hriflu- Jónas óðan, ríðandi húsum yfir okkur, meðan á stóð verkinu. Þann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.