Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 38
32
TIMAKIT MALS OG MENNINGAR
á það að sækja þrótt og menningu, heilbrigðar skemmtanir og fé-
lagslíf.
Þrátt fyrir misjafnar undirtektir, er nú svo kómið, fyrir for-
göngu Ungmennafélagsins, að mörg æskulýðsfélög í bænum hafa
tilnefnt fulltrúa í sameiginlega undirbúningsnefnd. Bæjarráð hefur
falið Agústi Sigurðssyni magistér að gera tillögur um fyrirkomu-
lag æskulýðshallarinnar, í samráði við æskulýðsfélögin. En hér
þarf að vinna fljótt og vel. Bærinn og ríkið hljóta að hera höfuð-
þunga stofnkostnaðarins. Æskulýðsfélögin munu og fús til að taka
nokkurn hluta kostnaðarins á sínar herðar, ef það þykir heppilegt.
Allt veltur á, að á málinu sé tekið með festu og framsýni. Hér er
um að ræða stórfellt menningar- og uppeldismál, sem snertir í raun
og veru alla þjóðina. Þess vegna á ríkið, bæjarfélagið og hin mörgu
félög unga fólksins í Reykjavík, að leggjast á eitt í þessu stórmáli.
Með framkvæmd þess er girt fyrir margvíslegar hættur, menningar-
leg og félagsleg aðstaða hinna ungu borgara stórum bætt. Er ó-
trúlegt, að nokkur verði til að leggja stein í götu sliks nauðsvnja-
máls. En ef svo ólíklega til tækist, þarf sú mótstaða að brotna ú
sameiginlegum vilja og áhuga þess fjöhnenna æskulýðs og æskulýðs-
samtaka, sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa forystu á hendi í þessu
merkilega máli. Unga fólkið í Reykjavík hefur hér eignazt stór-
fenglegt félagslegt viðfangsefni. Nú reynir fyrst og fremst ú festu
þess, dugnað og félagsþroska. að skiljast ekki við málið fvrr en
það er komið í örugga höfn.
G. V.