Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 43
TIMARIT MALS OG MENNINCAR 37 ingar vor Islendinga. Viðkvæmnin er því næsta eðlileg og ekki að undra, þótt tortryggni vor sé auðvakin. En er tortryggni þá ástæðu- laus, eins og sakir standa? Nauðsyn er í þessu sambandi að gera sér ljósa þá staðreynd, að ísland er nú í fyrsta sinn í veraldarsög- unni talið hafa mjög mikla þýðingu frá hernaðarlegu sjónarmiði í hildarleik stórveldanna. En fátt er jafn háskalegt sjálfstæði smá- þjóðar sem þvílík aðstaða. Að vísu höfum vér samning við eitt voldugasta menningarríki heimsins, Bandaríki Norður-Ameríku, um hervernd, og skýlausa yfirlýsingu um óskorað frelsi og sjálfstæði að stríðinu loknu. Hljót- um vér að telja það ómetanlega hamingju að öðlast þannig nauð- synlega vernd gegn tortímandi grimmdaræði nazismans, sem lang- flestir íslendingar hata og fyrirlíta af heilum hug. A hinn bóginn viljum vér ekki og getum ekki talið oss á neinn hátt skuldhundna Bandaríkjunum fyrir þessa vernd. Þeir sóttust eftir að fá aðstöð- una hér og telja sér hana mjög mikils virði. Þeir eru hér ekki fyrst og fremst vegna vor, heldur hagsmuna sinnar eigin þjóðar.Vér látum þeim í té afnot af landi voru til hernaðarþarfa meðan stríðið stend- ur og teflum með því menningu vorri í talsverða hættu, en fáum herverndina í staðinn. Þetta eru vinsamleg viðskipti, sem báðar þjóðirnar telja sér hagkvæm eftir atvikum, en hvorug þarf að vera hinni skuldbundin fyrir. íslendingar hafa jafnan borið virðingu fyrir hinni stórhuga fram- faraþjóð í vestri og vænt sér þaðan góðs eins. Fáir menn hafa notið hér á landi jafn óskiptrar hylli og aðdáunar og þeir Georg Washington og Abraham Lincoln, forsetar Bandaríkjanna. Þeir eru dáðir sem sannar frelsishetjur og brautryðjendur mikilla hugsjóna og einnig sem fulltrúar stórbrotinnar þjóðar. Þá hefur og núverandi forseti Bandaríkjanna, Franclin Delano Roosevelt, áunnið sér mikl- ar vinsældir og traust hér á landi sem glæsilegur hugsjónamaður og frelsisvinur. Bókmenntir Bandaríkjanna hafa einnig hlotið marga aðdáendur á íslandi, og sumir höfundar þeirra eru vafalaust meðal mest lesnu og vinsælustu erlendra rithöfunda hér. Loks hefur það aukið á vinsamleg kynni og menningarsambönd milli landanna, að Vestur-íslendingar njóta virðingar í Bandaríkjunum og ýmsir þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.