Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 46
40 TIMARIT MALS OC MENNINGAR Bandaríkjanna og átt í hörðum útistöðum við einsýnustu sérrétt- indamennina, sem voru allsráðandi 1920—1932. Þó virðist jafn- vel innan hans eigin embættismannahóps bóla á hinni fyrri stefnu í utanríkismálum nú allra síðustu mánuðina. Oðruvísi verða naum- ast skilin þau furðulegu atvik, sem gerzt hafa í Norður-Afríku, þar sem ýmsir yfirlýstir fjandmenn lýðræðisins og svikarar við franska lýðveldið voru efldir til valda gegn de Gaulle og meirihluta frönsku þjóðarinnar. Hefur þessi stefna, eftir að ekki tókst að skýra hana með hernaðarnauðsyn einni, í ýmsum blöðum Bandaríkjanna verið kennd einstökum embættismönnum í utanríkisþjónustunni og feng- ið harða dóma hjá almenningi vestra og í Englandi. Og virðist nú sem betur fer vera að greiðast úr þessum málum, sem eru hin þýð- ingarmestu í sambandi við sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna að strið- inu loknu. Með hliðsjón af því, er að framan greinir, liggur nærri fyrir oss íslendinga að spyrja: Megum vér treysta efndum á samningi Banda- ríkjanna við oss um óskorað sjálfstæði, brottflutning hers og flota o. s. frv. að stríðinu loknu, ef sérréttindastefnan frá 1920—1932 skyldi komast aftur til valda þar í landi strax eftir stríð? í þessu sambandi er injög mikilsverð sú staðreynd, að annað stórveldi, Bretland, sem einnig hefur ávallt verið oss vinveitt, hefur líka viðurkennt sjálfstæði Islands, og víst má telja, að sams konar viðurkenningu séu öll önnur ríki í flokki Bandamanna reiðubúin að veita oss. Þá er aðstaða íslands stórum betri vegna þess, að vér erum utan við Monroesvæðið og höfum ávallt bæði landfræðilega. menningarlega og viðskiptalega talizt til Evrópu. Loks má ætla, að enginn stjórnmálamaður Bandaríkjanna leyfi sér nokkru sinni að rifta samningi, sem hinn mikli og dáði forseti þeirra hefur hátíð- lega undirritað. Má því vissulega ætla, að vér getum örugglega treyst sjálfstæðis- viðurkenningu Bandaríkjanna og Bretlands, en þó að einu til- skildu: Að vér Islendingar höldum sjálfir fast og einarðlega við rétt vorn og skilyrðislausa kröfu um fullkomið sjálfstæði og þar af leiðandi um brottflutning alls herafla úr landinu strax að lokinni styrj öld. Vera má, að einhverjum heiðraðra lesenda finnist það ganga ó-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.