Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
43
einkum ef svo bæri undir, að leiðitamir menn eða óhlutvandir færu
með völd í landinu, þegar mest á reyndi.
I stuttu máli:
Horfurnar í sjálfstæðismálum vorum eftir stríð eru undir því
komnar, að þjóðin sjálf standi einarðlega og ósveigjanlega á rétti
sínum og vísi skilyrðislaust á bug hvers konar ginnandi tilboðum
um stundarhagnað og fjárhagshlunnindi, þegar sjálfstæðismálið,
rétturinn til óskoraðs þjóðfrelsis er annars vegar.
Islendingar vibja eiga vinsamleg skipti við allar þjóðir, fyrst og
fremst frændþjóðirnar á Norðurlöndum og þá Bandaríkin, Bret-
land og aðrar þjóðir í Evrópu. Vér vitum, að þessar þjóðir eru oss
vinveittar, og einkum getum vér örugglega treyst samúð hins vinn-
andi fólks í öllum löndum með málstað vorum.
En umfram allt skulum vér jafnan hafa það ríkt í huga, að Is-
lendingar einir hafa byggt þetta land frá því landið var fyrst num-
ið mönnum. íslendingar voru það, sem lögðu grundvöllinn að hinni
glæstu fornmenningu, sem hæst reis með Agli og Snorra. íslending-
ar hafa þraukað í þessu landi í gegnum myrkur miðalda þjáðir af
sulti, drepsóttum og erlendri áþján og þó verndað og aukið menn-
ingu sína, bókmenntir og listir.
Hverjir skyldu þá hafa rétt til að njóta gæða landsins nú og i
framtíðinni aðrir en Islendingar.