Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 50
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
LIÐSINNI VORT
Vér biðuin, hyggnir, meðan mest gekk á,
á meðan saman öttust herir þeir,
og öllum mönnum var í voða stefnt
°g vopnakallið drundi í strönd og fjöllum.
Vér biðum, þó vér heyrðum nafn vort nefnt,
því næsta tvísýnn fannst oss leikur sá.
Og sjá, þeir höfðu liótað, báðir tveir
hörmung og dauða fjendum sínum öllum.
Og margur ærðist mitt í þessum gný,
og margur heimskur vesalingur dó.
En loks: hinn hrjáði her, hið minna lið
(því höfðum við þó tæpast búizt við)
það hófst, það hófst til áhlaups enn á ný
sem æðisgengið brim á reiðum sjó.
Sjá mikil firn! í fjenda þeirra her
brast flótti, og hver einn reyndi að forða sér,
og heyra mátti í ópum þeirra óttann
um afdrif sín — og slíkt er ekki að lá.
þeir dreifðust eins og strá í stormi, — og þá
stukkum vér fram og æptum: Rekum flóttann!