Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 52
Haiuiór Stcjánsson: ^Eiigland expects every man will do liis duty44 Ennþá var Bretaveldi komið í strið, og í þetta skipti var Tommy Atkins meðal þeirra manna. sem England vænti þess af, að þeir gerðu skyldu sína. Það stóð ekki heldur á því hjá honum. Fyrr en nokkurn varði, var hann kominn í kóngsins hertygi, reiðubúinn að hlýða þessu hátíðlega kalli, sem forfeður hans liöfðu svo oft áður hlýtt. Hann var ekki mjög fróður um það, vegna hvers hann var skyld- ugur að fara í stríð, drepa menn og láta drepa sig, né hverjir væru óvinir hans og á hvern liátt þeir hefðu móðgað hann, en um það hafa fæstir hermenn verið fróðir, allt frá dögum Ramses II. Honum var nóg að vita, að Old England bjóst við því af honum, að hann gerði skyldu sína. Þetta var ekki skylda gagnvart honum sjálfum, hana hafði hann svo oft vanrækt um dagana. til dæmis eins og að eta sig saddan reglulega eða fá sér föt á réttum tíma, og enginn gekk eftir því með hátíðlegu hrópi, að hann gerði það. Þetta var skyldan gagnvart föðurlandinu, og um hana þurfti engin heilabrot. Þó var það eitt, sem varð honum vonbrigði. Þegar búið var að þjálfa hann hæfilega lengi í því að marséra, skjóla, reka byssu- flein í magann á úttroðnum sandpoka, sem hékk í gálga, hlusta þegj- andi á úthúðanir yfirmanna sinna, útsettar fyrir brennivínsbarka. og hlýða öllu skilyrðislaust og hugsunarlaust, þá var honum skipað út í stórt skip, ásamt hundruðum félaga hans, er einnig voru að gera skyldu sína. Að því búnu var siglt á burt með þá — fjandinn mátti vita hvert. Það kom að visu ekki alveg flatt upp á Tommy, að hann var sendur sjóleiðis til annarra landa í stríð. Það hafði ekki verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.