Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 69
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
63
Sæmundr er á lieiðum
ok etr berin ein.
Hér verður fyrst vart við víxlrím í íslenzkum kveðskap, og hafa
dansarnir haft gagngerð áhrif á bragarháttu íslenzks kveðskapar.
Fyrst verður aðeins vart einstakra dansstefja, og var efnið oftast
mansöngskyns eða skop um náungann. En síðar (um 1300) er talið,
að ný tegund dansa fari að ryðja sér til rúms, sagnadansarnir. Það
eru heil kvæði, sem höfðu einhverja frásögn að yrkisefni; gott
dæmi slíkra sagnadansa er kvæðið um Olaf liljurós. Hingað til
lands hárust þeir frá Norðurlöndum, fyrst Noregi, síðan að því
er virðist frá Danmörku; þá voru önnur norræn mál ekki nándar
nærri eins breytt og síðar varð, og íslenzkuðust þessi kvæði því í
meðförunum á einni kvöldstund, en þó bera þau rnörg merki upp-
runa síns. Eg nefni rétt sem dæmi: Austan blakar laufið á þann
linda (í staðinn fyrir: á lindinni, á þeirri lind); dansinn undir
hlíða (fyrir: undir hlíðinni); að gá sig í hæga loft (fyrir: að
ganga í háa loft). Ætla má, að sagnadansarnir hafi verið í mikl-
um hávegum hafðir fram á 16. öld, en þá urðu þeir að lúta í Iægra
haldi fyrir nýjum kveðskap, víkivakakvæðunum.
Dansarnir fluttu ekki með sér rímið eitt. Með þeiin kom nýtt
hljóðfall og nýtt lag. Það er eins og í þeim andi mjúk og hlý
sunnangola. Þeir eru sveipaðir ljóðrænni fegurð. Þar eru trén alltaf
græn, dögg fellur á, fuglarnir syngja, og riddarinn ríður gangvara
sínum um lundinn með hauk á hendi sér og mey við lilið. I döns-
unum er sunginn söngur gleðinnar og tregans, en stefið í þeim er
þó ástin.
Dansarnir eru aðkomnir og bera sumir hverjir ærin merki þess
í skorti ljóðstafa og máli. En svo taka íslendingar við. Hér á landi
mun Tristranskvæði ort, allra dansa fegurst. Meiri forlög en sagna-
dansarnir áttu þá dansstefin, viðlögin. Menn ortu þau áður en
sagnadansarnir fóru að tíðkast og eftir að þeir voru af lagðir: þá
voru þau höfð fyrir viðkvæði eða viðlög í víkivakakvæðunum.
Fljótt fóru þau að draga að sér ljóðstafi, án þess andi hinna fornu
dansvísna þyrri, andi Ijóðrænnar fegurðar. Þau hlutu lika stund-
um nokkuð af huldubliki þjóðsagnastefjanna. Að ýmsu levti má