Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 81
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 75 garðar á floti í vatnssvakka, — þetta var stemmning laugardags- morgunsins. Við vissum að pósturinn myndi koma austanað ó iaugardagskvöldið og halda vesturyfir Skeiðarársand á sunnudag- inn, hvað sem á dyndi. Og við byrjuðum morguninn með fræðileg- um samræðum um Skeiðará. Regninu hellti ennþá niðurúr hreyf- ingarlausum skýjamekkinum. Hvert sem litið var, grámaði fyrir pollum, ám og lækjurn, og vatnagnýrinn var orðinn fastur í eyr- unum á okkur, einsog við hefðum fæðzt með hann. Skyldi nú Skeiðará ekki vera orðin ófær? Ja, það fer nú að verða á takmörkum. Ekki vil ég nú segja það. Ennþá meiri sýndist hún vera hérna um árið, þegar liann Sigfús Johnsen fór yfir hana. Þá flóði hún vestureftir öllum sandi, næstum eins langt og við sáum héðan að heiman. Fékk hann hana ekki djúpa? Ekki ákaflega. Hún getur verið grynnri í miklum rigningum en í þurrkatíð. Þegar hún er í miklum vexti, ryður hún undir sig möl og sandi og flákar sig útyfir breitt svæði, og þá er síður hætt við bleytum, því að straumþunginn þjappar niður vatnsbotninum. Hún er stundum dýpri í þurrkum. Þá hættir henni við að grafa sig niður í mjórri ála. Svo er. Svona gat huggunin leynt sér lengi austurí Oræfum. Vatnið hélt áfram að streyma úr loftinu stanzlaust þartil fram- undir miðmunda. Himinn og hauður sýndust runnin saman í einn gróan vatnsmökk. Eh rétt fyrir miðmunda rauf hann loksins gat á skýjakafið í norðvestri, svo að sá dinnnbláan heiðglugga yfir Skaftafellsfjöllunum. Dimmblá heiðríkja er fyrirboði þerris. Undir kvöldið var vatnagnýrinn farinn að fá aukahreim af fjallátt. Enn- þá var þó loftið mjög skýjað. Glugganum í norðvestri gekk illa að stækka. Við töluðum um það. hvort það myndi setja niður í Skeiðará í nótt. Svo kom sunnudagsmorguninn. Loftið einsog í fornum annálum fyrir mikla mannskaða: Hvergi skýhnoðri á himni, — hægur norð- austan fjallablær, glitrandi sólskin og heitt í veðri. Það hafði sett svolítið niður í vötnunum. Og nú fyrst lagði það af tilviljun í eyru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.