Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 85
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 79 þessarar brimrastar var svo mikill, að við áttum fullt í fangi með að heyra hvert til annars. Og þegar ég leit augunum kringum mig af vatnsfluginu, sýndist allt umhverfið hringsnúast einsog voldugt karúsel. Það var undireins sýnilegt, að þessi ókjör voru engurn hesti fær, þar sem við komum að þeim. Þeir Runólfur í Skaftafelli og póst- urinn tóku sig því úr hópnum og riðu nokkra leið niðurmeð flaum- breiðunni, ef hugsazt gæti, að einhversstaðar mótaði fyrir broti. Það gekk alveg framaf mér, að nokkrum óbrjáluðum manni skyldi geta dottið í hug að leita að broti á þessu hafsævi. Við hin fórum af baki og horfðum á eftir þeim. Hestarnir lygndu þunglyndislega aftur augunum einsog þeir fyndu á sér, að nú væri ekki skemmtilegt í vændum. Snertikipp fyrir neðan okkur lögðu þeir Runólfur og póstur útí straumhafið. En þeir voru varla lausir við land, þegar hestarnir undir þeirn voru að stingast á sökkvandi kaf og snarsneru til sama lands aftur. En þeir gáfust samt ekki upp við svo búið, létu hestana eigra lestaganginn ennþá all-langan veg niðurmeð ánni og sýndust ald- rei hafa augun af straumfallinu. Loks námu þeir staðar nokkur augnablik og horfðu vesturyfir. Því næst beindu þeir hestunum að vatninu og settu þá útí. En þarna fór allt á sömu leið og áður, hestarnir á bólakaf og sneru í einu vetfangi aftur lil sama lands. Auk þess fór að verða meiri hætta á sandbleytum eftir því sem lengra dró niðureftir. Þarna sneru þeir við og héldu aftur uppmeð ánni þang- að sem við biðum með augun límd við hverja hreyfingu þeirra. Þetta leit ekki glæsilega út. Ekki fýsilegt að verða að snúa aftur í þessu einmuna veðri og máski kominn úrhellings-slökkvandi í fyrra- málið. Þetta var rigningartíð. Og við stödd milli tveggja höfuð- sanda og stórvötn á báða vegu. Kannski var reynandi að gera úrslitatilraun svolítið ofar. Við stigum á bak og riðum dálítinn kipp uppmeð ánni, þangað til við komum þar að, sem ekki sýndist með öllu vonlaust um að gera mætti nýja tilraun. Við námum staðar og litum yfir fljúgandi straumfallið. Síðan lögðu þeir Runólfur í Skaftafelli og póstur hest- unum á nýjan leik útí vatnshafið, en við hin fórum af baki og horfðum til ferða þeirra. Hestarnir fetuðu sig gætilega útí kolmó-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.