Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 88
82
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
hnakknum. Mátuðum fyrir taumhaldinu. Gefðu tauminn hálf laus-
an! Stattu ekki í ístöðunum! Haltu þér fast í faxið! Horfðu ekki á
strauminn! Einblíndu á Lómagnúp. Hún heyrir ekkert.... Hest-
arnir voru komnir á rás framaf hafsbakkanum. Fyrst Runólfur í
Skaftafelli, svo Runólfur í Svínafelli og pósturinn með Margréti
á milli sín og ég fast á eftir þeim. Runólfur reið forstreymis og
hélt um tauminn á hesti Margrétar. Pósturinn hinumegin og hafði
gætur á hreyfingum hennar í hnakknum. Vatnið var komið uppí
kvið og þrýstist í sama vetfangi uppá miðjar síður. Hestarnir
svömluðu skref fyrir skref sniðhallt niðureftir straumflákanum.
Stundum var einsog þeir svifu í rykkjum afturábak. Ef hestur hras-
aði fæti, þá væri alll búið. Ef straumflugið skákaði honum tvö
skref til vinslri, þá væri ekkert fyrir nema botnlaus dauðinn. Það
er ekkert annað líf til, þegar maður er staddur útií miðri Skeiðará
eftir fimm daga haustrigningu. Bilið milli okkar og auslurlandsins
varð breiðara og breiðara. Vesturströndin var ennþá í órafjarlægð.
Loks sneri Runólfur í Skaftafelli hesti sínum þvert vesturyfir.
Við fylgdum á eftir. Straumflugið hoppaði uppfyrir miðjar síður.
Hestarnir hölluðu sér ennþá meira á móti vatnsaflinu. Stundum
var einsog þeir lægju flalir í vatninu. Stundum einsog þeir hent-
ust til hliðar uppá móti straumnum. Stundum einsog þeir losnuðu
við hotninn og flytu með flaumiðunni. Straumhafið valt áfram í
einni lotulausri síhreiðu einsog stormúfinn brimsjór, kolmórautt og
hamslaust. Allt umhverfið sýndist á ferð og flugi. Vesturströndin
rann upptil jökla einsog endalaus trossa af járnbrautarlestum. Ský-
laust himinheiðið hringhvolfdist yfir höfði okkar. Og Lómagnúp-
ur, sem átti að halda Margréti lóðréttri á hestinum, var á harða-
hlaupum inntil óbyggða. Þarna situr hún í hnakknum, elskan litla,
og riðar dálítið útí hliðarnar, dregst annað veifið að straumnum,
eins og hún sé dáleidd af seiðmögnuðum hreimi einhverra kvnngi-
krafta, en svo er einsog hún rámki við sér og tekst að tosa sér aftur
uppí lóðrétta stellingu. Runólfur og póstur ríða meðfram hesti
hennar. Og nú titrar hún af átökunum að halda sér í faxið. Ég gæti
þess að halda hesti mínum straumhallt aftanvið hömina á hrossi
hennar. Það er alltaf vissara að vera ofantil á hrotinu. Straum-
fossinn bylur á hestunum og flýgur framhjá okkur í ótal mvndum